blaðið - 15.09.2006, Side 21

blaðið - 15.09.2006, Side 21
blaðið FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 21 „Ég mun sakna pess að sitja ekki inn á Alþingi þegar mikið liggur við og taka þátt í umræðunni. Ég mun sakna alls þessa góðafólks og þeirrar yndislegu tilfinningar sem hríslast um mann þegar samstaðan er sem sterkust og allt gengur vel. Eftirsjáin verður mest eftir góðum samverustundum meðfrábæru fólki þar sem hjörtun slógu í takt." Margs að minnast, margs að sakna Það er stórt skref að taka fyrir stjórnmálamann að draga sig í hlé og margar ólíkar tilfinningar hljóta að bærast í brjósti Rannveigar Guðmundsdótturþessa dagana. Það verður ekki hjá því komist að spyrja hana hvers hún komi til með að sakna og hverju hún kvíði. „Ég viðurkenni það fúslega að það verða gífurleg umskipti fyrir mig að yfirgefa starfsvettvang sem hefur verið svona krefjandi og haft svona mikil áhrif á lífið allt. Stjórnmálin eru frek á líf þess sem helgar sig þeim. Þau taka allan tíma þinn og nær alla þina krafta. Þú þarft að vanda þig vel til þess að taka frá tíma og geta sett fjölskylduna í forgrunn,” segir Rannveig og bætir við: „Það er ákveðin hætta á því að stjórnmálamenn verði mjög sjálfhverfir og uppteknir af því sem þeir eru að fást við og það hefur ábyggilega komið fyrir mig líkt og flesta aðra. Auðvitað mun ég sakna alls þessa umhverfis. Ég mun sakna þess að sitja ekki inni á Alþingi þegar mikið liggur við og taka þátt í umræðunni. Eg mun sakna alls þessagóðafólks ogþeirraryndislegu tilfinningar sem hríslast um mann þegar samstaðan er sem sterkust og allt gengur vel. Eftirsjáin verður mest eftir góðum samverustundum með frábæru fólki þar sem hjörtun slógu í takt.“ Nýr kafli og ný tækifæri Það er mörgum ráðgáta hvernig þingmönnum tekst að samþætta sitt erilsama starf hefðbundu fjölskyldulifi og mönnum ferst það verkefni misjafnlega vel úr hendi. Rannveig segist hafa notið þeirrar gæfu að hafa ávallt notið góðs stuðnings heima fyrir. „Ég er ákaflega heppin kona. Ég er kona sem fór út í stjórnmál af mikilli alvöru og ég á mann sem studdi mig heilshugar í öllum þeim störfum. Maðurinn minn hefur ávallt verið stoltur af minni pólitísku þátttöku og hann hefur alla tíð látið mig finna að það skipti máli að ég sé í stjórnmálum og hefur alltaf verið tiíbúinn til þess að gera hvað sem er til þess að gera þessa þátttöku eins auðvelda fyrir mig og fjölskylduna eins og kostur er. Það er ómetanlegt og ég hef alltaf verið meðvituð um það hversu mikill lukkunnar pamfíll ég er að hafa slíkan mann mér við hlið. Það er honum að þakka að ég hef getað notið þess til fulls að leggja mitt af mörkum." A næstu misserum munu spennandi tímar fara í hönd hjá Rannveigu og segist hún ekki óttast að verða verkefnalaus þó hún kveðji sviðsljósið. „Ég hef alltaf verið viss um að ef það yrðu breytingar í mínu lífi þá tæki við nýr kafli. Nú mun taka við hjá mér skemmtilegur kafli þar sem ég verð frjáls og óbundin. Ég mun halda áfram að vinna að einhverjum verkefnum á hinu pólitíska sviði. Ég er sannfærð um að flokkurinn minn mun fela mér einhver verkefni og nýta mína krafta eftir að mínum tima á Alþingi lýkur. Ég er mjög lánsöm í einkalífinu, ég á þrjú heilbrigð börn og sex yndisleg barnabörn. Ég mun setja það í forgang að verja tíma með þeim. Við hjónin höfum einnig mikið yndi af því að ferðast um fsland og á sumrin höfum við lagt mikla áherslu á að skoða landið okkar. Við berum mikla virðingu fyrir þvi stórbrotna landi sem við eigum og okkur hefur þótt stórkostlegt að fá að njóta þess. Mín bíða því mörg spennandi hugðarefni sem ég hlakka til að sinna. Þetta voru góð ár í pólitíkinni en nú tekur við nýr kafli með nýjum tækifærum,“ segir Rannveig að lokum og hlakkar til komandi tíma og nýrra verkefna. hilma@bladid.net Lánsöm í einkalífinu „Ég erkona sem fór út istjórnmál afmikilli alvöru og ég á mann sem studdi mig heilshugar í öllum þeim störfum." ' Biatnn/Frikki Glæsileg undirstaða á stofuna, eldhúsið eða svefnherbergið, allstaðar þar sem fólki á að líða vel. GÓLFBUNAÐUR KJARANEHF • SlÐUMÚL114 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5510 • kjaran.is OPIÐ VIRKA DAGAKL.8-18. ífedbo M ARMOLEUM Undirstaða að vel heppnaðri hönnun fyrir hús oy heimili.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.