blaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 blaðið JIM'i / breyttist allt umhverfi í verslun með vinnuvélar og mikill kippur kom í söluna. Markaðurinn hefur verið að sveiflast. Það var efnahagskreppa í kringum 1994, salan dróst saman og svo aftur árið 2001. Mesti kippurinn var svo árið 2003 þegar framkvæmd- irnar fyrir austan hófust.“ Nýjungagjarnir fslendingar Stjórnvöld hafa boðað miklar vega- framkvæmdir til þess að mæta þorsk- kvótaskerðingunni. Snorri telur að það muni ekki hafa áhrif á sölu á vinnuvélum. Það hefur dregið úr vegaframkvæmdum síðastliðin þrjú ár og það dregur úr framkvæmdum á Austurlandi. Þannig að það er til nóg af vélum og svo hafa verktakarnir sem voru fyrir austan meiri slaka til að fara i önnur verkefni. Það kemur kippur í söluna þegar Suðurlandsveg- urinn verður tvöfaldaður. Þá finnum við fyrir þessu aftur,“ segir Snorri og bætir við að þegar framkvæmdirnar hófust fyrir austan hafi margir nýir verktakar sprottið upp. „Verktakar sem voru til fyrir þennan tíma hafa vaxið og dafnað. Svo urðu ansi mörg ný fyrirtæki til og sum þeirra hafa farið á hausinn. Umboðum fyrir vinnuvélar hefur einnig fjölgað í góð- ærinu. Það er varla til sú vinnuvél í heiminum að ekki sé til eintak af henni á íslandi. Það virðist vera fast í þjóðarsálinni að prófa eitthvað nýtt,“ Umfangið að minnka Aðspurður hvernig Hekla land- CATERPILLAR ► Hekla er næststærsti söluaðili fyrir Caterpillar í Evrópu. ► Caterpillar hefur verið í sölu á íslandi í sextíu ár. Fyrsta Caterpillar-vélin kom á markað árið 1904. aði samningnum við Impregilo segir Snorri að þeir hafi verið vel undirbúnir. „Við vorum í sam- vinnu við ítalska Caterpillar-um- boðið og seldum Impregilo allar vinnuvélarnar sem voru notaðar við gerð Kárahnjúkavirkjunar. í svona samningum skiptir þjón- ustan öllu máli. Partur af þessum samningi var rekstrar- og vara- hlutalager sem við vorum með. Það voru tæknimenn á svæðinu fyrir viðgerðir og þetta var allt til- búið þegar fyrstu vélarnar komu. Við tókum niður lagerinn okkar núna í febrúar því umfangið er að minnka og flestar vélarnar farnar. Við erum að byggja upp starfsstöð á Reyðarfirði samhliða þessu,“ segir Snorri og bætir við að vélarnar hafi verið seldar með möguleika á end- urkaupum. „Við seldum vélarnar með endurkaupamöguleika. En niðurstaðan varð sú að Impregilo- menn seldu sjálfir allar vélarnar til aðila í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Þetta voru 540 vélar í heildina.“ Flutningatæki AL®RKA Akralind 4 201 Kópavogur CUTTING EXPERTS Auglýsingasíminn er 510 3728 510 3746 e Snorri Árnason er verkefnastjóri hjá Heklu og hefur selt Caterpillar- vinnuvélar í sautján ár. Síðastliðin fjögur ár hefur hann séð um verk- efni tengd Kárahnjúkavirkjun. Snorri segir að sala á vinnuvélum hafi margaldast eftir að virðisauka- skattskerfið komst á. „Sala á vinnu- vélum hefur margfaldast síðastliðin sautján ár. Það voru 30 prósenta tollar á vinnuvélum áður og 25 pró- senta söluskattur. Ef menn ætluðu að selja vélina úr landi fengu þeir söluskattinn ekki endurgreiddan. Útflutningur er grunnurinn að þessum markaði og því var lítil end- urnýjun. Þegar tollarnir lækkuðu og virðisaukaskattskerfið komst á Leysir af hólmi K650 og K700 OIMAS nrmgsagaiDioo DIMAS hand - kjamaborvélar PartBW HP40 Partner K2500 S Partner Pyngd 88 kg /16 hö B&S Skurðarvagn B.3 kg / Skurðd. 14.b"ctiT DÖ&agDÖixlfcn? á Seldu Impregilo 540 vinnuvélai Kárahnjúkavélarnar komnar til Asíu Partner K750 / Þyngd 9/4 kg / Skurödýpt 10 an Partner Snorri Árnason er verk- efnastjóri hjá Heklu. Hann segir að sala á vinnuvélum hafi marg- faldast með tilkomu virðisaukaskattskerfisins. Eftir Lovísu Hilmarsdóttur lovisa@bladid.net www.alorka.is Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080 Kælivélar, einangrunarþil, milligólf, vörulyftur og annað sem tengist landflutningum. Seljum einnig varahlutir í eldri gerðir Krone og Norfrig flutningatækja. Úítatome Snorri Árnason „Það er varla til sú vinnuvél í heimin um að ekki sé til eintak af henni á íslandi. Það virðist vera fast í þjóðarsálinni að prófa eitthvað nýtt.“ Frystivagnar, beislisvagnar, flutningakassar og gámavagnar. Kynntu þér vörulínuna frá Krone. Betra verð - fáðu tilboð!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.