blaðið - 26.04.2007, Qupperneq 8

blaðið - 26.04.2007, Qupperneq 8
28 • VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 blaðiö Te og kaffi: Ferskleikinn í fyrirrúmi Te og kaffi hefur verið starfrækt frá árinu 1984 og verið leiðandi fyrirtæki á íslenska kaffimarkaðnum. Strangt gæðaeftirlit hjá fyrirtækinu í öllu vinnsluferli kaffibaunanna tryggir gæði sem kaffiunnendur á íslandi geta treyst. Brennsla og geymsluþol kaffisins eru mikilvægir þættir til þess að kaffið bragðist vel og haldi ferskleika sínum alla leið til neytand- ans. Te og kaffi fylgist vel með tækni- nýjungum sem fram koma varðandi vinnslu og geymslu á kaffi til þess að bjóða viðskiptavinum sínum besta kaffi sem völ er á. Til að tryggja fersk- leika, bragð og geymsluþol sem best hefur fyrirtækið nú tekið í notkun nýjan ítalskan brennsluofn og pökk- unarvél af nýjustu og fullkomnustu gerð. Með nýrri tækni við ristun aukast gæði brennslunnar enn frekar því að hægt er að stjórna brennslunni á mismunandi tegundum kaffibauna af mjög mikilli nákvæmni og tryggja jafna og stöðuga brennslu ásamt því að draga enn betur fram sérkenni og keim hverrar kaffitegundar. Til að fullkomna ferskleikann er öllu kaffinu frá Te & kaffi síðan pakkað strax eftir ristun í umbúðir með einstreymisventli. Þessar fullkomnu vinnsluaðferðir tryggja enn betur ferskleika og bragð. Te og kaffi velur bestu kaffiteg- undir frá hverju landi fyrir sig og eru þær smakkaðar af okkar þaul- vönu kaffisérfræðingum til þess að tryggja gæði og gott bragð. Til gamans má geta þess að ný- lega fór fram Islandsmeistaramót í kaffismökkun. Árni Ragnarsson, keppa fyrir hönd íslands á heims- brennslumeistari hjá Te og kaffi, meistaramótinu sem haldið verður var sigurvegari keppninnar og mun í Belgíu í vor. 1500 manns missa vinnuna Japanski bílaframleiðandinn Nissan tilkynnti á dögunum að fyrirtækið hyggist leggja niður um 1500 störf innan árs. Starfs- mönnum fyrirtækisins sem hafa náð 45 ára aldri, hafa starfað hjá fyrirtækinu í meira en fimm ár og eru ekki í stjórnunarstöðu stendur til boða að hætta að vinna hjá fyrirtækinu með sérstökum starfslokasamningi sem mun gera starfsfólkinu kleift að setjast snemma í helgan stein. Nissan lagði nýverið niður 775 störf í Bandaríkjunum með svipuðum hætti og því er líklegt að áætla að þessi leið hafi gefist vel. Nissan er þriðji stærsti bíla- framleiðandi Japans en hörð samkeppni á innanlandsmark- aði hefur gert það að verkum að hagnaður fyrirtækisins hefur farið minnkandi. 1 febrúar síðast- liðnum breytti fyrirtækið hagn- aðarspám sínum og er áætlaður hagnaður um 12 prósentum lægri en upphaflega var áætlað. Til þess að blása lífi í innan- landssölu Nissan hefur fyrirtækið ákveðið að setja á markaðinn ellefu nýjar eða endurbættar bif- reiðar, og með þessu er reiknað með að það takmark fyrirtækis- ins að selja 4,2 milljónir bifreiða náist fyrir árið 2009. á laugardögum Auglýsingasíminn er 510 3744 J ÖRUGGA SAFNIÐ 16,1%ávöxtun Stöðug ávöxtun, lágmarkssveiflur, lítil áhætta. • 75% skuldabréf • 25% hlutabréf Hversu hátt stefnir þú? Þrjú fjárfestingarsöfn - þrjár mismunandi leiðir Hægt er að fjárfesta f ákveðinni leið eða vera í reglulegri áskrift. Allar ávöxtunartölur eru miöaöar viö áriö 2006. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun I framtfö. Gengi veröbréfa getúr hækkaö jafnt sem lækkaö. Kaup í þessum söfnum, sem sérfræðingar SPRON Verðbréfa hafa sett saman, miðast við að keypt sé fyrir lágmark 20.000 kr. Miðað er við 5 milljóna kr. lágmark í Virkri sjóðastýringu. Stýringin felst í því að viðskiptavinur gefur sérfræðingum SPRON Verðbréfa heimild til þess að fjárfesta í verðbréfasjóðum eftir fyrirfram ákveðinni samsetningu sem kemur fram í vali á sjóðasafni. Netbankinn Netbankinn býöur viðskiptavinum sínum veröbréfaþjónustu og ráðgjöf í samstarfi við SPRON Verðbréf. Þú sækir um rafrænt á www.nb.is. 'spron Vegmúla 2-108 Reykjavík - 550 1310 - verdbref@spron.is www.spronverdbref.is - www.spron.is eða í næsta útibúi SPRON VERÐBREF HEFÐBUNDNA SAFNIÐ Áhersla á góða ávöxtun og áhættu- dreifingu, meðaláhætta. • 50% skuldabréf •50%hlutabréf ÁVÖXTUNARSAFNIÐ 24,9% ávöxtun 20,8% ávöxtun Meiri sveiflur, hærri væntingar. Áhersla á góða áhættudreifingu með erlendum og íslenskum verðbréfum. • 75% hlutabréf • 25% skuldabréf

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.