Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 2
6. september 2012 FIMMTUDAGUR2
... og rjómi
SAMGÖNGUR „Fólk getur beðið í
þessu skýli í marga sólarhringa
án þess að fá leigubíl,“ segir
Jóhann Sigfússon, formaður
Bifreiðastjórafélagsins Átaks, um
safnskýli fyrir leigubílafarþega í
Hafnarstræti.
Haustið 2009 var safnskýlið,
sem þá hafði um langt árabil stað-
ið í Lækjargötu, flutt á núverandi
stað. Þar á fólk að safnast í röð til
að fá leigubíl á nóttunni um helgar.
Á árinu 2010 gekk Jóhann ásamt
leigubílstjóranum Árna Arnari
Óskarssyni á fund fulltrúa borgar-
innar til að ræða þessa breytingu
sem þeir töldu afar misráðna.
„Þeir sögðust vera búnir að átta
sig á að þetta væru mistök en báru
við peningaskorti þegar við báðum
um að skýlið yrði flutt aftur í
Lækjargötu. Borgin virðist enn
ekki telja sig hafa efni á að færa
skýlið en hefur á sama tíma pen-
inga til að hefja strætisvagnaferð-
ir til Akureyrar,“ segir Jóhann.
Núverandi staðsetningu skýl-
isins segja þeir Jóhann og Árni,
sem báðir aka hjá BSR, óhentuga
vegna aðkomunnar að því. „Við
náum aldrei að keyra alla leið
um miðbæinn að þessu skýli án
þess að taka upp farþega,“ segir
Jóhann og útskýrir þannig hvers
vegna fólk geti beðið von úr viti
við skýlið í Hafnarstræti án þess
að fá leigubíl.
Árni segir „furðulegar“ útskýr-
ingar og skilningsleysi hafa mætt
þeim hjá borginni. „Þeir ætluðust
til að við leigubílstjórarnir keyrð-
um Snorrabrautina, Hverfisgöt-
una, Lækjargötuna, Geirsgötuna
og síðan Tryggvagötuna til að
nálgast okkar kúnna í skýlinu í
Hafnarstræti. Það er bara aldeilis
ekki þannig: Við förum skjótustu
og auðveldustu leiðina til að nálg-
ast okkar kúnna; það er að segja
Miklubraut, Hringbraut, Sóleyj-
argötu, Fríkirkjuveg. Þeir sem
losna norðan við koma Sæbraut-
ina,“ segir Árni og kveður hlægi-
legt að „einhverjir skrifpinnar“
sem þekki ekki málavexti haldi
sig geta leyst málin.
„Þegar skýlið var við Lækjar-
götu höfðum við þá reglu að aka
ekki um Sóleyjargötu og Fríkirkju-
veg með laus-skiltið uppi á nótt-
unni til þess að fólk væri ekki að
reyna að ná bílum þar. Við vorum
búnir að ala næstum alla Reyk-
víkinga upp í því bíða þolinmóð-
ir í skýlinu eftir leigubíl. Þar var
skipulag sem virkaði með vörðum
sem gættu þess að allt færi fram
eins og til var ætlast. Núna er
meiri hætta á að fólk rangli beint
fyrir bílana hjá okkur til að reyna
að stoppa þá,“ segir Jóhann Sigfús-
son.
Ekki náðist tal af verkfræðingi
hjá umhverfis- og samgöngusviði
sem vísað var á vegna málsins hjá
borginni í gær. gar@frettabladid.is
Vilja fá leigubílaskýli
í Lækjargötuna aftur
Leigubílstjórar segja veifandi farþega um allar götur skapa hættu sem minnka
mætti með því að setja að nýju upp biðskýli í Lækjargötu. Borgarfulltrúar eru
sagðir hafa takmarkaðan skilning á málinu og útskýringar þeirra furðulegar.
FARÞEGARÖÐIN Í LÆKJARGÖTU Leigubílstjórar segja það bæði tímafrekara og
hættumeira að koma næturgestum miðborgarinnar til síns heima eftir að þetta skýli
var flutt úr Lækjargötu í Hafnarstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Sigtryggur, ertu alveg í rusli?
„Já, ég er alveg í rusli að vera með
ónýta hægri öxl og geta ekkert
gert nema með vinstri hendinni á
þessum ömurlegu pólitísku tímum.“
Sigtryggur Helgason, sem kominn er á
níræðisaldur og er axlarbrotinn, hefur
í sumar lagt mikla vinnu í að halda
Hlyngerði og hverfinu í kring snyrtilegu
með því að tína rusl og uppræta illgresi.
Maðurinn sem fannst látinn
eftir að hann féll af baki í Jök-
ulsá í Lóni á mánudagskvöld
hét Ingólfur Vopni Ingvars-
son. Hann var 53 ára, búsettur
á Höfn í Hornafirði og lætur
eftir sig eiginkonu og þrjú
börn.
Ingólfur var í hestaferð
ásamt hópi manna þegar slys-
ið varð. Félagar hans lentu í
sjálfheldu á eyri í ánni en var
bjargað um kvöldið upp í þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
Lést í
Jökulsá í Lóni
BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti mun
í kvöld taka við útnefningu sem fulltrúi Demókrata-
flokksins í komandi forsetakosningum.
Flokksþing demókrata, sem haldið er í Charlotte í
Norður-Karólínu, mun ná hámarki með ræðu Obama,
en síðustu tvö kvöld hafa Michelle Obama, eiginkona
forsetans, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti, flutt
ræður til stuðnings endurkjörs Obama.
Clinton hafði ekki lokið máli sínu þegar blaðið fór
í prentun í gær, en í máli sínu í fyrrakvöld lagði for-
setafrúin áherslu á að þau hjónin hafi fyrstu ár hjóna-
bandsins átt í fjárhagserfiðleikum og skilji því aðstæð-
ur þeirra samlanda sinna sem berjast nú í bökkum.
Samkvæmt könnunum þykir bandarísku þjóðinni
auðveldara að samsama sig Obama heldur en Mitt
Romney, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, en efna-
hagsmálin gætu þó orðið forsetanum að falli.
Frambjóðendurnir eru hnífjafnir þegar litið er til
heildarfylgis á landsvísu, en þegar litið er til kjör-
mannafjölda hefur Obama talsvert forskot.
Miðað við fyrri forsetakosningar má gera ráð fyrir
því að fylgi við Obama aukist eftir ræðu hans á flokks-
þinginu. - þj
Flokksþing demókrata í Charlotte í Norður-Karólínu nær hápunkti í kvöld:
Obama formlega útnefndur
FORSETAFRÚIN Michelle Obama flutti ræðu á flokksþinginu
þar sem hún þótti standa sig vel. Þar lagði hún áherslu á
að hún og eiginmaður hennar hefðu upplifað margt sem
almenningur gengur í gegnum nú. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMFÉLAGSMÁL Nokkrir mánuðir til
viðbótar gætu liðið þar til íslenskt
fólk, sem ættleiddi tvær stúlkur
frá Kólumbíu, fær úrlausn sinna
mála. Hjónin, Bjarnhildur Hrönn
Níelsdóttir og Friðrik Kristins-
son, hafa verið föst með stúlk-
urnar í Kólumbíu síðan í desem-
ber í fyrra.
Hörður Svavarsson, formaður
Íslenskrar ættleiðingar, segir að
hjónin hafi gert allt rétt í málinu
og séu í góðu samstarfi við ætt-
leiðingaryfirvöld ytra.
Hjónin hittu dómara í yfir-
rétti Medellin-borgar um miðjan
ágúst, að því er
fram kemur á
upplýsingasíðu
þeirra. „Þetta
fer á annað
dómsstig sem
getur tekið ein-
hverja mánuði.
Þau eru bara
þarna úti og það
kostar þau pen-
inga og þetta
er náttúrulega alveg ömurlegt,“
segir Hörður. Félagið hefur reynt
að styrkja þau, en er mjög fjár-
svelt.
„Við höfum verið í samræðum
við ráðuneytið um að það ætti að
leggja þessu fólki til einhvern
stuðning. Þar eru allir af vilja
gerðir og hafa samúð með þeim í
þessum aðstæðum.“ Hörður segir
hins vegar að ekkert hafi verið
afgreitt af hálfu ráðuneytisins.
„Utanríkisþjónustan hefur nú
sýnt það að hún getur lagt Íslend-
ingum lið þegar þeir lenda í erfið-
leikum erlendis, eru settir í fang-
elsi og svona, þá finnst okkur að
það eigi líka að styðja þessa sam-
borgara okkar.“
- þeb
Fjölskylda sem er föst í Kólumbíu á að fá stuðning, segir Íslensk ættleiðing:
Gætu liðið mánuðir til viðbótar
HÖRÐUR
SVAVARSSON
KOSTARÍKA, AP Öflugur jarð-
skjálfti, sem mældist 7,6 stig,
varð á Kostaríka í gær. Nokk-
ur hús hrundu, umferðarteppur
mynduðust og mikil skelfing
greip um sig. Að minnsta kosti
einn maður lést af völdum hjarta-
áfalls.
Laura Chinchilla, forseti lands-
ins, sagði engar fréttir hafa bor-
ist af meiriháttar tjóni og hvatti
fólk til að sýna stillingu.
Gefin var út viðvörun um flóð-
bylgju á vesturströnd Mið-Amer-
íku, en sú viðvörun var afturköll-
uð nokkru síðar. - gb
Harður jarðskjálfti á Kostaríka:
Olli skelfingu
og hús hrundu
DÓMSMÁL Íslendingur um sex-
tugt, sem á við andlega vanheilsu
að stríða, hefur setið í fangelsi á
Spáni um tveggja ára skeið. Í inn-
anríkisráðuneytinu er nú unnið
að því að koma manninum heim
til þess að ljúka afplánun hér á
landi.
Fréttastofa Stöðvar 2 skýrði
frá þessu í gær. Jafnframt kom
fram að maðurinn var handtek-
inn sumarið 2010 á flugvellinum
í Malaga. Fundust rúm fimm kíló
af kókaíni í ferðatösku hans.
- gb
Reynt að fá Íslending heim:
Hefur verið tvö
ár fangi á Spáni
BJÖRGUN Björgunarsveitarmenn
úr Rangárvallasýslu þurftu að
sækja þreyttan mann á Lauga-
veginn í gær.
Maðurinn treysti sér ekki til að
ganga lengra og fóru björgunar-
sveitarmenn á þremur bílum á
svæðið til að sækja hann.
Þá drógu björgunarsveitar-
menn frá Hvolsvelli bíl upp úr
Kirkjufellsósi í nágrenni Land-
mannalauga. Jafnframt þurfti að
flytja blautt göngufólk niður að
Skógum.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
bendir fólki á að nú fari ört kóln-
andi á hálendinu og reikna megi
með mikilli úrkomu. Fólk þurfi
því að búa sig vel og gæta fyllstu
varúðar. - þeb
Björgunarsveitarmenn:
Sóttu þreytta
og blauta
göngumenn
Stal 10 milljónum af KPMG
Tæplega fimmtug kona var í gær
dæmd í átta mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að draga sér tæplega tíu
milljónir króna frá endurskoðunar-
fyrirtækinu KPMG.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SPURNING DAGSINS
Fólk getur beðið í
þessu skýli í marga
sólarhringa án þess að fá
leigubíl.
JÓHANN SIGFÚSSON
FORMAÐUR ÁTAKS
ICESAVE Munnlegur málflutning-
ur í Icesave-málinu fyrir EFTA-
dómstólnum í Lúxemborg mun
hefjast þriðjudaginn átjánda
september næstkomandi.
Eins og kunnugt er snýst málið
um kæru Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA) vegna meintra brota
á tilskipun um innistæðutrygg-
ingar í tengslum við Icesave-
reikninga Landsbankans í Bret-
landi og Hollandi.
ESA höfðaði mál gegn íslensk-
um stjórnvöldum í desember í
síðasta ári og Ísland hefur lagt
fram skriflega málsvörn. - þj
Icesave-málið fyrir dómi:
Munnlegur
málflutningur
eftir tvær vikur
EFTA DÓMSTÓLLINN Munnlegur mál-
flutningur í Icesave-málinu hefst um
miðjan mánuðinn.