Orðlaus - 15.09.2006, Blaðsíða 6

Orðlaus - 15.09.2006, Blaðsíða 6
Tónlistarmennirnir Haukur og Bóas í hljómsveitinni Reykjavík! tala um tónlistina og lífid ,Y r ;i . ' ií' Hljómsveitin Reykjavík! Haukur, hvernig týpa er Bóas? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn mundi ég segja að hann vaeri mjög flókin týpa, annars vegar býr í hon- um ótamin skepna, sem hann er þó á góðri leið með að temja. I því felst einmitt prósessinn að læra þekkja sig sjálfan; maður lærir að hafa hemil á skepnunni. Stundum þarf hins vegar að hleypa henni út og það gerir Bóas duglega. Hann er áþyrgur heimilisfað- ir og góður vinur en að sama skapi er hann pínu illmenni. Hann býr í Vestur- bænum, ekki í einhverri skítugri íbúð í miðborg Reykjavíkur. Ljósir lokkarn- ir og vinalegt viðmót einkenna hann, fyrst og síðast er hann vinaleg og góð manneskja. Ein af þeim bestu. Bóas, hvernig týpa er Haukur? „Ég kynntist Hauki í heimspekinni, þar sem við vorum saman í nánast öll- um tímum. Hann varð fljótlega einn af mínum bestu og kærustu vinum. Hann varð eiginlega einn af hornsteinum til- veru minnar og yfirleitt þegar ég þarf að tappa af, hvort sem það eru gleði- eða sorgartíðindi, þá er best að gera það með Hauki. Hann er ein af þeim allra skemmtilegustu manneskjum til þess að setjast niður með í gott spjall og svo er hann líka svo snjall og verald- arvanur. En hann er fyrst og fremst vel gefinn ungur maður, með hjartað á réttum stað. Það er lítið af villidýri í Hauki en það hefur þó aukist eftir að hann varð einhleypur. Öfugt við mig, mætti segja, en saman mætumst við í einhverskonar brostinni heild. Hvað mynduð þið helst vilja gera í dag ef þið gætuð gert ailt sem þið vilduð? Bóas: „Ég myndi vilja spila á tónleik- um, sem ég mun reyndar gera í kvöld. Þannig að það má eiginlega segja að þetta sé draumadagur." Haukur: „Ég myndi líka vilja spila á tónleikum, en ég vildi þó byrja á því að fara út að borða á fínu veitingahúsi. Þannig að þetta er líka draumadagur hjá mér - sem þó gæti orðið enn be- tri." Bóas: „Að vísu skildi ég boxpúðann minn eftir í Ameríku þar sem ég bjó í sumar, það myndi alveg fullkomna daginn ef ég gæti fengið hann og box- að í svona þrjá tíma fyrir tónleikana á meðan Haukur borðaði." Haukur: „Þú yrðir að koma með mér Bóas, fávitinn þinn, ég er ekki að fara einn út að borða! Bóas: „Já, ókei, þá yrði þetta níu tíma prógramm hjá mér, fyrst að boxa, svo borða og svo spila, það yrði full- kominn dagur. Hafið þið einhverja slæma ávana? Bóas: „Fullt af slæmum ávönum." Haukur: „Sko, bandaríski speking- urinn William James sagði réttilega: ,Það er mun auðveldara að ná sér í slæma ávana en góða." Þú ert að sama skapi mun lengur að venja þig af þeim. Öllum góðum ávönum sem eru hollir og gagnast þér sem mann- veru þarftu að vinna fyrir en hinir sem síðri eru koma sjálfviljugir í heimsókn. Reykingar, óhófleg drykkja og óhóf- legt sjónvarpsgláp eru algengir ávanar sem tilheyra veldi hins illa. Ætli við sé- um ekki sömu lastabelgirnir og restin af (slendingum. Bóas: „Maður er eiginlega bara upp- fullur af slæmum ávönum. Maður ætti þó sem minnst að tala um þá, því það lætur manni bara líða enn verr yfir þeim." Hvað ætlið þið að vera að gera ár- ið 2020? Bóas: „Ætli ég verði ekki að boxa púða, drekka próteinsjeik og syngja á tónleikum. Ég ætla líka að halda upp á fertugsafmælið mitt." Haukur: „Ég ætla að fara í bakpoka- ferðalag um þriðja heiminn til að finna sjálfan mig, þá með tvær meðferðir á bakinu. Og að sjálfsögðu mæti ég í af- mælið hans Bóasar." Ef þið ættuð eina ósk vitið þið hvers þið mynduð óska ykkur? Haukur: „Óteljandi óska." Bóas: „Ég myndi óska að allir væru einsviðkunnanlegirog Haukur." Haukur: „Nei, ég ætla ekki að vera gráðugur. Ég vildi óska þess að við mannfólkið gætum einn dag talað saman án fyrirvara og skilið hvort ann- að fullkomlega. Það væri næs." Bóas: „Ég vildi reyndar líka óska þess að þjónustustúlkan væri í brjóstahald- ara." Finnst ykkur þið vera kynþokka- fullir? Bóas: „Ég? Ég á alveg mínar stundir." Haukur: „Veistu, já, þokkalega. Ekki það að mig langi til aö sofa hjá sjálfum mér, eða mér finnist öllum bera skylda til þess að eiga með mér kynþokka- fulla stund, en hinsvegar á ég einnig mínar stundir - með sjálfum mér eða í hópi með öðrum." Bóas: „Síst erum við þó kynþokka- fullir þegar við erum nýbúnir að spila á tónleikum." Haukur: „Nei, ég er ekki sammála því. Ég hef sjaldan borið jafn mikla löngum til þín og þá," segir Haukur og hlær. Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveim- ur árum af litlum hópi ungra manna sem voru og eru í leit að fríi frá am- stri hversdagsins og vildu fá útrás fyr- ir tilfinningar sínar. I byrjun voru það einungis Haukur og Bóas sem spiluðu saman í einskonar kassagítarstíl í ætt við Jeff Buckley og Coldplay, en síðar bættust fleiri í hópinn. Kristján Freyr, bóksali með meiru, leikur með þeim félögum á trommur, Guðmundur Birg- ir, samkynhneigður tómstundaráðgjafi, spilar á gítar, Valdimar listamaður spil- ar á bassa en Haukur leikur á gítar og Bóas syngur hástöfum. Þessa dagana eru þeir félagar að kynna plötu sína sem ber nafnið 'Glacial landscapes, rel- igion, oppression and alcohol’, en hún kom út síðsumars. Þeir fara því geyst um þessar mundir og spila hvar sem tækifæri gefst, en einnig eru þeir dug- legir að æfa og semja nýtt efni. „I hvert skipti sem við spilum kemur eitthvað skemmtilegt upp á og í hart- nær hvert skipti sem við æfum. Þó hlýt- ur að standa upp úr þegar við spiluðum á leðurhommabar í miðborg Reykjavík- ur. Þetta var á Gay pride 2004 og við komum fram fyrir góðan hóp samkyn- hneigðra karlmanna sem aðhyllast leðurklæðnað. Mér tókst að stíga á úti- kerti og brenna mig á fætinum en við fengum mjög góðan mat og horfðum á hommaklámmynd sem var tiltölulega lystaukandi," sagði Bóas. „Það var líka einu sinni að við réðumst í mjög metnaðarfullt verkefni en þá spiluðum við á 12 tónleikum á 12 tím- um. Bóas gat ekki talað i viku á eftir og eiginlega ekki ég heldur. Bassinn okic- ar brotnaði, gítarinn minn eyðilagðist og við sáum vændiskonu athafna sig með tveimur herramönnum inni á bað- herbergi ónefnds skemmtistaðar. Við sáum reyndar ekki atlotin sjálf en bux urnar hennar og g-strengurinn lágu á gólfinu og það glitti í fætur hennar sem voru í ákveðnum stellingum og hreyfðust með skemmtilegum ryþma,' segir Haukur. Hvað heitirðu? Bóas H. Hvaðan ertu? Reyðarfirði/Austfjörðum Hvað ertu gamall? 26 ára Hvað ertu hár? 178 cm Hvað ertu þungur? 73 kíló f hvaða skóla ertu? Ég er ekki í skóla Hvar vinnur þú? Hjá ÍTR í Austurbæjarskóla Uppáhalds... Wlatur? Próteinstangir og musdeboost Drykkur? Léttmjólk og próteindrykkir Frí? Skíðavika á ísafirði eða áramót á Reyðar- firði Tómstundir? Eru frábærar Stelling? Ýmiskonar armbeygjustellingar Leikfang? Fótbolti Hvað heitirðu? Haukur Magnússon Hvaðan ertu? ísafirði Hvað ertu gamall? 25 ára Hvað ertu hár? 185 cm Hvað ertu þungur? 95 kiló f hvaða skóla ertu? HÍ... jájál Hvar vinnur þú? Hjá Reykjavík Grapevine og Hr. Örlygi Uppáhalds... Matur? Hrátt nautakjöt Drykkur? Sjeik með jarðaberjum eða vodki Frí? James Brown! Tómstund? Les bækur og tala við gott fólk Stelling? Fer eftir efnum og aðstæðum Leikfang? Jó-jó

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.