Fréttablaðið - 16.04.2012, Page 44

Fréttablaðið - 16.04.2012, Page 44
12:00–16:00 Stutt í spunann (o) Gestum gefst færi á að kynnast ullarvinnslu fortíðar með því að prófa, fikta og skoða ýmis tæki og tól. Þeir fá tækifæri til að sýna snilli sína með halasnældurnar sem þurfa vonandi ekki að hanga á bláþræði. Landnámssýningin, Aðalstræti 16. 13:00–14:30 Algjör Sveppi og töfraskápurinn (o) Stelpa hverfur inn í gamlan töfraskáp sem vinirnir Sveppi, Villi og Gói taka höndum saman um að bjarga. Þeir lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem þeir m.a. svindla sér inn á Þjóðminjasafnið. 14:30–17:00 Ratleikur (o) Boðið upp á ratleik í tengslum við kvikmyndina Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Aldrei að vita nema lykillinn að töfraskápnum leynist í Þjóðminjasafninu? Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41. 13:00–13:40 Hamingjuverkstæði – Trommuhringur (o) Karl Ágúst Úlfsson býður gestum að slá á trommur og upplifa trommuflæði. Engrar kunnáttu er krafist, hver og einn leikur með sínu lagi og nýtur þess að vera í takti við aðra. 13:40–14:00 Hamingjuverkstæði – Kærleikshugleiðsla (o) Ásdís Olsen leiðir börn og fullorðna í ævintýralega kærleiks- hugleiðslu sem beinir athygli að hjartanu og bætir líðan fólks. 14:00–17:00 Hamingjuverkstæði – Þakklætiskort (o) Skrifaðu þakklætiskort til einhvers sem hefur reynst þér vel. Pósturinn sér um að senda kortin frítt til viðtakenda. 14:00–17:00 Hamingjuverkstæði – Gildissmiðja (o) Hvað er það sem skiptir fjölskylduna þína mestu máli? Fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum fá tækifæri til að búa til „gildisskjöld“ og sammælast um hvað skiptir mestu máli. 14:00–17:00 Hamingjuverkstæði – Styrkleikasmiðja (o) Gestum gefst tækifæri til að spila veiðimann til að átta sig á eigin styrkleikum og hvernig má nýta þá betur í lífinu. 14:00–17:00 Hamingjuverkstæði – Uppspretta hamingju (o) Uppspretta hamingjunnar, gjörningur barna af frístundaheimili Kamps, þar sem að þátttakendur deila með Reykjavíkurbúum hvað það er sem veitir þeim mesta hamingju. Ráðhúsið við Tjörnina. 14:00–14:45 og 15:30–16:15 Skýjaborg fyrir fjölskyldur (o) Danssýning fyrir allra yngstu börnin, þar sem litir, hreyfing, form og tónlist tala til þeirra. Verkið fjallar um tvær veðraverur sem vakna upp á stað þar sem veðrið er stundum ógnvænlegt og stundum gott og blítt. Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19. 14:00–16:00 Hafnaboltahetjur! (o) Félagar í Hafna– og mjúkboltafélagi Reykjavíkur kenna gestum og gangandi um undirstöðuatriði íþróttarinnar: hanska, kylfur og bolta. Að sjálfsögu fá svo gestir að vera með í leiknum. Hljómskálagarður hjá leiktækjum. 13:00–17:00 Börn og hundar (o) Félagar í Hundaræktarfélagi Íslands verða með hunda sína til sýnis og gefa börnum góð ráð um umgengni við þá. (Barnaverð gildir fyrir alla inn í garðinn). Fjölskyldu– og húsdýragarðurinn, Laugardal. 16:00–19:00 Sandkastalar við Skarfaklett (o) Börnin moka sandi og búa til sandkastala, skoða jarðlög og strjúka grjótið í stóra Skarfaklettinum. Ef veður leyfir verður farið úr skóm og sokkum og gengið í ljósum sandinum! Gott að vera í stígvélum, með fötu, skóflu, handklæði og aukasokka. Stóra bílastæðið við Skarfaklett (Nálægt Viðeyjarferju). 13:00–14:00 Bókabrellur og bollakökur (o) IBBY á Íslandi býður upp á kaffihúsastemningu í Foldasafni. Bókaspjall með óvæntum uppákomum fyrir krakka sem þora. 14:00–16:00 Origami námskeið (o) Björn Finnsson frá Origami Ísland mun leiðbeina áhugasömum við japanskt pappírsbrot. Foldasafn við Fjörgyn. 13:00–15:00 Gaman saman (o) Pólsk, spænsk og íslensk menning. Dagskrá fyrir stór og smá börn þar sem dansað verður, sungið, föndrað, lesið og sprellað. Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15. 15:00–16:30 Ameríkutónleikar (o) Nemendur Nýja tónlistarskólans halda þematónleika í Norræna húsinu þar sem áhersla er lögð á tónlist frá Ameríku og samspil hinna ýmsu hljóðfærahópa. Norræna húsið, Sturlugötu 5. 13.00–15.00 Allir litir regnbogans (s) Hvernig búum við til fjólubláan, grænan og appelsínugulan? Skyggnst verður inn í töfraheim litanna með töfrasprotanum, þ.e. penslinum sem skapar alla liti regnbogans. Persónuleg og litrík upplifun. 13.00–15.00 Allir litir Rúrí (s) Börnin velja sinn uppáhaldslit í Regnbogaverki Rúrí, rannsaka hann nánar, læra hvað liturinn heitir á ítölsku og frönsku og skyggnast þannig inn í hljóðaforða framandi tungumála. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. 13:00–15:00 Ljósmyndaverkstæði barnanna (s) Á Ljósmyndaverkstæði barnanna má kynnast bláþrykksaðferðinni (cyanótýpa) sem rekur uppruna sinn til árdaga ljósmyndarinnar. Börnin fá að taka sína mynd með heim. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. 13:00–17:00 Hönnun fyrir börn (o) Á sýningunni má sjá hönnun fyrir börn, s.s. tréleikföng, púða, mjúkar verur og annað skemmtilegt. Hlutirnir eru hannaðir og unnir í Ásgarði, Gylfaflöt, Iðjubergi og á Sólheimum í Grímsnesi. Handverk og Hönnun, Aðalstræti 10. 10:00–12:00 Leiðsögn um móðurmál–tvítyngi (o) Gerður Gestsdóttir fræðir áhugasama um móðurmál og mikilvægi þess. Á staðnum verða einnig bæklingar og annað fræðiefni um móðurmál. 10.00–11.30 Móðurmál og menning (o) Spænski móðurmálshópurinn býður upp á orðaleiki, söngtexta og leiki fyrir gesti og gangandi til þess að þeir megi læra og njóta. 10:00–12:00 Lærðu nokkur orð í rússnesku … já eða spænsku! (o) Börnin í móðurmálskennsluhópum kenna gestum að segja og skrifa nokkur orð á spænsku og rússnesku, kynna fyrir þeim frægar teiknimyndapersónur, erlendar bækur, leikföng og fleira. 11:00–12:00 fyrir 10 ára og yngri/13:00–14:00 fyrir 11 ára og eldri Marimbusmiðja (o) Gestir kynnast afrískum marimbum af ýmsum stærðum og gerðum og leika einfaldar útsetningar. Þar læra þeir nokkra rytma, gera skemmtilegar hópæfingar og spila að lokum saman eitt lag. Engrar tónlistarkunnáttu er krafist. Hagaskóli, Fornhaga 1. 13:00–15:00 Áttu pening? (o) Leitaðu að gömlum, öðruvísi og skemmtilegum peningum í skúffum og skápum hjá ömmu og afa og komdu með þá til okkar. Við hjá Myntsafnarafélaginu segjum þér sögu peninganna og leyndarmál. Barnabókasafnið, Norræna húsinu, Sturlugötu 5. 13:00–16:00 Stuttmyndir eftir unglinga í Bíó Paradís (o) Mikil gróska er í stuttmyndagerð í grunnskólum og félagsmiðstöðvum borgarinnar. Hér verður boðið upp á brot af því besta sem unglingar hafa verið að gera, húmor, spennu og dramatík. Bíó Paradís, Hverfisgötu 54. 15.00–17.00 Bryggjubúr (s) Börnunum er sagt frá ýmsum sjávardýrum sem búa við bryggjuna í Reykjavík og í framhaldi af því búa þau til sitt eigið bryggjubúr, sem þau taka svo með sér heim. Víkin– Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði 8. SUNNUDAGUR 22 APRÍL. 11:00–15:00 VOR – Í boði náttúrunnar (o) Við tengjum börn við náttúruöflin; sól, jörð, eld og vatn. Búið verður til gróðurhús úr gömlum krukkum, sólúr smíðað úr trjám, grillað í skóginum, veitt í Elliðavatni og farið í skemmtilegan ratleik. Elliðavatnsbær, Heiðmörk – við hús Skógræktar Reykjavíkur. 12:00–16:00 Stutt í spunann (o) Gestum gefst færi á að kynnast ullarvinnslu fortíðar með því að prófa, fikta og skoða ýmis tæki og tól. Þeir fá tækifæri til að sýna snilli sína með halasnældurnar sem þurfa vonandi ekki að hanga á bláþræði. Landnámssýningin, Aðalstræti 16. 13:00–17:00 Börn og hundar (o) Félagar í Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ) verða með hunda sína til sýnis og gefa börnum góð ráð um umgengni við þá. (Barnagjald gildir fyrir alla inn í garðinn). Fjölskyldu– og húsdýragarðurinn, Laugardal. 13:00–14:30 og 15:30–17:00 Listasmiðjur fyrir fjölskyldur (o) Listasmiðjur fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Boðið er upp á grafíkverkstæði, hreyfimyndagerð og ljósmyndun. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Myndlistaskólinn í Reykjavík, Hringbraut 121. LOKAHÁTÍÐ BARNAMENNINGARHÁTÍÐAR Í LAUGARDALSLAUG : (Frítt fyrir 18 ára og yngri) 13:00–14:00 Sund og söngur (o) Söngnámskeið þar sem raddæfingar og hreyfingar eru gerðar ofan í vatninu. Börnin læra einnig nokkur lög með látbragði og hreyfingum ofani lauginni. 13:30–14:30 Trommuhringur (o) Karl Ágúst Úlfsson býður gestum og gangandi að slá á trommur og upplifa trommuflæði fyrir utan laugina. Engrar kunnáttu krafist. 14:00–14:15 Draumarraddir Norðursins (o) Stúlknakórinn góði flytur nokkur falleg og þekkt lög. 14:15–14:45 White Signal (o) Hljómsveitin White Signal, skipuð krökkum á aldrinum 14–17 ára, lofar að koma öllum í stuð. Hljómsveitin sigraði í símakosningum Rásar 2 á Músiktilraunum 2012. 14:45–15:00 Sirkús Íslands (o) Sirkus Íslands skemmtir sundlaugagestum með samkrulli sirkúsatriða þar sem fífldirfska og fjör eru í fyrirrúmi. Búist við krassandi áhættuatriðum, vænum brögðum og slatta af trúðsklaufum. 15:00–15:10 Rokkhljómsveit Íslands (o) Rokkhljómsveit Íslands er skipuð fjórum 10 ára stelpum sem rokka feitt með lögum á borð við „Við viljum frí“. 15:10–15:20 Sirkús Íslands (o) Jóhanna og Jóhann halda uppi stuði ásamt Sirkús Íslands og Sirkússkólanum. 15:20–15:30 Fimleikafjör (o) Krakkar úr Fimleikdeild Ármanns sýna ótrúlegar kúnstir á sundlaugabakkanum 15:30–16:00 Pollapönk (o) Hjómsveitin Pollapönk tekur lagið og tryllir lýðinn–jafnt unga sem aldna. 14:00–15:00 Barnajóga (o) Jóga og hugleiðsla fyrir börn á öllum aldri og fjörugur möntrusöngur. Starfsfólk leikskólans Sælukots býður fólki á öllum aldri að vera með í jóga, söng og hugleiðsu. 15:00–16:00 Ísland er land þitt (o) Nemendur frá Danslistarskóla JSB sýna dansatriði úr sýningunni Ísland er land þitt. Sýnd verða dansverkin Sjórinn, Djákninn á Myrká og Gullfoss og Geysir. 16:00–17:00 Draumaraddir Norðursins – Stúlknakór (o) Á tónleikunum verða flutt falleg og þekkt lög frá mörgum löndum, auk Disney-laga. Öll lögin verða sungin á íslensku og eru af geisladisknum Draumaraddir Norðursins “ Súkkulaðiland “. Ráðhúsið við Tjörnina. 14.00–15:00 Fjölskyldusmiðja – SPLASS (o) Sigrún Guðmundsdóttir, dansari og myndlistarkennari, kannar með börnum hvernig nota megi vatn til sköpunar. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. kl. 14.00–15.00 Sögustund (o) Kristín Arngrímsdóttir les úr bókum sínum um Arngrím apaskott. Ársafn, Hraunbæ 119. 14.00–14:30 Hiphop hiti–allur aldur (o) Fáðu æðislega útrás, prófaðu hiphop! Brakandi fersk tónlist og gott „bít“ með Natöshu. 14:30–15:00 Breikdans brjálæði–allur aldur (o) Breikið hefur aldrei verið vinsælla, fullt af strákum jafnt sem stelpum. Æðisleg tónlist með mjúkum takti með Natöshu. 15:00–15:30 Zumba–sérstaklega fyrir krakka! (o) Eva Sutoer kennir krakkazumba–nýtt, hressandi og skemmtilegt! 15:30–16:00 Leikrænn spuni fyrir alla krakka (o) Margir krakkar hafa áhuga á leiklist. Nú er tækifærið til að eiga notalega leiklistarstund með kennurunum Ylfu Ösp Áskelsdóttur og Söru Friðgeirsdóttur. 16:00–16:30 Krakka-afró (o) Krakka-afró með Söndru Erlings. Ný og fersk tónlist og fullt af dansi og hreyfingu. Kramhúsið, Skólavörðustíg 12 (gengið inn um portið við Bergstaðarstræti). 14:00 –16:00 Sönglist (o) Nemendur úr Sönglist stíga á svið og skemmta með söng, leik og dansi. Skemmtun fyrir alla þar sem hlýða má á ljúfa tóna og gleðja augu og eyru. 16:00–17:00 Dale Carnegie fyrir unglinga (o) Vilt þú hafa meira sjálfstraust, eiga auðveldara með námið, vera jákvæðari og ná árangri í lifinu? Anna Steinsen frá Dale Carnegie heldur fyrirlestur um hvernig við byggjum upp sjálfstraust. Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12. 14:00–16:00 MyndaSÖGUsmiðja (o) Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, tónlistar- og myndlistarmaður, leiðir teiknimyndasögusmiðju þar sem unnið er með verk Errós. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, Tryggvagötu 17.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.