Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 18
6. september 2012 FIMMTUDAGUR18 18 hagur heimilanna FRAMANDI VESTNORRÆN MENNINGARHELGI REYKJAVÍK 7.–9. SEPTEMBER 2012 Skoðaðu alla dagskrána á: www.facebook.com/NyjarSlodir Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík S: 5517030 www.norraenahusid.is facebook.com/norraenahusid Gámarnir opna víðsvegar um borgina laugardaginn 8. september. kl. 12.00. Kíktu inn! Laugardaginn 8. september kl. 18.00: Tónleikar í flugskýli Flugfélags Íslands. Taktu þátt í skemmtilegum ratleik með flottum vinningum frá Flugfélagi Íslands, 66°Norður og DILL. Dagskrárbækling hátíðarinnar er hægt að nálgast í ráðhúsi Reykjavíkur, í Norræna húsinu og í flugstöð Flugfélags Íslands. Norræna Ráðherranefndin Bíó Paradís í kvöld kl. 20.00: Rammatík sýna og segja frá verkum sínum um Færeyjar. Aðgangur ókeypis. Veitingar í boði. Norræna húsið Flugvöllur Ráðhús Reykjavíkurhöfn Það var ekki erfitt að kaupa ljósaperu þegar valið var kannski á milli 40 eða 60 w glóperu. Nú þegar orku- sparandi perur eiga að vera allsráðandi á markaðnum er valið orðið flóknara þar sem hafa þarf í huga fjölda tæknilegra atriða. Guðjón L. Sigurðsson, for- maður Ljóstæknifélags Íslands, segir neytendur þurfa að kynna sér vand- lega ýmis atriði við kaup á orkusparandi perum. „Þegar gló- perurnar voru allsráðandi þurfti maður til dæmis ekkert að vita um litarhitastig sem gefið er upp í kelvingráðum eða litarendurgjöf. Þessi atriði eru meðal þeirra sem neytendur þurfa nú að þekkja því að þau skipta miklu máli við lýs- ingu.“ Kelvinmagnið segir til um hversu hlý eða köld birtan af per- unni er. Gömlu glóperurnar sem eru á leið út af markaðnum voru með 2.700 kelvin-gráður sem er hlý birta. Ef talan er hærri verð- ur birtan kaldari, að því er Guðjón greinir frá. „Litaendurgjöfin skiptir máli þegar unnið er með liti eða við nákvæmnisvinnu. Glóperan hefur fullkomna litarendurgjöf en flúr- perur hafa ekki þann eiginleika að litrófið skili sér alveg til baka. Hægt er að velja flúrperur sem gefa hærri og lægri gildi. Því hærri sem þau eru, þeim mun dýr- ari er peran.“ Guðjón bendir á að prófanir hafi sýnt að endingartími orkusparandi Ekki er skynsamlegt að nota sparperu þar sem menn hafa stutta viðveru, eins og til dæmis í geymslum, stigagöngum eða anddyri. „Sumar smáflúrperur eru mjög lengi að hitna og maður er farinn áður en peran er orðin það heit að maður sjái það sem maður þarf að sjá. En það er hægt að fá smáflúrperur sem eru sneggri að hitna en aðrar. Þær kosta hins vegar meira,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður Ljóstæknifélags Íslands. GÓÐ HÚSRÁÐ Bílaþvottur Matarsódi gagnast við bílrúðuþvott Með aukinni vætutíð á haustin safnast meiri óhreinindi á bíla landsmanna. Þá kann að vera að yfir sumarið hafi safnast upp óhreinindi framan á þá eftir flugur sem ekið hefur verið á. Þær geta verið eins og límdar á glerið í bílrúðum og á ljósum. Ein leið til að auðvelda þvottinn án þess að grípa til sterkari efna er að strá matarsóda á rakan svamp, eða leysa upp tvær matskeiðar af sóda (eða svo) í fötu af vatni og nota svo til að þurrka skellur og óhreinindi af ljósabún- aði og rúðum bílsins. Huga þarf að fjölda tæknilegra atriða þegar sparpera er keypt Ekki sparperur þar sem viðvera er lítil Bestu og verstu kaup Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings eru bæði tengd fjallaleiðöngrum. Hann er ekki lengi að rifja upp bestu kaupin, sem voru fjallgönguskór sem hann fjárfesti í á menntaskóla- árunum. „Þegar ég var að byrja í fjallamennsku var ekki hægt að fá neina gönguskó á Íslandi. En Iðunn, skóverksmiðja á Akureyri, byrjaði svo allt í einu að framleiða skó með svokölluðum Vibram- sólum, og þetta var eins og maður hefði himin höndum tekið þegar maður fór í þeim á fjöll,“ segir Ari Trausti. „Þeir opnuðu nýja vídd í fjallamennsku.“ Verstu kaup Ara Trausta er notuð Pentax-myndavél, sem hann keypti í ótilgreindri verslun í Reykjavík upp úr 1990. „Með henni klúðraði ég bæði myndatöku í Gríms- vatnagosi og leiðangri í Alpana,“ segir hann. „Svo kom í ljós að hún hafði orðið fyrir höggi áður en ég keypti hana sem gerði fókusinn ónýtan. Þetta reiknast sem sannarlega vond kaup.“ NEYTANDINN: ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON JARÐFRÆÐINGUR Klúðraði Grímsvatnagosi og leiðangri í Alpana Ljós yfir borði í eldhúsi og stofu: 230 V halogen-pera. Dimmir er kostur. Standlampi: LED-, halogen- og sparperur henta vel. Leslampi: Halogen-pera en LED-pera er góður kostur ef hitinn af halogen-perunni þykir pirrandi. Borðlampi: Sparpera eða LED-pera. Skrifborðslampi: LED-pera eða halogen-pera. Vegglampi: Halogen-pera ef nota á dimmi. Annars er hægt að velja sparperu eða LED-peru. Ef LED-pera er valin þarf að gæta þess að peran lýsi upp allan skerminn. Loftljós: Halogen er besti kosturinn ef dimmir er notaður. Annars er hægt að velja hvaða peru sem er. Náttborðslampi: LED-pera. Mælt er með að prófaðar séu LED-perur frá fleiri framleiðendum en einum ef lýsingin þykir ekki góð. Baðljós: Halogen-pera eða LED-pera. LEIÐBEININGAR UM VAL Á ORKUSPARANDI PERUM SEM FAGSTJÓRI NORSKA TÆKNI- FÉLAGSINS HEFUR TEKIÐ SAMAN OG BIRT ERU Á VEFSÍÐU NORSKA RÍKISÚTVARPSINS. Að velja réttu peruna KRÓNUM munar á kílóverði haframjöls frá því í fyrra. Þá kostaði kílóið 401 krónu en kostaði undir lok annars ársfjórðungs í ár 468 krónur samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 67 pera sé alls ekki í öllum tilvikum jafnlangur og framleiðendur gefa upp. „Ég hef líka sjálfur komist að því. Ég hef keypt sparperur frá öllum framleiðendum og prófað þær heima. Enn hef ég ekki dott- ið niður á peru sem endist miklu lengur en glópera. Endingartíminn hefur alls ekki verið tífaldur á við glóperu eins og margir framleið- endur halda fram.“ Við kaup á orkusparandi perum ætti að kanna hvort ábyrgð er á þeim og þá hversu lengi. Nú er hugtakið lumen notað í stað vatta. Upplýsingar með samanburð- inum er að finna á umbúðum orku- sparandi pera. Sparperum má ekki henda með venjulegu sorpi, heldur eiga þær að fara í sérstök ílát á end- urvinnslustöðvum. ibs@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.