blaðið - 26.04.2007, Side 6

blaðið - 26.04.2007, Side 6
26 • VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL FIMMÍUDAGUR 26. APRÍL 2007 blaðiö Eftirlaunum frestað: Skipholti 17 - 105 Reykjavík Sími 588 - 4699 Fax 588 - 4696 www.öbaJs Það er ekki hlaupið að því að landa draumastarfinu. I fyrsta lagi þarf fólk að búa yfir öllum þeim kostum sem nauðsynlegir eru til starfsins og svo er einnig mikilvægt að fólk nái að vekja jákvæða athygli á sér. Það er einróma álit allra að besta leiðin til að vekja athygli á sér sé að státa af góðri ferilskrá. Það að gera góða fer- ilskrá er mikil list og víða um heim er boðið upp á námskeið sem kenna fólki að gera góða og vandaða feril- skrá. Flestir kannast við það að hafa setið sveittir yfir ferilskránni og hafa margir haft áhyggjur af því að setja inn hluti sem skipta engu máli fyrir tilvonandi vinnuveitendur. Bandaríska atvinnumiðlunin Care- erBuilders.com tók upp á því nýverið að kanna hver væru skelfilegustu mistökin sem fólk hefði gert varð- andi ferilskrána sína. Fyrirtækið Harris Interactive sem sérhæfir sig í framkvæmdum skoðanakannana fékk það verðuga verkefni að hringja í þúsundir ráðningarskrifstofa og af þeim rúmlega 2600 svörum sem bárust leyndust ýmsir gullmolar. Til þess að tryggja það að Islendingar í atvinnuleit geri ekki sömu mistök og Bandaríkjamennirnir verður hér látinn fylgja topp tíu listinn yfir heimskulegustu hlutina sem fólk setti í ferilskrárnar sínar. EB Einni ferilskránni fylgdi fal- legt handskrifað bréf frá móður viðkomandi. 0 Ein ferilskráin var prentuð á Ijós- bláan pappír með litlum böngsum prentuðum meðfram öllum köntum blaðsins. E2 Einn umsækjandi útskýrði þriggja mánaða eyðu í atvinnuferl- inum með því að hann hefði verið að jafna sig eftir andlát kattar síns. □ Annar umsækjandi tók fram að geta hans til að vinna á föstudögum, laugardögum og sunnudögum væri verulega skert þar sem þeir dagar væru „drykkjudagar“. m Ung stúlka í atvinnuleit lét fylgja mynd af sér í klappstýrubúningi. 0 Umslagið utan um eina feril- skrána skartaði fallegri handteikn- aðri mynd af bíl; það fylgdi með að bíllinn yrði gefinn þeim sem myndi ráða hann. B Einn umsækjandi taldi það meðal áhugamála sinna að sitja við árbakka um nætur og horfa á krókódíla. E2 Einum umsækjanda fannst það mikilvægt að taka það fram að systir sín hefði einu sinni unnið jarðarberjakappátskepþni. E2 Annar í atvinnuleit tók það skýrt fram að hann ynni mjög vel nakinn. C3 Einn reyndi að afsaka sakaferil- inn með orðunum: „Við stálum svíni en það var mjög lítið svín.“ Vonandi hefur engum hér heima dottið í hug að setja eitthvað jafn heimskulegt og þetta í ferilskrána sína. Ef svo er þá er hinum sömu bent á að kynna sér afbragðs- námskeið sem eru í boði um ferilskrárgerð. Unnið fram í rauðan dauðann HVAÐ GERIR ÞÚ VIÐ ÚRELD SKJÖL OG TRÚNAÐARGÖGN? Vlð seljum hlna viðurkenndu TAROS pappfrstætara €ttc E. Arnar ehf. John er einungis eitt dæmi af mjög mörgum um löggilta eldri borgara sem kjósa að vinna áfram eftir að eftirlaunaaldri er náð. Fyrir tíu árum voru um tuttugu prósent allra Bandaríkjamanna yfir sextugu enn að störfum en nú er þessi tala komin upp í 25 prósent. Nýlegar kannanir hafa gefið til kynna að þessi tala muni hækka því 38 prósent eldri starfs- manna á vinnumarkaðnum í Bandaríkjunum hyggjast vinna eitthvað áfram eftir að eftirlauna- aldri er náð. Leora Friedberg, hagfræðipró- fessor við Virginiu-háskóla, segir að þessi þróun sé alger viðsnún- ingur frá því sem áður var en þá reyndi fólk að setjast í helgan stein eins fljótt og auðið var. Hún segir að þessa þróun sé hægt að rekja til hærri kostnaðar við heilbrigðisþjón- ustu en enn fremur til þess að fólk hreinlega lifir lengur og er vinnu- fært mun lengur en áður þekktist. í ljósi nýlegra eftirlaunareglu- gerða í Bandaríkjunum er líklegt að þessi þróun muni halda áfram því nú geta eldri borgarar þegið eftirlaunagreiðslur þrátt fyrir að þeir séu enn að störfum. Fram að því áttu eldri borgarar ekki rétt á neinum opinberum greiðslum fyrr en þeir væru alveg farnir af vinnumarkaðnum. Það er engin spurning að fyrirtæki geta hagnast gríðarlega á því að nota starfsfólk sitt eins lengi og kostur er. Eldra starfsfólk býr yfir mikilvægri starfsreynslu sem oft er vont að missa úr fyrirtækjunum. Láttu ekki aðra komast í pappírana þína! Við erum reynsluboltar þegar kemur að vali á pappírstæturum. Leitaðu ráðgjáfar hjá okkur um tætara sem myndi henta þínu fyrirtæki. 1. Setur í geymslu með gömlu dóti ? 2. Hendir þeim í ruslið ? 3. Fargar þeim á hagkvæman og vistlegan hátt ? Öflugur búnaður sem þú getur treyst! Snjallt að hafa við Ijósritunarvélina TAROS 60.20 ♦ Þægileg vinnuhæö ♦ Innibyggöur skjalaháldari ♦ Breidd ops: 40,5cm ♦ Hæö: 102cm ♦ Geymslurýml: 130lítar ♦Tekur pappírklemmur, geisladisíca, og plastkort ÖRYCGI FYRIR FYRIRTÆKIÐ Atvinnumarkaðurinn er síbreyti- legur. Einmitt þegar margir á miðjum aldri eru farnir að láta sig dreyma um að geta sest snemma í helgan stein er sú þróun að eiga sér stað að fólk er í síauknum mæli að vinna fram yfir eftirlaunaald- urinn. Þessi þróun er sérstaklega áberandi í Bandaríkjunum þar sem fjölmörg dæmi eru um að eldri starfsmenn séu að nýta sér sérstaka starfslokasamninga þar sem vinnutími þeirra er smám saman minnkaður í stað þess að fólk hætti algjörlega um leið og eft- irlaunaaldri er náð. Hinn 73 ára gamli John Sayles í Iowa-fylki er lýsandi dæmi um þessa þróun. Hann hefur starfað hjá sama fyrirtæki í ríflega 40 ár og hann er enn ekki reiðubúinn að setjast í helgan stein. „Ég er hrein- lega að skemmta mér of vel til að hætta.“ Vinnuveitendur Johns buðu honum starfslokasamning sem gerði ráð fyrir því að vinnutími hans yrði smám saman skorinn niður. Þegar hann var 69 ára og hefði átt að vera búinn að vera á ellilífeyri í fjögur ár, eftirlauna- aldur í Bandaríkjunum er 65 ára, minnkaði hann vinnu sína niður í fjögurra daga vinnuviku. Núna vinnur hann einn dag í viku og er hæstánægður með það. Ungur í anda Sumir eldri borgarar vilja vinna eftir 67 ára aldur. Náðu figídMl GfláD í sumar! “Ég sexfaldaði lestrarhraða minn á 3 vikum! Frábært!” Guðjón Bergmann, 34 ára rithöfundur, f yrirlesari og jógakennari, “Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu prófunum.” Jökull Torfason, 15 ára nemi. “Þetta mun nýtast mér alla ævi.” Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi. “Snilldarnámskeið..kom skemmtilega á óvart hversu miklum hraða ég náði.” Guðbjörg Jónsdóttir, 40 ára Framhaldsskólakennari. “...á eftir að spara mér hellings tíma af námsbókalestri.” Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari. “Loksins sé ég fram á það að geta klárað lesbækur fyrir próf” Elín Björk Jónsdóttir, 15 ára nemi. Skráning á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.