blaðið

Ulloq

blaðið - 15.09.2006, Qupperneq 16

blaðið - 15.09.2006, Qupperneq 16
blaóiö Útgáfufélag: Stjórnarformaöur: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulitrúi: Árogdagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Rússíbanahagstjórn Davíð Oddsson og klappliðið hans í Seðlabankanum komu ekki á óvart. Stýrivextir voru hækkaðir eins og ráð var fyrir gert. Utan bankans er ekki klappað. Aðrir sem bera ábyrgð á velferð þjóðarinnar, svo sem talsmenn launafólks, eiga varla orð til að lýsa hagstjórninni. Rússíbanahagstjórn, segir hagfræðingur Alþýðusambandsins. I sumar gerðu deilendur á vinnumarkaði og ríkisstjórn með sér sam- komulag til að slá á verðbólguna. Vonast var til að Davíð léti af eða að minnsta kosti drægi úr hækkun vaxta meðan árangur af aðgerðum deil- endanna og ríkisins kæmi í ljós. Þeim varð ekki að ósk sinni, ekki vinnu- veitendum, ekki launþegum og ekki ríkisvaldinu. Davíð hirti ekkert um óskirnar og hækkaði vextina. Hann ræður. Þó svo allir aðrir væru sam- mála skorti það sem mestu skiptir á íslandi og hefur gert lengi. Það vant- aði samþykki Davíðs og því eru vextir enn hækkaðir og aðrir sem eiga að teljast gerendur í hagstjórninni sitja máttvana hjá. Þeir segja þetta merkilegt af hálfu Seðlabankans, að hækka enn vexti við lok hagsveiflunnar þar sem það kallar á harkalegri lendingu en ann- ars hefði verið. Draga mun úr lánsfé og draga mun úr framkvæmdum hjá Íitlum sem stórum. Það bætist við að stórrramkvæmdir verða minni og hagvöxtur fellur og kaupmáttur hækkar minna en hann hefur gert, jafn- vel ekkert. Þau sem hafa áhyggjur af efnahagsstjórninni kalla á stöðugleika, stöð- ugleika og aftur stöðugleika. Vont er fyrir alla að lifa í rússíbanahag- kerfi. Fyrirtækin búa við það að á einum tíma gengur ótrúlega vel og á næsta þveröfugt og það án þess að stjórnendurnir fái nokkru um ráðið. Þetta ástand hefur mikil áhrif á afkomu okkar þegnanna. Rússíbanahag- stjórnin hefur á sér margar myndir. Til dæmis kvelur hún sprotafyrirtæki sem leita til annarra landa þar sem meiri ró er og rekstrarforsendur eru meiri og betri. En hverjum eigum við að trúa? Davíð sem gefur ekkert eftir og herðir tökin eða hinum sem segja hann og hans fólk vera haldið fítonskrafti í vaxtahækkunum sem geri fátt annað en að kalla fram harkalega lendingu úr efnahagsflugi sem reyndar Davíð hóf sem forsætisráðherra, og sem hann vill núnaljúka með brotlendingu, eftir því sem aðrir segja. Á sama tíma kemur fram að fleiri Islendingar en áður vilja kanna aðild að Evrópusambandinu. Þar blasir við okkur margt spennandi, svo sem lægri vextir, lægra matarverð og meiri stöðugleiki. Vissulega spennandi, en áður en til greina kemur að við sækjum um aðild að evrunni einni eða Evrópusambandinu verðum við víst að laga til heima fyrir og ræða saman af alvöru og ekki af heift stjórnmálanna. Það eru kostir og gallar við hvoru- tveggja, evruna og aðild að Evrópusambandinu. Orð eru til alls fyrst, það á við ef við óskum aðildar og ef við ætlum saman að reyna að komast úr rússíbananum. Eins og ráðendur í hagstjórninni töluðu og gerðu í gær eru vonirnar litlar. Því miður. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kéri Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavik Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins alla miðvikudaga Auglýsingasíminn er 5103744 I fl Rf.tf.« 16 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 blaöiö ^i/Sav/ h/ STeFúA vMtvLk"i M G a ?\j ka Jt i ^SMáí.u/w VT AlVEG SKyR.. SaWItyLKíMGáM VtLL TBíKQ J6M SiQ ’ ( FtuJ SKcJMVfR J/VIV/UV TLoKKsiriS UM yVoRT TJl TíL nf 5ToPí>/í J H>A VTH-Ð1\ SmrEKVfi — Við getum lækkað matarverðið Skýrsla formanns matvælanefndar forsætisráðherra frá því í sumar hefur aftur komist á dagskrá í kjölfar fundar Samtaka verslunar og þjónustu í síð- ustu viku. Eins og fram hefur komið eru til margvíslegar skýringar á því hvers vegna matvörur eru dýrari hér á landi en í nágrannalöndunum. Þar á meðal eru auðvitað þættir eins og lega landsins og náttúrleg skilyrði, markaðsaðstæður og fákeppni, launa- stig og kaupmáttur og loks skattlagn- ing og innflutningsvernd. Það má lengi rökræða um það hversu þungt einstakir þættir vega í því sambandi. Um hitt þarf ekki að deila að ríkið getur með ýmsum aðgerðum haft veruleg áhrif til lækkunar. Skattlagningin vegur þungt Allur samanburður sýnir að mat- væli eru skattlögð meira hér en víða í nágrannalöndunum. Almenna þrepið i virðisaukaskattinum, 24,5%, er með því hæsta sem gerist (aðeins Norðurlöndin að Finnum undan- skildum ganga lengra), en nokkur hluti matvöru lendir í því skattþrepi. Hið sérstaka virðisaukaskattþrep , 14%, sem leggst á meirihluta matvæla, er líka hærra en viða í Evrópu, þótt þar finnist einnig dæmi um annað. Þá leggjast vörugjöld á ýmsar teg- undir matvæla, bæði innflutning og innlenda framleiðslu, og loks eru innflutningstollar lagðir á ýmsar teg- undir - stundum hreinir ofurtollar - sem auðvitað ber fremur að líta á sem innflutningstakmarkanir en tekjuöflun fýrir ríkissjóð. Það er auðvitað í valdi löggjafans að taka ákvarðanir um skattlagn- ingu af þessu tagi. Skýrsla formanns matvælanefndar sýnir að hægt væri að afnema vörugjöldin og tollana án þess að það hefði mikil áhrif á tekjur ríkissjóðs. Beint tekjutap af því yrði Viðhorf Birgir Ármannson miðað við núverandi aðstæður í kringum tveir og hálfur milljarður króna, sem í ljósi heildartekna og gjalda ríkissjóðs er vel viðráðanleg upphæð. Samræming og lækkun virðisaukaskatts á matvæli gæti haft talsvert meiri tekjuáhrif, mismun- andi eftir því hvaða hlutfall er valið. Einföld samræming í 14% gæti orðið til þess að ríkið yrði af tekjum upp á tæpan milljarð króna og ætla má að lækkun um hvert prósent eftir það „kosti” rúmlega 500 milljónir. Ef farið yrði með allar matvörur í 7% skatt gætu áhrifin því samanlagt orðið lækkun um 4.500 milljónir. Það er hins vegar ekki víst að ríkið yrði af allri þessari upphæð enda getur verið að lækkunin leiði til þess að neysla annarra vörutegunda aukist og ríkið fái þar með auknar tekjur af virðis- aukaskatti af þeim. Ríkið getur aukið samkeppni En það er ekki bara með skattalækk- unum sem ríkisvaldið getur stuðlað að lægra matarverði. Stór hluti búvöru- framleiðslunnar hér á landi býr við aðrar samkeppnisreglur en almennt gilda. Samráð og skipting markaða sem er bönnuð samkvæmt samkeppn- islögum er leyfð á ákveðnum sviðum. Þessarlögbundnu samkeppnishömlur hafa sín áhrif á matarverðið. Sama má segja um innflutningsverndina, sem felst í háum tollum á tilteknar vörur. Þessa orsakaþætti hás matar- verðs verður að endurskoða á næstu árum, bæði vegna alþjóðlegra skuld- bindinga og sívaxandi þrýstings frá íslenskum neytendum. Á sama tíma verður auðvitað að tryggja öflugt sam- keppniseftirlit þannig að fákeppni á smásölumarkaði komi ekki í veg fyrir að aukið frelsi og lægri skattar skili sér til neytenda. Það er ekki með neinu móti hægt að halda því fram að þessar breyt- ingar séu tæknilega flóknar. Hitt vitum við að þær kunna að vera snúnar út frá pólitísku sjónarhorni. Til þess að hrinda þeim i framkvæmd þarf að tryggja nægilega víðtæka sam- stöðu, bæði milli stjórnmálaflokka og innan þeirra. En höfum við stjórn- málamennirnir einhverja afsökun fyrir því að fresta því verki? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Klippt & skorið að næðir um menn á tindinum og ekki sfst á það við um Dagsbrúnarmenn, þessa dagana. Síðastliðinn þriðjudag kynnti Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarfor- maður Dagsbrúnar, hvernig kljúfa þyrfti fyrir- tækið niður í fjölmiðlahlutann BÉHK 365og fjarskiptahlutann Teymi og siðan væri afgangnum |i~ ^ jl steypt saman í fyrirtækið K-2 * (sem væntanlega heitir eftir ÍflHk ' fjallstindinum sem talinn ersá illkleifasti í heimi og oft nefndur Dauðafjallið). Allt þetta sagði Þórdfs algerlega samkvæmt plani og útskýrði það með óteljandi glærum í 40 mínútna erindi. Eftir það var opnað fyrir spurningar úr sal og eftir hefðbundna vand- ræðalega þögn gafeinn hluthafinn sig fram og spurði: „Til hvers erum við eiginlega að þessu?" Frétt í Blaðinu í dag greinir frá áður óþekktum vinsældum íslenska hestsins á erlendri grundu, sem klárlega eru með þeim hætti að vart er hægt að greina frá í dag- blaði. Á sínum tíma fréttist að í utanríkisráðu- neytinu hefði mönnum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar Jónas R. Jónsson, þá nýskipaður umboðsmaður íslenska hestsins, lét prenta fyrir sig nafnspjöld til notkunar erlendis, þar sem hann var titlaður„Ambassadorofthe lce- landic Horse". (Ijósi þeirra ömurðarfregna að íslenskir hestar hafi leiðst út í vændi á hinum jósku heiðum (sem Islendingar hafa vissulega söguleg tengsl við úr Móðuharðindunum) er spurning hvort einhver annar titill hefði verið meira við hæfi. Margir sakna Egils Helgasonar og Silfurs hans (prófkjörsvertíðinni, en Silfrið fer ekki í loftið fyrr en eftir þingsetningu 2. október. Egill er enn á Grikklandi þar hefur sinnt leiðsögn í sumar. í hjörð- inni, sem hann gætir þessa dagana, er fremstur ( flokki Guðmundur Bjarkarfaðir, formaður Rafiðn- aðarsambandsins. Á dögunum komu þeir við á veitingahúsi þar sem um hátalarakerfið hrfsl- uðust angurværir tónar úr barka Bjarkar. Guð- mundi þótti það gott að heyra og útskýrði fyrir þjóninum að þar syngi dóttir sín. „Ókei," svar- aði hinn gríski þjónn og fór að raða servíettum. ,Leonardo DiCaprlo var hér í gærkvöldi." andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.