blaðið - 15.09.2006, Síða 13

blaðið - 15.09.2006, Síða 13
blaðiö FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 13 / Hvalfjarðargöng: Lýsing tvöfölduð Stjórn Spalar hefur ákveðið að tvöfalda lýsingu í Hvalfjarð- argöngum. Talsvert hefur borið á því að vegfarendur, einkum eldra fólk, hafi kallað eftir meiri lýsingu við munna ganganna til að venjast fyrr dimmunni sem tekur við þegar ekið er inn ígöngin. Loftljósum verður fjölgað 250 metra inn í göngin frá hvorum munna. Við þetta tvöfaldast lýs- ingin og þar með verður minni munur á dagsbirtunni annars vegar og birtunni inni í göng- unum hins vegar. Sænskir hægrimenn: Vilja ekki Persson Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði í sjónvarp- sviðtali á miðvikudagskvöldið að jafnaðarmenn gætu hugsað sér að mynda ríkisstjórn með einhverjum af borgaralegu flokkunum eftir kosningar, að Hægri flokknum frátöldum. Borgaralegu flokkarnir hafa þó allir hafnað tilboði Perssons. Niðurstöður skoðanakannana eru mjög mismunandi, nú þegar styttist verulega í að kjörstaðir verði opnaðir í Svíþjóð. Sam- kvæmt könnun Sifo heldur ríkisstjórnin velli, en könnun Temo bendir til þess að sam- fylking borgaralegu flokkanna nái meirihluta. Svíar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn. Bandaríkin: Vill meira svigrúm George Bush, forseti Banda- ríkjanna, fundaði með þing- mönnum repúblikana í fulltrúa- deildinni í gær. Markmiðið er að reyna að tryggja stuðning við löggjöf sem veitir framkvæmda- valdinu auknar heimildir til að njósna um, fangelsa og yfir- heyra þá sem eru grunaðir um hryðjuverk. Forsætisráðherra um varnarviðræðurnar: Geir vill bílana og tækin Formlegar viðræður Islands og Bandaríkjanna um varnarmál hóf- ust að nýju í gær og vonast Geir H. Haarde forsætisráðherra til þess að viðræðunum ljúki í næstu viku.. Ekki náðist í forsætisráðherra í gær en í samtali við fréttastofu Út- varpsins sagði hann að engin leynd hafi hvílt yfir varnarviðræðunum heldur hafi verið nauðsynlegt að fá starfsfrið til að ljúka þeim. Hann segir viðræðurnar núna aðallega snúast um þrennt. „í fyrsta lagi að geta með ein- hverjum hætti komist yfir þann Semja þarf um hver tekur yflr hvað og ber ábyrgð á hverju. Geir H. Haarde Forsætisráöherra búnað sem Bandaríkjamenn eiga og er nauðsynlegur til að reka flug- völlinn. Þetta eru bílar og tæki af ýmsum toga og það þarf að semja um þetta. Ella verður farið með ennan búnað úr landi,” sagði Geir. öðru lagi þarf að semja um hver Niðurstöður fljótlega Forsætisráðherra segirþað hafa verið nauðsynlegt að fá starfsfrið til að Ijúka varnarviðræðunum og að þeim Ijúki vonandi í næstu viku. Ekki náðist í ráðherrann ígær vegna málsins. tekur yfir hvað og ber ábyrgð á hverju á því svæði sem kallað hefur verið varnarsvæði og Bandaríkja- menn eru nú að yfirgefa. Það þarf að ganga frá því með formlegum hætti hvernig þau mál verða í framtíðinni.” „Að síðustu er þetta spurning um framtíðarsamstarf landanna í varnar- og öryggismálum. Það er samstaða um það og hefur verið allan tímann að halda því áfram á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 og byggja ofan á hann í veiga- miklum atriðum,” bætti Geir við. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær náðist ekki í forsætisráðherra vegna málsins. Sturtuklefar í sumarbústaðinn •stíö**""1 Kr. 101.000 800x800x2150mm Kr. 199.000 1300x1300x2150mm

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.