Fréttablaðið - 20.01.2012, Side 45

Fréttablaðið - 20.01.2012, Side 45
FÖSTUDAGUR 20. janúar 2012 33 23.30 Hljómsveitin Góðir landsmenn mun troða upp alla helgina á skemmti- staðnum Spot í Kópavogi. Með þeim í för verður söngkonan Lísa Einars. Miðaverð er kr. 1.500. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Gerry Hassan heldur fyrirlestur um sjálfstæði Skotlands undir yfir- skriftinni The Beginning of the Break- up of Britain: The Consequences and Potential of Scottish Independence. Fyrirlesturinn er á vegum The English- Speaking Union og verður haldinn í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Fundar- stjóri verður Stefán Pálsson sagnfræð- ingur en fyrirlesturinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir. 12.00 Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri verður með erindi á fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Hann mun fjalla um hvernig gallar regluverks Evrópusambandsins komu berlega í ljós við fall íslensku bankana haustið 2008. Fyrirlesturinn fer fram í Lögbergi, stofu 101. 12.00 Egill Viðarsson heldur hádegis- fyrirlestur við tónlistardeild LHÍ í Sölv- hóli undir yfirskriftinni Höfundarréttur, þjóðlög og eignarhald á menningu: Deilurnar um Vísur Vatnsenda-Rósu. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri mælir með kvikmyndinni The Descendants í leikstjórn Alex- anders Payne sem frumsýnd verður um helgina. Hann er sjálfur mikill aðdáandi Paynes og er hrifinn af þessari nýjustu mynd leikstjórans. „Ég hef séð myndina og var mjög ánægður með hana. Þessi leikstjóri er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég mæli með að allir þeir sem hafa gaman af fyndinni en sorglegri sögu skelli sér á hana.“ Kvikmyndin er byggð á sögu Kaui Hart Hemm- ings og skartar George Clooney í aðalhlutverki. Gott í bíó: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Fyndin en sorgleg saga Prinspóló hefur gefið út á net- inu lagið Föstudagsmessa. Það er fyrsta lagið sem hann sendir frá sér síðan breiðskífan Jukk kom út haustið 2010. Árni Rúnar Hlöð- versson úr FM Belfast var Prins- inum til halds og trausts í upptök- um á laginu. Jafnframt er komið út myndband við lagið sem Berglind Häsler gerði ásamt Prinsinum. Fernir tónleikar með Prins- póló verða haldnir í febrúar. Fyrst spilar hann á Faktorý 16. febrúar en verður svo á By:Larm-hátíðinni í Ósló og stígur á svið í Belgíu og Sviss. Nýtt lag frá Prinspóló NÝTT LAG Prinspóló hefur gefið út lagið Föstudagsmessa. Mikið hefur verið spáð í faðerni raunveruleikastjörnunnar Khloe Kardashian undanfarið en sumir virðast halda að hún sé í raun ekki dóttir Roberts Kardashian heitins. Tímaritið The National Enquirer heldur því fram að O.J. Simpson hafi lýst því yfir að hann væri faðir Khloe. Simpson á að hafa treyst samfanga sínum fyrir leyndarmálinu en sá lak því til The National Enquirer. Talsmaður Kardashian-fjöl- skyldunnar hefur þó neitað því að nokkurt sannleikskorn sé í frétt- inni heldur sé hún uppspuni frá upphafi til enda. Khloe sögð rangfeðruð RANGT FEÐRUÐ Khloe Kardashian er sögð vera dóttir O.J. Simpson í bandarísku tímariti. NORDICPHOTOS/GETTY Föstudagur 20. janúar Bankahrunið og regluverk Evrópusambandsins Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Föstudagur 27. janúar Stjórna stóru aðildarríkin öllu? Tíu fullyrðingar um nýja Evrópustefnu Þýskalands Simon J. Bulmer, prófessor í Evrópufræðum við Sheffield háskólann í Bretlandi Föstudagur 3. febrúar Áskoranir Evrópusambandsins Anna Jardfelt, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Svíþjóðar Föstudagur 10. febrúar Evrópusambandið og afleiðingar arabíska vorsins Jordi Vaquer i Fanés, forstöðumaður Barcelona Centre for International Affairs á Spáni Föstudagur 17. febrúar Eru Bandaríkin að hlusta á Evrópu? Michael T. Corgan, prófessor í alþjóðasamskiptum við Boston háskóla í Bandaríkjunum Föstudagur 24. febrúar Loftslagsmál og Evrópa Navraj Singh Ghaleigh, lektor við Edinborgarháskóla í Skotlandi Föstudagur 2. mars Ísland og sameiginleg öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Föstudagur 9. mars Smáríki: Frumkvöðlar og fyrirmyndir í Evrópusambandinu Annika Björkdahl, dósent við Stjórnmálafræðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð Föstudagur 16. mars Aðlögun Eistlands og Finnlands að utanríkis- og öryggismálastefnu ESB Kristi Raik, fræðimaður við Alþjóðamálastofnun Finnlands Föstudagur 23. mars G-20 og Evrópusambandið: Þróun hnattrænnar stjórnsýslu Juha Jokela, deildarstjóri við Alþjóðamálastofnun Finnlands Föstudagur 30. mars Stækkunarmál ESB: Balkanskaginn Julie Herschend Christoffersen, fyrrv. fræðimaður við Alþjóðamálastofnun Danmerkur Föstudagur 13. apríl Nýtt hlutverk NATO í alþjóðasamfélaginu Trine Flockhart, fræðimaður við Alþjóðamálastofnun Danmerkur Föstudagur 20. apríl Umræðuvettvangur í Evrópu: Opinn eða einangraður? Maximilian Conrad, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Föstudagur 27. apríl Almenningsálitið í Evrópusambandinu Göran von Sydow, fræðimaður við Evrópufræðasetur Svíþjóðar Hádegisfundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands heldur áfram á vormisseri en stofnunin hlaut nýverið Jean Monnet styrk til að stuðla að upplýstri umræðu um Evrópumál á Íslandi. Fundirnir fara fram í Lögbergi 101 frá kl. 12 til 13 á föstudögum. Að auki fléttast inn í dagskránna málstofur í samvinnu við ýmsa aðila. Allir velkomnir EVRÓPA SAMRÆÐUR VIÐ FRÆÐIMENN DAGSKRÁ FUNDARAÐARINNAR JANÚAR-APRÍL 2012 Nánari upplýsingar: www.hi.is/ams eða www.facebook.com/althjodamalastofnun FUNDARÖÐ ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS Education and Culture Lifelong Learning Programme JEAN MONNET

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.