Fréttablaðið - 06.09.2012, Page 8

Fréttablaðið - 06.09.2012, Page 8
6. september 2012 FIMMTUDAGUR8 www.volkswagen.is Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8“ á lfe lg ur , þ ok ul jó s og li ta ða r rú ðu r - fyrir okkur öll Volkswagen Polo Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Polo Trendline 1.2 TDI Polo kostar aðeins frá 2.290.000 kr. SKATTUR Ríkisskattstjóri hækkaði í fyrra skatta um tæpan milljarð króna vegna 21 máls frá skatt- rannsóknarstjóra. Það sem af er þessu ári hefur ríkisskattstjóri hækkað skatta um 674 milljónir króna vegna mála frá skattrann- sóknarstjóra. Gjaldabreytingar á þessu ári voru vegna 43 aðila. Hluti þeirra mála er skattaskjóls- mál. „Heildarskattahækkanirnar vegna aðgerða ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra í fyrra og það sem af er þessu ári eru 11,8 milljarðar króna. Lagfæringar og leiðréttingar eru ekki inni í þess- ari upphæð. Eftirlitsmál eru hins vegar í þessari upphæð en fjöldi þeirra var í fyrra 491,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Kerfisbundið undanskot á fjár- magnstekjuskatti er mest áberandi í svokölluðum skattaskjólsmálum, að sögn Skúla. „Það er óhætt að segja að fjármagnstekjuskattur sé sá skattur sem er einna drýgst- ur í þessu. Menn hafa ekki staðið skil á honum. Þegar ráðstafanir eru gerðar í gegnum skattaskjól er oftast verið að fela söluhagnað. Fjármagnstekjurnar eru vantaldar í gegnum aflandsfélög.“ Árið 2009 skoðaði ríkisskatt- stjóri notkun á kreditkortum sem gefin voru út erlendis og skuld- færð þar en notuð til úttektar hér á landi. „Við báðum um upplýsing- ar um notkun yfir ákveðinni upp- hæð. Þetta var aðferð til að finna stærri undanskot. Út úr þessu komu 60 aðilar sem þannig hátt- aði til um. Við vissum ekki fyrir fram hverjir þeir væru. Talið var að um kerfisbundið undanskot frá skatti væri að ræða í helmingi til- vikanna og voru þau mál öll send skattrannsóknarstjóra. Rannsókn á þeim er nú að mestu lokið og er búið að leggja á skatt í langflestum þeirra,“ segir ríkisskattstjóri. Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri greindi frá því í viðtali við Fréttablaðið á þriðjudag að hluti skattaskjólsmálanna hefði komið upp á yfirborðið í kjölfar kreditkortamálsins. Í ljós hefðu komið tengsl á milli sumra þeirra. „Ýmis gögn og upplýsingar varð- andi sum málanna hafa leitt okkur inn í önnur.“ ibs@frettabladid.is Vangoldnir skattar upp á 12 milljarða Aðgerðir ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra hafa leitt til skattahækkana upp á 11,8 milljarða í fyrra og það sem af er þessu ári. Kerfisbundið undanskot á fjármagnstekjuskatti áberandi í skattaskjólsmálum, að sögn ríkisskattstjóra. SKATTASKJÓL Langflest skattaskjólsmálanna tengjast Lúxemborg. Ríkisskattstjóri segir fjármagnstekjur vantaldar í gegnum aflandsfélög. Þegar ráðstafanir eru gerðar í gegnum skattaskjól er oftast verið að fela söluhagnað. SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON RÍKISSKATTSTJÓRI LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á Suð- urnesjum barst í fyrrinótt til- kynning um að mikil reykjarlykt væri í stigagangi fjölbýlishúss. Þegar lögreglumenn komu á stað- inn var mikil brunalykt þar og reyndist hana leggja frá potti á eldavél í einni af íbúðunum. Húsráðandi hafði verið að sjóða sér egg seint í gærkvöld og sofnað út frá eldamennskunni. Hann kvaðst sjálfur myndu reyk- ræsta íbúð sína. Mikil reykjarlykt í fjölbýlishúsi: Sofnaði yfir eggjasuðunni 1. Hvaða lið tryggði sér á þriðjudag í fyrsta sinn Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu kvenna? 2. Hver er nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins? 3. Hvað er talið að væntanleg ný útgáfa snjallsíma Apple eigi að heita? SVÖR 1. Lið Þórs/KA. 2. Illugi Gunnarsson. 3. Iphone 5. • High-Tech Polyethlen-akrýl efni • Langtíma yfi rborðsvörn • Einstök UV vörn • Háglans án póleringar • Hreinsar og ver í einni umferð Bílasmiðurinn hf · Bildshöfða 16 sími: 5672330 ALLT SEM Þú ÞARFT NANO-TECH BÍLABÓN HEILBRIGÐISMÁL Raflögnum og rafbún- aði á sjúkrastofnunum hér á landi er víða ábótavant. Þetta kemur fram í úttekt Mannvirkjastofnunar á ástandi raflagna og rafbúnaðar á yfir hundrað sjúkrastofnunum. Mannvirkjastofnun hefur undan- farin þrjú ár látið skoða raflagnir á sjúkrastofnunum til að fá sem gleggsta mynd af ástandi þessara mála og koma ábendingum á framfæri um það sem betur mætti fara. Í úttekt stofnunarinnar kemur fram að í 80 prósentum tilvika hafi verið gerðar athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum. Þá voru í um 60 prósentum tilvika gerðar athugasemdir við tengla og töfluskápa. „Úr sumum ágöllum má bæta með betri umgengni en flestar athugasemd- irnar kalla á fagþekkingu,“ segir í til- kynningu stofnunarinnar. Gamall og bilaður rafbúnaður og aðgæsluleysi fólks eru meðal helstu orsaka raf- magnsbruna. „Eigendur og forráða- menn á sjúkrastofnunum bera ábyrgð á ástandi þess rafbúnaðar sem þar er notaður. Því er brýnt að löggiltur rafverktaki yfirfari raflagnir og raf- búnað á fyrrgreindum stöðum svo að öryggi sjúklinga og starfsfólks sé tryggt.“ - þeb Mannvirkjastofnun gerði úttekt á ástandi rafmagns á sjúkrastofnunum hér á landi: Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant AF SJÚKRAHÚSI Merkingar í rafmagnstöflum á sjúkrastofnunum voru í ólagi í 80 prósentum tilvika. NORCIPHOTOS/GETTY FERÐAMANNAIÐNAÐUR Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um tólf prósent miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum Hag- stofu. Gistinætur í júlí voru nú 254.900, en um 90 prósent af þeirri tölu eru vegna erlendra ferðamanna. Gistinóttum útlend- inga fjölgaði um þrettán prósent, en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um um það bil átta prósent. Sé litið til fyrstu sjö mánaða ársins hefur gistinóttum fjölgað um rúm átján prósent frá síðasta ári. Á því tímabili fjölgaði gisti- nóttum erlendra gesta um fimmt- ung en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um ellefu prósent. - þj Tölur frá Hagstofu Íslands: Gistinóttum fjölgaði í júlí Á FERÐ UM LANDIÐ Gistinóttum erlendra ferðamanna hefur fjölgað um fimmtung það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tíu bjargað af skútu Áhöfnin á færeyska varðskipinu Brimli bjargaði í fyrrakvöld tíu manna áhöfn pólskrar skútu. Skipstjórinn hafði óskað eftir aðstoð en skútuna rak stjórnlaust í stórsjó vestur af Færeyjum. Skipverjar voru heilir en þrekaðir eftir mikið volk. FÆREYJAR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.