blaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 5

blaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 5
biaðió ÞRIÐJUOAGUR 3. JULI 2007 MATUR 21 Óáfengt Ferskir sumardrykkir fyrir alla fjölskylduna Á hlýju sumri er fátt betra en að kæla sig niður með ferskum drykk. Hérna eru uppskriftir að fljótgerðum sumardrykkjum sem henta fyrir alla fjölskylduna. 2 únsur appelsínusafi • 2 únsur ananassafi 1 únsa síróp 1 únsa sódavatn Þessu er öllu blandað saman nema sódavatninu. Sett í hátt glas með miklum klaka. Hellið sódavatninu út í en einnig er gott að setja smá sprite og skornar appelsínur út i. (1 únsa er sama og 29.6 ml) 5 dl af mjólk • 1 dl af rifsberjasulta 4 stórar skeiðar af vanilluís bláber jarðaber Setjið allt í blandara ásamt klaka í um það bil 3 mínútur. Skera fersk jarðaber og bláber ofan í drykkinn áður en hann er borin fram. Þessi drykkur er mjög vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. 2 epli 2 appelsínur 1 greip 1 teskeið sítrónusafi 2 teskeiðar síróp ísmolar Afhýðið ávextina og setjið í blandara. Þegar þeir eru orðn- ir maukaðir eru þeir settir í skál og geymdir í ísskáp í um það bil 45 mínútur. safa og sírópi út í. 1 banani 125 g jógúrt 2 dl ananassafi Setjið allt í blandara í 3 mín- útur, hellið síðan í glas með klaka. Gott er að setja sneið af ferskum ananas með í drykkinn. Láta ananasin vera vel kældan áður en hann er slorin niður. Setja í vel kælt long drynk glas áður en að drykkurinn er borin fram. Góð ráð frá Matís Ferskur fiskur á grillið Emilía Martinsdóttir hjá Matvælarannsóknum íslands, Matís, gefur lesendum Blaðs- ins góð ráð um hvernig ber að velja ferskan fisk, hvort sem það er á griliið eða til mat- seldar í eldhúsi. Mikilvægt að vetja ferskan fisk Nýr fiskur er stinnur með gljáandi roð og lyktarlít- ill. Það er mikilvægt að velja ferskan fisk, því ef hráefnið er ekki gott þá bragð- ast réttir ekki nægilega vel. Fiskflök Fersk flök eru yfírleitt ljós, hvít eða nær gagnsæ (eftir fisktegund). Lykt af ferskum flökum er lítil en minnir á sjó, þang eða fjöru. Flök af ferskum og vel með- höndluðum fiski eru stinn og ósprungin. Heill fiskur Ef fiskur er heill segja roð, tálknin og auga mikið um ferskleika hans. Á nýveiddum fiski er roðið glansandi, tálknin rauð (mis- rauð eftir tegund) og hann er lyktarlítill. Augun eru útstæð, augasteinn- inn svartur og hornhimnan tær. Frosinn fiskur Frosinn fiskur er yfirleitt ágætis hráefni sérstaklega ef fiskurinn er frystur nýveiddur. Þegar fiskur fer að skemmast breytast bæði lykt og útlit. Góð tækifærisgjöf! Veitingahúsið Perlan • Öskjuhlið • Sími: 562 0200 • Fax: 562 0207 • Tölvupóstur: perlan@perlan.is • Vefur: www.perlan.is 5.950 kr. Með Jjórum glösuni af vlni: 8.900 kr. Nýr A la Carte Hinir margverðlaunuðu matreiðslumeistarar Perlunnar hafa búið til einstakan A la Carte matseðil sem þú verður að prófa. HUMARSÚPA rjómalöguð, með Madeira og grilluðum kóngarækjum 1 glas qf Saint Clair Vicar's Choise Sauvignon Blanc Marlborough, Nýja Sjálanit. PÖNNUKAKA fyllt með skógarsveppum og mozzarella-osti 1 glas af Macon Chaintré, Dómainc dc Lalande Dominique Comin, Frakkland. LAMBAHRYGGUR fillet með steinseljurótarmauki og rifsberjasoði 1 glas af Chianti Risciva Sensi, Toskana, Italía. ÍSLENSKT VANILLUSKYR með pistasíufroðu og mangósorbet 1 glas qf Vino Santo Del Chianti Sensi, Toskana, Ítalía.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.