blaðið - 15.09.2006, Page 24

blaðið - 15.09.2006, Page 24
Þurrkaðar kryddjurtir Kryddjurtir eru mikið notaðar í alls kyns eldamennsku enda gefa þær sterkt bragð og Ijúffengan ilm. Það er hægt að velja á milli þurrkaðra jurta eða ferskra en munurinn á milli þeirra er þó töluverður. Bragð þurrkaðra kryddjurta er sterkara og því er hægt að nota þær í stað ferskra, í hlutfallinu einn á móti þremur. Frábært er að nota þurrkaðar kryddjurtir í eldamennsku og sérstaklega er gott að geyma þær þar sem þær geymast í lengri tíma. Hins vegar hafa þær ekki sama hreina bragðið og ferskar kryddjurtir. Huga þarf að því að þurrkaðar krydd- jurtir séu ferskar en það má sjá á litarhaftinu og lyktinni. Þurrkaðar kryddjurtir ættu að vera grænar að lit og ef þær eru muldar niður á ilmurinn að vera sterkur. Geymið ávallt þurrkaðar kryddjurtir í loft- tæmdum umbúðum fjarri hita og Ijósi. Ómissandi Enskar jólakökur eru ómissandi á sumum heimilum en þær þarf að baka nokkrum mánuðum fyrirjól. matur matur@bladid.net Háður kaffi Það er auðveldlega hægt að verða háður kaffi með þvi að drekka tvo til þrjá kaffibolla á dag. Það er því ekki vist að kaffiunnendur átti sig á að andlega upp- örvunin sem kaffið virðist veita hefur í raun þau áhrif að koma i veg fyrir óþægiieg fráhvarfseinkenni. 24 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 Ensk jólakaka Þrátt fyrir að enn sé langt til jóla er nauðsynlegt að huga að einum þætti í jólaundir- búningnum nú þegar. Enskar jólakökur eru ómissandi hluti jólanna á sumum heimilum en þær þarf að baka nokkrum mánuöum fyrir jól. Ensku kökurnar eru allt í senn góm- sætar, freistandi og Ijúffengar enda einhver ástæða fyrir vinsældum þeirra. Enskar jólakökur er venjulega bakaðar í október eða nóvember þrátt fyrir að þær séu ekki borðaðar fyrr en í desember. Ástæðan er sú að til að þær fái þetta einstaka bragð sitt þarf að geyma þær í nokkra mánuði. Það er því ekki vitlaust að fara að huga að ensku jólakökunni svo hún verði tilbúin í tíma. blaðið Ferskt og gott Það er töluverður munur á þurrk- uðum og ferskum kryddjurtum Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórn- arskóla Reykjavíkur, hefur staðið í ströngu þessa dagana með nemendum sín- um enda er berjatíðin í hámarki. „Við erum búin að fara í berjamó og við tíndum hátt í 8o lítra af kræki- berjum. Sjálf fór ég að tína ber í Sel- vogi en berin þar voru stór og fín. Ég sá hins vegar ekkert af bláberjum en það var mjög mikið af krækiberjum. Ég fer með nemendur mína í berja- mó á hverju ári. Þetta er liður í nám- inu því þeir læra að búa til hlaup, sultur, saft og annað slíkt. Við búum til krækiberjahlaup, krækiberjasaft, rifsberjahlaup og rabarbarasultu. Eins búum við til rabarbara- og jarð- arberjasultu sem er yndislega bragð- góð og falleg á litinn. Hún er búin til með því að sjóða rabarbarasultu á hefðbundinn hátt en síðari hálftím- ann eru frosin jarðarber sett út í.“ Berjavín gæti breyst í eitur Margrét segist hafa einstaklega gaman af því að gera sultur og hlaup auk þess sem þær bragðist miklu betur en þær sem eru keypt- ar í búðum. „Það er ógurlega mikill munur á þessu tvennu. Þó sultur sem eru keyptar úti í búð séu ansi góðar þá eru heimalagaðar sultur alltaf svolítið öðruvísi og betri. Ég kann hins vegar ekki að gera berjavín. Ég myndi aldrei þora að gera svoleiðis, ég væri svo hrædd um að ég dytti niður dauð ef það yrði eitthvert eit- ur úr því,“ segir Margrét og hlær. „Það er eitt sem þarf að taka fram varðandi rifsberin og það er að stilk- arnir og grænu berin verða að vera með. Margir halda að það eigi að hreinsa þá af en þeir og grænu ber- in verða að vera með annars hleyp- ur blandan ekki. Hleypiefnið er í stilkunum og grænu berjunum og það verður því að vera með því ann- ars verður þetta rifsberjasaft í stað hlaups.“ Meiri sykur í stað rotvarnarefna Aðspurð hvort ungt fólk búi til sínar eigin sultur segir Margrét að henni finnist sem það þyki smart og náttúrlegt hjá ungu fólki. „Þetta er vitanlega ómenguð vara og eitt- hvað sem þau gera sjálf. Þegar ég fór í berjamó í Selvoginn þá sá ég mikið af fólki og mér fannst það vera á öll- um aldri, fullorðið fólk og ungt fólk,“ segir Margrét og bætir við að svo sé vitanlega hægt að búa til reyniberja- hlaup sem er mjög gott með villibráð- inni. „En það þarf alltaf að bíða eftir frosti áður en reyniberin eru tínd því þau þurfa að frjósa. Það er hægt að ná þeim niður með hrífu og setja síðan í poka ofan í frystikistu." Sam- kvæmt Margréti geymast sulturnar og hlaupin langt fram á næsta haust og vel það. „Við notum frekar meiri sykur en rotvarnarefni því sykurinn er rotvörn. Það skiptir ekki máli þótt það sé mikill sykur i þessu því það er ekkert verið að borða sultur eða hlaup í miklu magni, þetta er bara í teskeiða- tali,“ segir Margrét sem féllst góðfús- lega á að gefa lesendum Blaðsins tvær berjauppskriftir. Krækiberjahlaup • Krækiber • Melanín • 750 gr sykur Berin eru pressuð og úr þeim er gert saft. Síðan má fara eftir leiðbein- ingunum á pökkunum af Melaníni. Um það bil einn lítri af saft er soðinn upp og út í hann fer eitt bréf af Melan- íni. Það er soðið í eina mínútu og lát- ið leysast alveg upp. Út í það fara 750 grömm af sykri og það er soðið í eina mínútu. Hlaupið er sett á krukkur og látið kólna. Hlaupið er tilbúið daginn eftir. Rifsberjahlaup • 1 kg rifsber • 1 kg sykur Eitt kíló af rifsberum er skolað vel, gleymið ekki að hafa grænu ber- in og stilkana með. Rifsberin eru sett í pott ásamt 1 kílói af sykri. Hrært er í blöndunni þar til suðan kemur upp en þó þarf að varast að hita blönduna of hratt svo hún brenni ekki. Blandan er látin sjóða í 7-10 mínútur í mesta lagi. Potturinn er tekinn af hellunni og blöndunni er leyft að setjast til og jafna sig. Best er að færa hratið frá með spaða. Þá flæðir tær vökvinn til hliðar. Hann er tekinn með ausu og hellt í sigti og þaðan í skál. Best er að nota skál sem hægt er að nota til að hella hlaupinu beint á krukkur. Þegar hratið er tekið í restina er það pressað vel og sett í krukku. Hratið er óhreint og ljótt hlaup sem hentar prýðilega í alls kyns matargerð, svo sem í sósur, með villibráð og í rauð- kál. Áður en hlaupið er sett í krukk- urnar þarf að þvo þær og baka þær inni í 120 gráðu heitum bakaraofni. Þetta er gert því hlaupið er mjög heitt og krukkurnar gætu sprungið ef hlaupinu er hellt í kaldar krukkur. svana@bladid. net Hollur matur allan da Endalaust dynur á almenningi hvað hann á að borða til að halda heilsunni en upplýsingarnar geta verið misvísandi. Til að halda utan um hvað sé best að borða er auðvelt að skrifa vörurnar á lista og hafa hann alltaf með sér. Samkvæmt sér- fræðingum á Mayo-læknisstöðinni í Bandaríkjunum eru ákveðin mat- væli sem flestir ættu að borða reglulega. Ástæð- an fyrir því er að þessi matvæli eru sérstak- lega holl og heilsu- ; samleg. Epli eru tilaðmynda gott nasl með lágu kóleste- róli. Hnetur eru uppfullar af næringar- efnum, eins og trefj- um, vítamínum, magnesíum og járni auk þess sem gott er að narta í hnetur þegar fólk er á ferðinni. Bláber gegn sykursýki Það ervelþekkt að brokkólí er r í k t af efnum sem geta komið í veg fyrir sykur- sýki, hjartasjúkdóma og einhverjar tegundir krabbameina en færri vita að það sama á við um bláber. Rauðar baunir og lax eru próteinrík en spínat og sætar kartöflur eru ríkar af ákveðnum vítamínum. Grænmetissafar, sérstaklega þeir sem innihalda tómata, eru góð uppspretta þráavarnarefna sem eru talin vera vörn gegn krabbameini. Að endinguráðleggja læknarnir á Mayo öllum að neyta reglulega hveitikíms sem er fullt af alls kynsstein- efnum. mn í berjamó árlega Margrét Sigfús- dóttir: „Ég fer með nemendur mína í berjamó á hverju ári, þetta er liður í nám- inu því þeir læra að búa til hlaup, sultur, saft og annað slíkt." Mynd/Golli

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.