blaðið

Ulloq

blaðið - 15.09.2006, Qupperneq 30

blaðið - 15.09.2006, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 blaðið tonlist@bladid.net „Sítt hár er óafsakanlegur glæpur sem refsa ætti fyrir með dauða.“ Morrissey Styttist í lceland Airwaves Apparat Organ Kvartet í Hafnarhúsinu Listasafn Reykjavikur verður nýtt enn frekaríár. Röðunum útrýmt Miðasala á Iceland Airwa- ves-hátíðina hefst í dag í verslunum Skífunnar og BT. Um 180 listamenn og hljómsveitir koma fram á hátíð- inni sem sjaldan eða aldrei hefur litið eins vel út og í ár. Heimsþekktar sveit- ir á borð við Kaiser Chiefs, The Go! Team, We Are Scientists og Wolf Para- de koma fram á hátíðinni ásamt fjöl- mörgum íslenskum sveitum á borð við Mínus, Dr. Spock og JeffWho? Miðasala hófst erlendis í sumar og hefur að sögn Eldars Ástþórsson- ar, kynningarfulltrúa hátíðarinnar, gengið mjög vel. „Miðasala hefur gengið betur en í fyrra. Af fyrri reynslu að dæma virðast flestir mið- ar vera að seljast í Bandaríkjunum og í Bretlandi en miðar seljast nú í aukn- um mæli í Skandinavíu, Þýskalandi og Frakklandi." Töluverð óánægja var meðal tón- leikagesta í fyrra vegna raða sem mynduðust fyrir utan helstu tón- leika hátíðarinnar. Eldar segir skipu- leggjendur hafa gert ráðstafanir og að reynt verði að útrýma röðunum í ár. „Við erum búnir að grípa til að- gerða,“ segir Eldar. „Miðum hefur verið fækkað miðað við í fyrra og ein- um tónleikastað, Iðnó, verið bætt við.“ Eldar bætir við að nokkur stærstu nöfn hátíðarinnar muni koma fram á sama tíma á mismunandi stöðum og að dagskráin í Listasafni Reykjavíkur, sem er stærsti tónleikastaður hátíðar- innar, verði efld. „Það má samt bæta við að auðvitað getur komið upp sú staða að raðir myndist.“ Dagskrá hátíðarinnar verður birt á heimasíðu Icelandair og á síðu hátíð- arinnar, www.icelandairwaves.com, á næstunni. Miðaverð á hátíðina er 6.900 krónur auk miðagjalds og ald- urstakmark er 20 ár. atli@bladid.net Þreytandi hressleiki Ef einhver segði mér að hljóm- sveitirnár Yeah Yeah Yeah’s og Arcade Fire hefðu eignast barn á laun og enginn vissi hvar það héldi sig myndi ég segja barnið halda sig í Svíþjóð. Þá myndi ég bæta við að barnið braggaðist vel og kallaði sig Love is All. Nine Times That Same Song er fjandi fín plata. Ég hafði ekki kynnt mér plötuna fyrr en ég sá sveitina á lista yfir hljómsveitir lceland Airwaves-hátíðarinnar og var hún það góð að ég sá eftir því að hafa beðið. Söngkona sveitar- innar, Josephine Olauson, hljómar virkilega skemmtilega þó maður þreytist smá á hressleikanum. Trommarinn á einnig góða takta og „Arcade Fire-lega“ viðlagið í laginu Ageing Had Never Been His Friend kemur skemmtilega á óvart. Rússíbanareið Wolf Parade er hluti af tónlistar- bylgju sem kennd er við borgina Montreal í Kanada. Aðrar hljóm- sveitir sem tilheyra bylgjunni eru hin frábæra Arcade Fire og Islands, sem ásamt Wolf Parade kemur fram á lceland Airwaves-há- tíðinni í ár. Apologies to Queen Mary var ein af allra bestu plötum síðasta árs. Það var ekki að ástæðulausu þar sem platan er í senn frumleg, hrá og snjöll. Melódíurnar eru flottar og tilfinningaríkar en detta sem betur fer aldrei í væmni og viðhalda alltaf vissu „kúli“. Þá er söngurinn virkilega góður, text- arnir skemmtilegir og allur hljómur, sérstaklega á trommunum, framúr- skarandi skemmtilegur. Wolf Parade er hljómsveit sem hljómar frábærlega á plasti en Wolf Parade Apologies to Queen Mary Á Airwaves: Fös. á Gauknum kl. 00.00 IA ; 7 * í 1 Éi!\ 11 1 í ,r. • Ekkert sem ★★★★★ vert er að nefna. gefur enn betri fyrirheit um að hljóma æðislega á tónleikum. Ef tónleikarnir með sveitinni eru sú rússíbanareið sem þessi plata býður upp á mun ég sjást stíga villtan dans uppi við sviðið í október. Love is All Nine Times That Same Song Á Airwaves: Fim. á Masa kl. 00.00 Á heildina litið er platan mjög fín. Hressleikinn á það til að draga hana svolítið niður og áhrifavald- arnir eru stundum of augljósir en útkoman er engu að síður flott indípopp sem kemur manni í gott skap. viðtalJ HUNDELTIR AF 0 GRUPPUM NÝTT BLAD KOMID ÚT! 'edru I _1 ÁSTARVIMU! Helstu jaðartónleikastaðir borg- arinnar, Grand rokk og Gaukur á stöng, hafa verið lokaðir í sumar, hljóm- sveitum og tón- leikagestum til mik- illar mæðu. Hallærið hefur skapað grundvöll fyrir tónleikahald á Café Amster- dam, en áður fyrr tróðu aðeins svokallaðar pöbbahljómsveitir upp á staðnum. Nú virðist vera að rofa til hjá rokkurum því sögur af nýjum tónleikastað í Reykjavík verða háværari með hverjum deg- inum. Staðurinn ku vera svipaður af stærð og gerð og Grand rokk, sem úthýsti rokkinu nýlega og varð sportbar. Ekki er vitað hver stendur að baki staðnum og mikil leynd hvílir yfir staðsetningu hans. Lítið hefur heyrst frá hljómsveit- inni Jan Mayen í sumar en sveitin ku stefna á útgáfu þröng- skífu á næstunni Fyrsta útgáfa sveitarinnar var einmitt sex laga þröngskífa sem vakti mikla athygli á sínum tíma en sú nýja mun væntanlega ekki vekja minni athygli. Fjölmiðlamaðurinn Kiddi Bigfoot var nýverið ráðinn yfirmaður út- varpsstöðvanna XFM og KissFM. XFM hefur frá stofnun verið í forystu meðal markhóps stöðv- arinnar en KissFM hefur ávallt orðið undir í baráttunni við FM957, sem hingað til hefur verið talið höfuð- vígi hnakkanna. Kunnugir segja Kidda ekki þurfa að taka til hendinni á XFM en margt þurfi að bæta á. KissFM og ýmissa breytinga sé að vænta. Rokkararnir í Brain Police gáfu í vikunni út plötuna Beyond the Wasteland, sem er þeirra þriðja breiðskífa. Ýmsum sögum fer af gæðum plötunnar og eru þær flestar afar jákvæðar. Snorri Sturlu- son, dagskrár- stjóri XFM, átti vart til orð til að lýsa snilldinni þegar Jónbi, trommari Brain Police, mætti í viðtal til hans á dögunum. Talaði hann um gríðarlegar fram- farir og að sveitin sé loksins farin að hljóma eins og hún á að gera. Nick Cave í Laugardalshöll Tónlistarmaðurinn, laga- og rithöfundurinn Nick Cave heldur tónleika í Laugardalshöll á morgun, laugardag. Uppselt er á tónleikana sem hefjast klukkan 20, en húsið verður opnað klukkutíma áður. Hr. örlygur, sem stendur að tón- leikunum, hvetur gesti til að mæta tímanlega því hér er um að ræða sitjandi tónleika og það tekur sinn tíma að vísa fólki til sætis. Nick Cave er maðal virtustu tónlistarmanna samtímans og á að baki tímamótaverk bæði einn síns liðs og með hljómsveitunum Birthday Party og The Bad Seeds. Hann hélt tvenna eftirminnilega tónleika hér á landi fyrir fjórum ár- um og var viðstaddur frumsýningu uppfærslu Vesturports á Woyzeck hérlendis í fyrra, en hann samdi tónlistina við verkið.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.