blaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 11

blaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 11
HMramnM Fljúgandi forseti Ný þyrla frá Lockheed Martin Þyrlur eru án efa einhver fjöl- hæfustu vinnutæki sem framleidd hafa verið. Ekki nóg með að þær séu ómetanlegar við bæði björg- unar- og slökkvistörf heldur þjóna þær einnig mikilvægu hlutverki í fólksflutningum, hvort sem það er á stöðum þar sem ekki er pláss fyrir hefðbundnar flugbrautir eða fólk vill ferðast með meiri stíl en tíðkast, og hafa þyrlur ásamt einka- þotum orðið vörumerki þeirra sem eiga nóg af peningum. Frægt er orðið að Bandaríkjafor- seti á sína eigin þyrlu en það er lík- legt að hin nýja þyrla frá Lockheed Martin muni innan tíðar leysa nú- verandi þyrlu forsetans af hólmi. Á dögunum gekkst VH-71 undir prufuflug í Yeovil í Englandi og voru aðstandendur þessarar nýju þyrlu í skýjunum með árangurinn. VH-71 er ætlað að leysa af hólmi VH-3D og VH-60N þyrlurnar sem Bandaríkjaforseti hefur haft til afnota. Þyrlan er ríkulega útbúin að innan en hún skartar eldhúsi, bað- herbergi, fjarskiptaherbergi með háhraða nettengingu og rúmar um 14 manns. Þyrlan sem hefur hlotið gælunafnið fljúgandi for- setaskrifstofan státar þar að auki af kerfi sem dregur bæði úr hljóði og hristingi og er með sérstakt eldflaugavarnarkerfi. Vinnan við þessa þyrlu hefur nú verið í gangi um árabil en framleiðslu á henni var flýtt eftir 11. september 2001 og er fyrstu þyrlunnar að vænta árið 2009. VH-71 hefur sig til flugs Mun að öllum líkindum fljúga með Bandaríkjafor- seta árið 2009. A Massey um Evrópu Ástríðum fólks halda engin bönd. Fólk tekur ekki bara ástfóstri við fólk eða mál- efni heldur geta vinnuvélar einnig valdið svo mikilli þráhyggju hjá fólki að það leggur ýmisíegt á sig fyrir sína heitt elskuðu vinnuvél. Sú var raunin með Wolfgang Mueller sem um árabil hafði látið sig dreyma um að aka sinni fagur- rauðu, 44 ára gömlu Massey Ferguson MF35 dráttarvél alla leið til verksmiðjunnar þar sem dráttarvélin var smíðuð. 1100 kílómetra leið Tveimur árum eftir að Mueller hafði sest í helgan stein ákvað hann að leggja í hann en ferða- lagið framundan var langt og strangt. Mueller, sem bjó á bóndabæ í nágrenni þýsku borgarinnar Stuttgart, hugð- ist aka í gegnum Lúxemborg og Frakkland, taka þaðan ferju frá Calais yfir til Bret- lands. Þegar til Bretlands var komið ók hann til Coventry þar sem verksmiðjur Massey Ferguson voru staðsettar en sú leið sem Mueller fór var um 1100 kílómetrar. Gripið í tómt Það er óhætt að fullyrða að ferðalag Muellers hafi gengið hægt fyrir sig en meðalhraði hinnar öldnu dráttarvélar var undir 45 kílómetrum á klukku- stund þar sem hann dró á eftir sér tjaldvagn. En þegar áfanga- staðnum var loksins náð kom það bóndanum í opna skjöldu að verksmiðjur Massey Fergu- son í Coventry höfðu verið rifnar niður og í þeirra stað hafði risið íbúðahverfi. Næst er það París Hinn staðfasti bóndi lét þó ekki þetta slá sig út af laginu því hann hyggst eyða um viku í Bretlandi þar sem hann hyggst meðal annars skoða nýja New Holland-traktora og láta mynda traktorinn sinn á Lundúnabrúnni. Eftir að hann hefur fengið nægju sína af Bretlandi hyggst hann snúa heim á leið en mun þó staldra við í París. „Mig langar að leggja traktornum mínum fyrir framan Eiffel-turninn,“ sagði hinn aldni bóndi í sam- tali við The Daily Mirror. /vavMi, NEW HOLLAND D150 jarðýta Cummins Dieselvél sex strokka 150 hö. LGP Undirvagn, 800 mm spyrnur. Vökvaskipting undir fullu álagi. Beygir með fullu átaki á bæði belti. Fjölskekkjanlegt ýtublað 4000 x 1000 mm. Ripper 3ja, tanna, veltihús ofl. Vinnuþyngd vélar er ca.17 Tonn astba Rettur velamar iverioð! ***** Astra "bukollur,, 30 tonna burðargeta með 3S0 hestafla vél sem er 10 lítra IVECO Cursor með common rail eldsneytiskerfi. ZF skipting 6 þrepa sjálfskiptingu og upphituðum V palli. Okumannshús er mjög rúmqott og með góðu útsýni. “ Upplýsingaskjár sem gefur ökumanni upplýsingar um ástand vélarinnar auk þess að sýna gráðuhalla á pallinum þegarsturtað o.m.fl. Eigum fyrirliggjandi úrval af stórvirkum vinnuvélum sem og fjölvirkum smávélum - Veldu vél sem hentar þlnu verki! Fiskislóð 14 101 Reykjavík Sími. 412 3000 Sölum.New Holland S. 899 5549 www.sturlaugur.is NCW HOUANO Mjög hagstætt kynningarverð! Til sýnis og prófunar hjá okkur Langendorf; Malarvagnar STU R.LAUGU R & CO $5 f j Áratuga frábær reynsla af NEW HOLLAND vinnuvélum á íslandi eru bestu meðmælin!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.