Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 12

Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 12
6. september 2012 FIMMTUDAGUR Að taka strætó á milli bæj- arfélaga virðist vera ódýr- asti ferðamátinn sem völ er á. Vagnarnir munu keyra til meira en fjörutíu bæjar- félaga eftir áramót. Strætó bs. fær 30 milljónir árlega frá sveitarfélögunum fyrir þátt sinn í starfinu. Hinar hefðbundnu strætóferðir eru ekki lengur bundnar við styttri vegalengdir innan bæja- eða borg- armarka, eins og landsmönnum ætti að vera orðið kunnugt. Farþeg- ar geta ferðast með vögnunum um allt Suðurland, mestallt Norðurland og eftir áramót til Austurlands. Strætó er farinn að sinna mun víð- ara þjónustuhlutverki; ferðum sem rútur og skipulagðir langferðarbíl- ar gerðu áður, eins og við þekkjum frá nágrannalöndum okkar. Mikið hefur verið fjallað um þetta breytta fyrirkomulag Strætós í fjölmiðlum, og sýnist sitt hverjum. Sérleyfishafar hafa gagnrýnt fyr- irtækið og segja sumir að útboðin hafi ekki verið sanngjörn, jafnvel ósamkeppnishæf. Verkefnið er samstarf á milli Strætós BS. og landshlutasamtaka sveitarfélaga. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós, segir það fyrst og fremst til komið vegna hagræðingar í stjórnsýslunni og vilja sveitarfélaganna til að bjóða landsmönnum upp á sem hagkvæm- astan ferðamáta. „Málaflokkurinn fluttist frá rík- inu til landshlutasamtaka sveitar- félaga, ásamt peningunum sem því fylgir,“ segir Reynir. „Sá peningur er notaður til að bjóða upp á akst- ur á milli landshluta. Aksturinn er boðinn út, lægsta tilboði tekið og allt er þetta miðað við fjárhaginn sem er í boði.“ Ódýrast að ferðast um landið með Strætó Strætóleiðir á landsbyggðinni Borgarnes Reykjavík Akranes Hveragerði Þorlákshöfn Skálholt Vík Borg í Grímsnesi Hella Reykholt Bifröst Skagaströnd Akureyri Ólafsvík Reykhólar Búðardalur Hólmavík Flúðir Kirkjubæjarklaustur Laugarvatn Landeyja- höfn Kleppjárnsreykir Baula Hvammstangi Blönduós Varmahlíð Grundar- fjörður Hellissandur Selfoss Stokkseyri Höfn Þórshöfn Siglufjörður Húsavík Egilsstaðir Reykholt Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Hvanneyri Varmland Staðarskáli Sauðárkrókur Stykkishólmur Rif Eyrar- bakki Núverandi leiðarkerfi Strætós um landið Áætlaðar ferðir Strætós eftir áramótin 2012-2013 Suðurland Hveragerði, Selfoss, Hella, Vík, Kirkjubæjarklaustur, Höfn, Hvolsvöllur, Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri, Flúðir, Reykholt, Laugarás. Suðurnes Keflavík, Njarðvík, Garður, Grindavík, Sandgerði, Reykjanesbær Vesturland Akranes, Borgarnes, Bifröst, Stykkishólmur, Hvanneyri, Reykholt, Varmaland, Grundarfjörður*, Ólafsvík*, Hellissandur* Norðurland / Austurland Staðarskáli, Hvammstangi, Skagaströnd, Blönduós, Varmahlíð, Akureyri, Siglufjörður, Húsavík, Þórshöfn, Egilsstaðir. Ekki hefur verið ákveðið frekar um önnur smærri byggðarlög, en verið er að skoða hvort kostur sé að fjölga leiðum enn frekar. *Önnur farartæki taka við farþegum Strætós á Snæfellsnesi og flytja til við- komandi bæja. Strætó til meira en 40 bæja eftir áramót Gjaldskrá Strætó miðast við fjölda „gjaldbelta“ sem ekin eru og kostar ferð um eitt belti, sem er 22 kílómetrar í loftlínu, 350 krónur. Sé miðað við fullt gjald kostar miðinn með Strætó 7.700 krónur, sem er töluvert ódýrara en með langferðarbílum Sterna, þar sem rútuferðin kostar 11.800. Ökutíminn er svipaður, sex tímar með rútu og sex tímar og korter með Strætó. Til gamans má einnig geta að flug með Flugfélagi Íslands á milli bæjarfélag- anna kostar frá 7.900 krónum, ef pantað er nógu snemma, upp í 18.830 krónur. Sú ferð tekur að jafnaði um 45 mínútur. Starfsmenn á vegum ríkis- ins fá samkvæmt útreikningum Ferðakostnaðarnefndar greiddar tæpar 45 þúsund krónur fyrir að ferðast á eigin bíl á milli bæjarfélaganna, en hafa ber í huga að þar er slit og notkun bílsins tekið inn í kostnaðinn. Hægt er að reikna út fargjald Strætós á milli bæjarfélaga með því að fara inn á heimasíðu fyrirtækisins og skoða reiknivélina undir „Gjaldskrá“. Munar 4.100 krónum á Strætó og rútu Reynir segir forskot Strætós vera stórt í þessum efnum, þar sem reynsla, tækni og þekking komi saman til að gera þetta á sem öruggastan og hagkvæmastan hátt. Útboðsverðmæti alls aksturs um Vestur- og Norðurland er 202 milljónir króna og fær Strætó 15 prósent af þeirri þóknun. „Þessar 30 milljónir eru fyrir okkar umsýslu í málinu,“ segir Reynir. „Það er fyrir að reka og sjá um upplýsingakerfi, öryggis- mál, skipulagningu ferða og við- hald ökutækja.“ KEYRA ÚT Á LAND Hinir hefðbundu gulu vagnar Strætós munu halda sig við höfuðborgarsvæðið á meðan þessir bláu og gulu keyra út á land. Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Fréttaskýring: Strætó er valkostur um mestallt land Fimm flottar Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is F ÍT O N / S ÍA 20.700 kr.* *Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð, valdar dagsetningar og valin flug. Barcelona frá: 18.700 kr.* París frá: 15.700 kr.* Berlín frá: 14.950 kr.* Varsjá frá: 20.700 kr.* Alicante frá: BÓKAÐUNÚNA! FRAMHALDSFLUG ÚT U M ALLA EVRÓPU! Við aðstoðum þig við að b óka framhaldsflug til fjölda borga í Evrópu. H afðu samband í síma 5 500 600 eða kynn tu þér málið á www.icelandexpress.is! á frábæru verði! 200.00 0 hótel í 165 löndum / 800.0 00 bíla r í 125 lö ndum HÓTEL OG BÍLBÓK AÐU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.