Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 6

Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 6
6. september 2012 FIMMTUDAGUR6 DÓMSMÁL Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkisráðherra, fékk afhent minnisblað frá starfs- mönnum varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins mánuði áður en hann lét af embætti árið 1995 þar sem lýst var einu og öðru „vafasömu“ í starfsemi Kögunar. Meðal þess sem þar sagði var að hlutir í fyrirtækinu væru óðum að færast á hendur Gunnlaugs M. Sig- mundssonar og fjölskyldu hans í stað þeirrar dreifðu eignaraðildar sem kveðið var á um í upphaflegum samningum um stofnun Kögunar. Jón Baldvin sagði jafnframt að sér hefði aldrei gefist tími til að óska frekari skýringa á málinu. Þetta kom fram við aðalmeð- ferð meiðyrðamáls Gunnlaugs gegn bloggaranum Teiti Atlasyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Gunnlaugur stefndi Teiti fyrir bloggfærslu þar sem hann sagði Gunnlaug eiga auð sinn undir póli- tískum tengslum og að hann hefði, sem þingmaður, komið sér þannig fyrir að hann hefði öðlast innherja- upplýsingar um Kögun og að end- ingu sölsað fyrirtækið undir sig. Gunnlaugur sagði fyrir rétti í gær að hann hefði verið þekktur sem heiðarlegur og góður rekstr- armaður og að ummæli Teits hefðu dregið úr trúverðugleika hans. „Þetta hefur í rauninni tætt sundur líf fólks,“ sagði Gunnlaugur, og kvað málið hafa lagst þungt á konu sína, sem einnig er stefnandi í málinu, móður hennar og sum börn þeirra. Gunnlaugur og lögmenn hans spurðu jafnframt að því hvernig hann hefði mögulega getað misnotað stöðu sína sem þingmaður á árunum 1995 til 1999 til að komast yfir upp- lýsingar mörgum árum áður. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmað- ur Teits, fór fram á að málinu yrði vísað frá dómi á þeim grundvelli að kröfugerðin væri allt of óskýr og víð og ekki væri eðlilegt að leggja það á herðar dómara að sigta meint meið- yrði út úr lengri, samfelldum texta. Sigríður Rut benti á að Kögun- armálið svokallaða hefði verið til umræðu í samfélaginu í nærfellt tvo áratugi og að mannorð Gunn- laugs hefði ekki beðið meiri hnekki af bloggfærslu Teits en af annarri umræðu um málið, til dæmis blaða- grein í Morgunblaðinu árið 1998 sem var grunnurinn að bloggfærsl- unni og ekki hefði verið höfðað meiðyrðamál út af. Þá útskýrði Sigríður Rut að tján- ingarfrelsið væri rækilega varið af stjórnarskránni og mannrétt- indasáttmálum og að knýjandi þörf þyrfti að vera fyrir að takmarka það. Sú þörf væri ekki fyrir hendi í þessu máli. stigur@frettabladid.is SKIPTAR SKOÐANIR Gunnlaugur, til vinstri, mætti í dóminn ásamt lögmönnum sínum, feðgininum Skúla Bjarnasyni og Erlu Skúladóttur. Til hægri sést Teitur ræða við lögmann sinn, Sigríði Rut Júlíusdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á meðal gagna í málinu er fyrsta fréttin af málsókn Gunnlaugs, sem birtist í Fréttablaðinu 8. júní í fyrra. Teitur og verjandi hans halda því fram að með því að fara óblíðum orðum um Teit í viðtali við Fréttablaðið hafi Gunnlaugur gert sig útsettari en ella fyrir óvæginni umfjöllun af hálfu Teits. Gunnlaugur sagði fyrir dómi í gær að um óformlegt spjall hans við blaðamann hefði verið að ræða, hann hefði ekki veitt leyfi fyrir því að vitnað yrði til orða hans og að hann hefði í samtalinu sagt að Teitur hefði hegðað sér „eins og galinn maður“, frekar en að hann væri galinn maður. Af þessu tilefni vill Fréttablaðið taka fram að upptaka er til af samtalinu. Þar kynnir blaðamaður sig sem slíkan og ræðir stuttlega við Gunnlaug um tilefni málshöfðunarinnar, án þess að nokkur fyrirvari sé gerður um að viðtalið skuli ekki sett á prent. Samtalið er nákvæmlega haft eftir í blaðinu og Gunnlaugur hefur aldrei – fyrr en í dómssal í gær – gert athugasemd við fréttina. Athugasemd frá Fréttablaðinu Segir blogg Teits hafa lagst þungt á ættina Gunnlaugur Sigmundsson segir trúverðugleika sinn hafa beðið hnekki af blogg- færslu Teits Atlasonar. Jón Baldvin Hannibalsson bar fyrir rétti um minnisblað utanríkisráðuneytisins þar sem sagði frá ýmsu „vafasömu“ varðandi Kögun. GAMLIR VINIR Lögmenn Gunnlaugs bentu oftar en einu sinni á það að vitnisburð Jóns Baldvins Hannibalssonar bæri að skoða í því ljósi að hann væri góður vinur Atla Heimis Sveinssonar, föður Teits, til áratuga. DÓMSMÁL Gunnlaugur M. Sig- mundsson, fyrrverandi alþingis- maður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Til- efnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. „Þetta er eitt allsherjar- bull í gölnum manni þannig að það er ekk- ert annað að gera,“ segir Gunnlaug- u r u m stefn- una. Bloggfærsl- an var undir yfirskriftinni „Formaður Framsóknar- f lokksins og hræðslan“ en henni hefur nú verið breytt og inniheldur einungis þrett- án ára gamla umfjöllun úr Morgunblaðinu um málefni fyrirtækisins Kögunar, sem Gunnlaugur fór fyrir. „Þetta snýst um það að sonur minn segir að ríkisstjórnin sé hrædd og þá snýr hann þessu upp á fjölskyldu Sigmundar, það er að segja mig og konuna mína – að ég hafi notað aðstöðu mína sem þingmaður til þess að komast að innherjaupplýsingum og frétt af stórum samningi við NATO,“ segir Gunnlaugur um blogg- færsluna, en hann er faðir Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Gunnlaugur segist hafa boðið Teiti sættir en þeim hafi Teitur hafnað. „Hann virðist telja að þar sem ég hafi einu sinni verið opinber persóna þá sé honum heimilt að kasta í mig hvaða skít sem er,“ segir hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um stefnuna og vísaði á lögmann sinn, Erlu Skúladóttur. Erla staðfesti að málið hefði verið höfðað og það yrði þing- fest 28. júní en vildi ekki tjá sig að öðru leyti og kvaðst ekki vilja reka málið í fjölmiðlum. Hvorki náðist í Teit né lög- mann hans í gær. - sh Gunnlaugur M. Sigmundsson stefnir bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði: „Eitt allsherjarbull í gölnum manni“ GUNNLAUGUR M. SIGMUNDSSON TEITUR ATLASON FRÁBÆRT VERÐ! DUBLIN 1. - 5. NÓV. - 4 DAGA FERÐ Verð frá: 83.900 kr. á mann m.v 2 fullorðna í tvíbýli í 4 nætur á Bewleys Ballsbridge með morgunmat inniföldum LÁGMÚLA 4 108 RVK SÍMI 585 4000 URVALUTSYN.IS Ferðaskrifstofa BORGARMÁL Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýndi á borg- arstjórnarfundi vinnubrögð bæði stjórnar Austurhafnar og nokk- urra embættismanna Reykja- víkur, sem hann segir hafa neit- að sér um rekstrarúttekt KPMG vegna tónlistarhússins Hörpu. „Jafnvel eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi skýrsluna til fjölmiðla, neitaði stjórnin að afhenda undirrit- uðum hana,“ segir í bókun Kjart- ans á fundinum. „Eftir því sem næst verður komist, studdu þrír fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórninni umrædda ákvörðun.“ Kjartan segir það með ólíkind- um að stjórn Austurhafnar „skuli kjósa að halda mikilvægum upp- lýsingum um fjárhag Hörpunnar frá kjörnum fulltrúa. Ekki er síður ámælisvert að stjórnarmenn, skip- aðir af Reykjavíkurborg skuli taka fullan þátt í því með þessum hætti að halda umræddum upplýsingum frá kjörnum borgarfulltrúa.“ Á fundinum lagði Kjartan jafn- framt fram fimm fyrirspurnir um fjárhag Hörpunnar og þau vinnu- brögð sem ástunduð hafa verið í tengslum við húsið. - gb Kjartan Magnússon borgarfulltrúi ósáttur við stjórn Austurhafnar: Fær ekki upplýsingar um Hörpu HARPA Kjartan segir vinnubrögð embættismanna ámælisverð. SVÍÞJÓÐ Starfsmenn veitingahúsa og bara í Svíþjóð eru líklegri til þess að drekka óhóflega mikið en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn. Ungar konur á aldrinum 18 til 29 ára eru í mestri hættu, en 82 prósent þeirra drukku „hættulega mikið magn af áfengi“. Í heild- ina þóttu 63 prósent starfsmanna drekka hættulega mikið. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart, sagði Thor Norström, einn höfunda rannsóknarinnar í sam- tali við AFP fréttastofuna. - þeb Kom höfundum ekki á óvart: Barstarfsmenn drekka óhóflega Fórstu til útlanda í sumar? Já 35,9% Nei 64,1% SPURNING DAGSINS ÍDAG: Hefur þú nokkurn tíma unnið í Lottó eða Víkingalottó? Segðu þína skoðun á Vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.