blaðið - 15.09.2006, Síða 26

blaðið - 15.09.2006, Síða 26
 26 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 blaðið veiði veidi@bladid.net Munum eftir skothylkjunum Göngum vel um landið og skíljum ekki tóm skothylki eftir í náttúrunni. Benelli jra abyrgð á ollum nyjum byssum 12-ga.3 1/2” Dreifing: Hólmsslóð 1 ■ 101 Reykiavik • Sími 562-0095/838-4047 • www.veidihusid.is Veiðiportið UTSALA! 10-70% Afsláttur Af öllum vörum! Veiðiportið Grandagarði 3. Sími:552-9940 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ * A A A A A A A A Göbbuð með sextiu gervigæsum Heiðagæsin komin í tún Góð gæsaveiði hefur verið síðustu vikur fyrir norðan og reyndar víðar um land- ið. Undirritaður skrapp í gæsaveiði í Skagafjörð um síðustu helgiásamtUnnsteini Guðmundssyni frá Grundarfirði. Fyrst var byrjað í Hrútafirði áður en haldið var norðar. Um 60 gervigæsum var stillt upp samkvæmt venjunni. Sunnan hvass- viðri með úrhellis rigningu gerði þennan morgun leiðinlegan en þeg- ar fyrsti gæsa hópurinn kom inn til lendingar breyttist allt. Allt voru það heiðagæsir og stuttu síðar komu þrír hópar inn eða í kringum 150 fugl- ar. Lentu hóparnir allir á öðru túni skammt frá okkur og því var farið í skrið. Fimm gæsir voru felldar og all- ur hópurinn hvarf aftur til fjalla og fram til klukkan níu urðum við ekki varir við fugl. Metveiði í morgunflugi Gamanið stóð stutt yfir og var þá tekið saman og brunað norður í Skagafjörð þar sem Magnús Hinriks- son og Steinar Pétursson, sem betur eru þekktir fyrir lundaveiðiskap, biðu okkar með plan fyrir sunnu- dagsmorguninn. Við vissum að sama morgun var veitt á túninu sem Magnús og Stein- ar höfðu leyfi-fyrir og það var spurn- ing hvort þeir veiðimenn myndu fá einhvern fugl þann daginn. Þegar nær dró Varmahlíð hringdi Magnús og tilkynnti okkur að aðeins einn veiðimaður hefði verið í túninu um morguninn en sá hefði aldeilis veitt því fyrir klukkan átta um morgun- inn lágu 30 gæsir i valnum og skytt- an þurfti að fara í bílinn til að skipta um föt eftir vosbúðina í skurðinum. Styttan hætti veiðum rúmlega tíu og endaði í 50 gæsum, þar af voru 16 heiðagæsir. Við þessar fréttir fauk vonin um góða veiði næsta dag með sunnan hvassviðrinu. Stillt upp fyrir birtingu En Magnús og Steinar voru bjart- sýnir og ákveðið var að halda stefn- unni og ræsa klukkan 03.30. Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari slóst í hópinn vopnaður haglabyssu og myndavél. Skurðurinn við túnið var djúpur og víður en veðrið það besta til gæsaveiða. Strekkings vindur og skýjað. Um 80 gervigæsum var kom- ið fyrir á túnið og útbúið hæfilegt lendingarpláss fyrir gæsina fyrir miðju. í birtingu kom góður hóp- ur af heiðagæsum inn og í þvílíku dauðafæri með tilheyrandi hávaða að unun var að fylgjast með. 1 tvo til þrjá tíma með hæfilegu millibili komu fleiri hópar inn til lendingar, bæði heiðagæs og grágæs. Það kom okkur á óvart hversu mikið af fugli kom inn á túnið eftir veiði gærdags- ins. Strákarnir skutu á hópana sam- stilltir og allt gekk vel. Sáttir með 28 gæsir Klukkan tæplega tíu var pakkað saman og farið í kaffi. Við náðum að fella 28 gæsir og tvær endur, þar af voru 21 heiðagæs. Gísli náði góð- um myndum og við félagarnir vor- um vel sáttir við góðan morgun og ágæta veiði. Við tókum eftir því að gæsirnar voru orðnar varkárar og létu ekki gabba sig aftur og aftur. Því var ákveðið að hætta og hvíla túnið fyrir næstu veiðimenn. Á heimleiðinni sáum við mikið af gæs- um á flugi og allstaðar var verið að reka fé í réttirnar í Skagafirði. Það var vinalegt að mæta smalamönnun- um sem ráku féð á undan sér. Haust- ið er skollið á og nú bíða veiðimenn eftir kornskurðinum sem verður víða um landið seinni part septemb- ermánaðar sem er í seinna lagi mið- að við síðustu ár. Þá fyrst hefst hin eiginlega gæsaveiði að hausti. Róbert Schmidt Sæsteinsuga leggst á sjóbirting Siðsumars bárust fréttir af ein- kennilegum sárum á sjóbirtingum sem veiddust í Kúðafljóti í Vestur- Skaftafellssýslu. Fiskarnir voru yfir- leitt með eitt eða tvö djúp hringlaga sár á kviði. Sjúkdóma- og vefjarann- sókn á Rannsóknadeild fisksjúk- dóma að Keldum leiddi í ljós að ekki væri um neinn þekktan fisksjúk- dóm að ræða. Það þótti renna stoð- um undir þá tilgátu að um för eftir sæsteinsugu væri að ræða en hún lif- ir sníkjulífi á heilbrigðum fiskum. Sérfræðingar Veiðimálastofnun- ar báru myndir af sárunum undir sérfræðing frá Bandaríkjunum sem hefur rannsakað sæsteinsugu og var hann sammála um að hún væri söku- dólgurinn. Sogmunnur sæsteinsugu Sæstein- suga iifir sníkjulífi á fiskum. Fleiri tilfelli Sár af völdum sæsteinsugu hafa ekki áður greinst í löxum hér við land en veiðimenn við Kúðafljót hafa tjáð starfsmönnum Veiðimála- stofnunar að þeir hafi áður séð slík för en aldrei í slíkum mæli sem nú. Magnús Jóhannsson, deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ekki sé vitað hvað valdi þessari aukningu nú. „Við höfum kallað eftir viðbrögð- um manna og þau eru þegar farin að berast," segir Magnús og bætir við að hann hafi heyrt um slíkt tilfelli í Tungufljóti fyrir tveimur árum. Búin að nema land? Sæsteinsuga hefur fundist nokkr- um sinnum hér við land en hefur fram að þessu verið talin flækingur. Magnús segir að stóra spurningin sé því hvort hún sé farin að nema hér land. „Ég veit ekki hvort það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu en það er ástæða til að fylgjast vel með.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.