blaðið - 30.11.2006, Page 28
4 0 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006
blaöiö
Salin og Gospelkor
Nylega kom ut geislaplata og mynddiskur fra tonleikum Salar
innar hans Jóns míns og Gospelkórs Reykjavíkur sem haldnir
voru þann 15. september síðastliðinn. Af því tilefni verða
tónleikarnir endurteknir í Laugardalshöll í kvöld.
Jól með Mannakornum
Mannakorn leika lög af nýrri jólaplötu sinni „Jól með Mannakorn-
um“ í Bústaðakirkju í kvöld klukkan 20. Á plötunni leika þeir
félagar hugljúfar jólaperlur á lágstemmdan og rólegan hátt eins
og þeim ereinum lagið.
Jólatónleikar Frostrósa
Frostrósirnar halda tvenna tón-
leika í nýju Laugardalshöllinni
þriðjudaginn 5. desember klukkan
18 og 21 en þetta er einn stærsti tón-
listarviðburður sem fram hefur far-
ið hér á landi.
Söngkonurnar sem fram koma
eiga allar farsælan feril að baki og
eru í fremstu röð á sínu sviði. Þær
hafa selt fjölda platna og hlotið
ýmsar viðurkenningar fyrir söng
sinn í gegnum tíðina. Þær eru
Sissel Kyrkjebo, Patricia Bardon,
Eleftheria Arvanitaki og Eivör Páls-
dóttir. Fulltrúi okkar íslendinga er
Ragnhildur Gísladóttir og sérstakur
heiðursgestur verður breska divan
Petula Clark. Þá kemur Jóhann Frið-
geir Valdimarsson einnig fram sem
gestasöngvari.
Dívurnar verða ekki einar á svið-
inu því að einnig taka þátt í flutn-
ingnum karlakórinn Fóstbræður,
Drengjakór Reykjavíkur, sérstök
slagverkssveit, erlendir gestahljóð-
færaleikarar og 50 manna stórhljóm-
sveit Frostrósa sem er skipuð félög-
um úr Sinfóníuhljómsveit fslands og
nokkrum af fremstu tónlistarmönn-
um þjóðarinnar.
I tilefni af tónleikun-
um hefur Laugar
dalshöllin verið
færð í sérstak-
an jólabúning
og verða tón-
leikarnir því
einnig mikil
veisla fyrir
augað.
1
WWW.SVAR.IS
HD Ready
1366x768 Upplausn
1200:1 Skerpa
500 cd/m2 birtustig
8 ms Svartími
2x Scart tengi, 2x HDMI tengi
V-Real myndvél skilar betri mynd
JJ
f ready ]
napu
Spf($.ooo-
Panasonic 42” PA60 PLASMA Panasonic 42” PV60 PLASMA Panasonic 42” PV600 PIJ\SMA
852x480 upplausn / 10.000:1 skerpa
litafjöldl 29 mllljarðar / Real-Black Drive System
V-Real myndvél skllar betri mynd
1024x768 upplausn / 10.000:1 skerpa
litafjöldi 29 milljarðar / Real-Black Drive System
V-Real myndvél skilar betrl mynd
Fótur á mynd fylglr ekki
1024x768 upplausn / 10.000:1 skerpa
litafjöldl 29 milljarðar / Real-Black Drive System
V-Real myndvél skilar betri mynd / rauf fyrir SD
minniskort sýnir Ijósmyndir á sjónvarpinu
Mynd í mynd / Fótur á mynd fylgir ekki
TILBOÐ: 219.900-
TILBOÐ: 259.
TILBOÐ: 329.900
Panasonic HT 855 HEIMABIOKERFI Panasonic HT 545W HEIMABIOKERFI Panasonic DMR EH55 DVD
850 RMS Wött / Heimabiokerfi með dvd spílara utvarps
tuner og magnara / Dolby Pro Logic / DTS Decoder
Þráðlausir bakhátalarar / 660 RMS Wött
Heimabíokerfi meö dvd spilara, útvarps tuner og magnara
Dolby Pro Logic / DTS Decoder
Taktu upp sjónvarpsefni allt aö 284 klst á 160GB haröan
dlsk eða skrifaðu það á DVD disk
svan)
tækni
ALLAR NANARI UPPLYSINGAR A WWW.SVAR.IS - SIÐUMULA 37 - SIMI 510 6000
road
Hvað ertu
að hlusta á?
Gísli Marteinn Baldursson
borgarfulltrúi
Ég er að hlusta á jólaplötu Bagga-
lúts, Jól & blíðu, sem er alveg
gríðarlega góð. Þetta er blanda af
gömlum og nýjum lögum. Gömlu
lögin hafa heyrst of sjaldan. Þarna
er að finna perlur eins og Kósí-
heit par excellence og Söguna af
Jesúsi. Þær eru alveg frábærar
og gaman að rifja upp kynnin við
þær. Svo eru þarna ný lög eins og
Rjúpur þannig að ég er mjög hrif-
inn af þessu eins og fyrri verkum
þeirra drengja. Ég heyrði fyrst í
plötunni á heimasíðunni þeirra þar
sem er hægt að hlusta á sérstaka
„grenndarkynningu" sem er mjög
skemmtileg. Þar eru spiluð brot úr
lögunum og vísir að myndböndum
með þeim.
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
leikkona
Ég er algerlega fallin fyrir John
Myers þessa dagana og þá einkum
og sér í lagi live plötunni hans Try.
Þetta er einhver mest sexí tónlist
sem ég hef heyrt í mörg ár. John
Myers er ungur amerískur gítarleik-
ari og hann á hug minn um þessar
mundir. Þetta er bara einfalt gítar-
rokk og þó er ég ekki mikil rokk-
manneskja. Alla jafna er ég meira í
djassi og Ijúfum ballöðum en þessi
drengur er bara algert undur og býr
rokkið þannig út að ég get alveg
lamast yfir því. Hann er algert æði.
Guðmundur Steingrímsson
tónlistarmaður
Núna er ég búinn að vera að hlusta
mikið á breskt popp og rokk allt
frá stríðsárunum og upp úr. Það
var gleðskapur um daginn þar sem
þemað var Bretland og þá tók ég
mig til og fór í smánostalgíukast
af þessu tilefni, fór I gegnum plötu-
safnið mitt og setti inn á iPodinn.
Þetta var sérstaklega gaman og ég
hefði líklega ekki haft jafngaman af
þessu ef þemað hefði verið Amer-
íka og ég hefði þurft að hlaða niður
miklu af bandarísku iðnaðarrokki.
Ef ég lít yfir lengra tímabil hef ég
mjög mikið verið að hlusta á báðar
nýju plöturnar hans Morrisey. Hann
hefur sigrað hug minn og hjarta.