Orðlaus - 01.02.2006, Blaðsíða 8

Orðlaus - 01.02.2006, Blaðsíða 8
Brynja Björk - 21 árs Védís Hervör - 24 ára HVAÐ MYNDIR ÞU GERA... Ef þú gætir tekið einn mann út af þingi og fengið einn nýjan inn? Ég vona að allir eigi erindi sem erfiði þarna inn á þing og ýmsir sem enn eiga eftir að sanna sig svo ég vil ekki benda á einhvern einn í því samhengi. Hins vegar þætti mér gaman að sjá Magnús Scheving á þessum vettvangi. Hann gæti kannski ýtt á eftir brýnum málum með sama krafti og hann gerði með Latabæ. Einnig myndi hann sjá til þess að sam- starfsmenn hreyfðu sig reglulega og borðuðu hollan mat. Þinghald myndi byrja á snú snú törn og magaæfingum uppi á borðum. Sýnt beint á RÚV auðvit- að. Þingið bæri þá af sér þokka og hreysti og meiri kraftur væri kominn í kerfið. Ef þú mættir rífa eina byggingu og reisa eina? Ég er lítið hrifin af stórhýsum og skýjakljúfrum. Þeim fjölgar alltof hratt hér. Flest húsin við Sæbraut í Reykjavík finnst mér hálf óhugnanleg með fullri virð- ingu fyrir arkitektum og verktökum þess. Tónlistarhúsið sem á að byggja við höfnina er hins vegar kærkomið og styð ég það heilshugar. Ef þú mættir taka ein lög út og semja ein ný? Ég myndi vilja afnema fyrningarfrest kynferðisafbrota á börnum. Svo myndi ég hvetja dómsvaldið til að nýta sér refsirammann sem þeir hafa til að dæma harðar í slíkum málum. Ef þú gætir tekið einn þátt út af dagskrá í sjónvarpi og fengið einn nýjan inn? Einn ef ekki tveir, þrír, fjórir raunveruleikaþættir mega alveg missa sig. Ég víl fá gamla góða spennuþáttinn Matlock aftur inn ( dagskrána. Hver eða hverjir heldur þú að eigi eftir að standa upp úr á árinu 2006? íslenskar konur, Baltasar Kormákur, Árni Sigfússon, Dagur Kári, Ari Alexander og strákarnir okkar í handbolta. Ef þú gætir tekið einn mann út af þingi og fengið einn nýjan inn? Ég mundi skipta Kolbrúnu Halldórsdóttur út fyrir Gísla Martein, ég er alltaf að bíða eftir að sjá hann Gísla minn á þingi, hann tæki sig vel út þar. Ef þú mættir rífa eina byggingu og reisa eina? Ég mundi vilja rífa Hlemm og byggja í staðinn stóra menningar/félagsmiðstöð fyrir ungtfólk, á borð við Hitt Húsið. Ef þú mættir taka ein lög út og semja ein ný? Ég mundi vilja að lög um fyrningu á kyn- ferðisafbrotum yrðu felld niður og í stað- inn væru teknir upp harðari refsirammar við sömu brotum. Ef þú gætir tekið einn þátt út af dagskrá í sjónvarpi og fengið einn nýjan inn? Ég mundi vilja losna við Fyrstu skrefin á Skjá einum, en það er bara mín per- sónulega skoðun. Skemmtilegt væri að fá raunveruleikaþátt á borð við Big Brother eða eitthvað svoleiðis skemmtilegt I staðinn. Hver eða hverjir heldur þú að eigi eftir að standa upp úr á árinu 2006? Á árinu 2006 held ég að Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill eins og hann er kallaður, eigi eftir að standa uppúr og svo býst ég við því að okkar ástkæra Silvía Nótt eigi eftir að slátra Eurovision. n3 Vh 'flj ro CM I Ef þú gætir tekið einn mann út af þingi og fengið einn nýjan inn? Út með Halldór Ásgrímsson og inn með Rúnar Júl. Meira stuð og hress- leika á þingl! Ef þú mættir rífa eina byggingu og reisa eina? Rífa Iðu húsið og endurbyggja Tungl- ið. Það vantar almenninlegan klúbb! Ef þú mættir taka ein lög út og semja ein ný? Stöðva stóriðjuframkvæmdir og hætta að selja landið erlendum fjár- festum. Taka harðar á kynferðisaf- brotamönnum og lögleiða ættleið- ingar samkynhneigðra. Ef þú gætir tekið einn þátt út af dag- skrá í sjónvarpi og fengið einn nýjan inn? Út með Partí 101 og inn með fleiri heimildarþætti frá BBC. Þ.e.a.s. ef fólk vill horfa á gæði en ekki drasl. Hver eða hverjir heldur þú að eigi eftir að standa upp úr á árinu 2006? Pabbi, mamma, systir mín og fjórir bræður, Kristin, Ghostigital, Trabant, Dj Mag- ic, Gulli Briem, Múggi, Michael Jackson, amma, tónlistarfólk á Islandi sem fær enga styrki, Noem, Hairdoctor, GusGus, Funky Sam og Denny Crane. flj k 'flí CM I Ef þú gætir tekið einn mann út af þingi og fengið einn nýjan inn? Gunnar Örlygsson færi út og Þorkell Máni á X-inu kæmi inn. íslenska þjóðin þarf nauðsyn- lega að fá Mána á þing til þess að rokka þetta aðeins upp. Ef þú mættir rifa eina byggingu og reisa eina? Ég mundi ekki tíma að rífa neitt (ég er með söfnunaráráttu). Ég mundi hinsvegar vilja reisa risa- vaxna innanhúsbaðströnd fyrir allt hvíta hyskið sem herjar á okkur í sjónvarpinu þessa dag- ana. Einhversstaðarverða vond- iraðvera. Ef þú mættir taka ein lög út og semja ein ný? Ég mundi taka hegningarlögin í gegn, barnaníðingar og nauðgarar ættu t.d. að fá miklu þyngri dóma. Svo mundi ég semja ný lög sem bönnuðu hvítt hyski i sjónvarpinu. Ef þú gætir tekið einn þátt út af dagskrá í sjónvarpi og fengið einn nýjan inn? The O.C. færi út, enda Beverly Hills 90210 á kókaíni ekki málið. Frekar vildi ég fá að sjá endursýningar af gömlum og góðum Kontrapunkti. Hver eða hverjir heldur þú að eigi eftir að standa upp úr á árinu 2006? Ég hlakka til að sjá plötur frá hljómsveitum á borð við Gus Gus, Benny Crespos Gang og Future Future. Ég held að Gus Gus eigi eftir að fá mikla athygli með nýju plötunni. Vona að árið verði þeirra.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.