Fréttablaðið - 20.01.2012, Side 29

Fréttablaðið - 20.01.2012, Side 29
20. janúar föstudagur 5 Elín dóttir mín að halda á systur sinni í fyrsta skipti. ✽ m yn da al bú m ið Ég ásamt jógakennaranum mínum heitnum, Sri K. Pattabhi Jois, í Mysore á Indlandi. Golden Temple. Einn af uppáhaldsstöð-unum mínum á Indlandi, Bylakuppe, þar sem búa um 10.000 flóttamenn frá Tíbet. Ég og Víðir fyrir framan Mysore- höllina sem er lýst upp á hverju kvöldi með 97.000 perum. föður hennar og ber hún sterk- ar taugar til Austurlandsins enn í dag. „Mér fannst æðislegt að vera fyrir austan og hreinlega elska þennan stað. Ég heimsæki Hall- ormsstaðaskóg reglulega enda er fjölskylda þarna í skóginum sem á mikið í mér.“ Hún er í sambúð með Víði Finn- bogasyni lögfræðingi og saman eiga þau dæturnar Elínu, þriggja ára, og Ástu Lilju, fimm mán- aða. Yngra barnið átti Ingibjörg óvænt heima í stofu og segir upp- lifunina hafa verið meiri háttar. „Mér fannst hríðarnar vera þéttar en óreglulegar og andaði mig í gegnum það í baði. Ég sett- ist svo í sófann og þá hófst remb- ingur þannig að ég bað Víði um að hringja á sjúkrabíl og sú litla fæddist rétt eftir að hann kom. Mig hafði langað að eiga heima en fannst plássið eitthvað lítið og hætti við en undirmeðvit- undin hefur líklega bara tekið yfir á endanum og stýrt þessu. Mér fannst mjög gott að hafa átt heima og geta kúrt uppi í eigin rúmi að fæðingunni lokinni,“ segir hún brosandi. Elín hefur tekið litlu systur sinni vel þrátt fyrir að hafa þurft svolítinn tíma til að aðlagast nýju hlutverki sem „stóra systir“. „Henni fannst þetta erfitt fyrst en núna er eins og hún hafi allt- af verið „stóra systir“ og ég held að þær eigi eftir að verða mjög góðar saman.“ Á Í FLÓKNU SAMBANDI VIÐ INDLAND Ingibjörg hefur heimsótt Indland fimm sinnum og stundaði þar meðal annars nám hjá Ashtanga- meistaranum Sri K. Pattabhi Jois. Hún kveðst eiga í eldheitu ástar- og haturssambandi við landið sem er að hennar sögn fullt af andstæðum. „Þeir reyna dálítið að svindla á manni og mér er mjög illa við svindl. Ég átti til dæmis í mjög stormasömu sambandi við bíl- stjóra nokkurn, sem var nýkom- inn með ökuréttindi og kunni varla að keyra, sem reyndi að svindla á okkur dag eftir dag þrátt fyrir að við höfðum greitt honum mjög vel. Það gerði mig mjög pirraða og reiða. En Ind- land hefur kennt mér að standa með sjálfri mér og það hefur gert mér gott. Þar lærir maður að vera sterkur, ákveðinn og harðari af sér.“ Hún segir indverska menn- ingu framandi en tekur fram að íslensk menning og fjölskyldu- munstur sé Indverjum jafn fram- andi. „Þeim finnst til dæmis mjög merkilegt að við Víðir séum ekki gift þó að við eigum tvö börn saman. Þeim finnst líka mjög skrítið að ég eigi tvo bræður, annan sammæðra mér og hinn samfeðra.“ Þegar Ingibjörg er að lokum spurð út í framtíðaráform sín er hún fljót til svars. „Framtíð mín liggur í Yoga Shala og mig langar að halda áfram að stækka og dafna. Þar erum við alveg sjúk í að láta fólki líða betur,“ segir hún og bætir við að hún gæti einnig hugsað sér að vinna svolítið í tónlist og söng. „Ég syng stundum möntrur og spila undir í tímum og það virð- ist leggjast ágætlega í fólk. Ég geri þetta ekki í hverjum tíma svo fólk fái ekki nóg af mér, en svona einstaka sinnum syng ég.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.