Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 26
26 6. september 2012 FIMMTUDAGUR
Núverandi ríkisstjórn er með eindæmum óvinsæl um þess-
ar mundir. Nýjustu kannanir
mæla stuðning við stjórnina upp á
aðeins 34%. Þetta er einkennilegt í
ljósi þess hversu vel hefur gengið
að koma hagkerfinu aftur á rétta
braut eftir hrunið og einnig í ljósi
þess hversu mörgum stórum og
mikilvægum málum ríkisstjórn-
inni hefur tekist að koma í gegn á
skömmum tíma.
Lítum yfir farinn veg hjá
ríkisstjórninni:
1. Stóru bankarnir: Hún náði
samningum við kröfuhafa Glitn-
is og Kaupþings sem fólu í raun í
sér einkavæðingu Íslandsbanka
og Arion banka. Ég held að marg-
ir eigi til að gleyma því hvað þetta
var mikilvægt. Upprunalega hug-
myndin var að ríkið myndi eiga
alla bankana þrjá. Og þar sem stór
hluti fyrirtækja í landinu var í van-
skilum hjá bönkunum eftir hrunið
hefði ríkið því í raun svo gott sem
átt stóran hluta margra fyrirtækja
í landinu. Við hefðum verið ansi
nálægt fullkomnum sósíalisma þar
sem ríkið hefði getið hafist handa
við fyrirgreiðslupólitík og mið-
stýringu af áður óþekktri stærðar-
gráðu. En þess í stað einkavæddi
þessi fyrsta vinstristjórn Íslands-
sögunnar tvo af bönkunum þremur
á skömmum tíma án spillingar. Það
verður að teljast talsvert afrek.
2. Ríkisfjármálin: Hún hefur sann-
arlega lyft grettistaki í ríkisfjár-
málum. Fjárlagahallinn þegar hún
tók við var 13% af vergri þjóðar-
framleiðslu og ríkissjóður stefndi
hraðbyri í greiðsluþrot. Nú hefur
þessum fjárlagahalla að stærstum
hluta verið eytt á örfáum árum.
Það var gert með blöndu af niður-
skurði og skattahækkunum en án
þess að velferðarkerfið léti á sjá
svo um munaði. Á árunum fyrir
hrun var því stíft haldið fram að
vinstrimönnum væri ekki treyst-
andi til þess að reka ábyrga efna-
hagsstefnu. Hið gagnstæða hefur
sannast. Vinstrimenn tóku við
einum mesta efnahagsvanda sem
við Íslendingar höfum upplifað og
ráku svo ábyrga efnahagsstefnu að
jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hampar þeim. Ef ekki fyrir þetta
þá værum við í vondum málum í
dag.
3. Landsvirkjun: Hún skipaði
nýjan forstjóra Landsvirkjunar
sem hefur gjörbreytt stefnu fyrir-
tækisins í þá átt að hámarka verðið
(og þar með arðinn) sem við fáum
fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar
ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun
af einhverjum ástæðum að upplýsa
almenning um orkuverð til stóriðju.
Öll umræða um skynsemi stóriðju-
framkvæmda var af þeim sökum
út og suður. Þessu var strax breytt
eftir að ný forysta tók við. Þá kom í
ljós að Landsvirkjun hafði verið að
selja orkuna með nokkuð ríflegum
afslætti af einhverjum ástæðum.
En nýr forstjóri hefur síðan lagt
áherslu á að hverfa af þeirri braut.
Og nú glittir í það að Landsvirkjun
geti farið að greiða eiganda sínum
talsverðan arð. Það var mikið!
4. Seðlabankinn: Hún rak Davíð
Oddsson úr Seðlabankanum. Ég
hvet lesendur til þess að reyna að
hugsa þá hugsun til enda að Davíð
væri enn seðlabankastjóri.
5. Skuldavandi heimilanna: Hún
hefur staðið sem klettur gegn ævin-
týralegum þrýstingi um almenna
skuldaniðurfellingu. Slík skulda-
niðurfelling hefði haft afleitar
afleiðingar. Hún hefði verðlaunað
þá sem fóru sér að voða fjárhags-
lega á árunum fyrir hrun á kostn-
að þeirra sem fóru varlegar. Hún
hefði kostað ríkið hundruð millj-
arða og því í raun þýtt miklu hærri
skatta í áratugi (og eru skattar
nógu háir fyrir). Hún hefði í mörg-
um tilfellum falið í sér stórkost-
legar niðurgreiðslur til hátekju- og
stóreignafólks á kostnað almennra
skattgreiðenda. Og hún hefði falið
í sér verulega tilfærslu fjár frá
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins (hún hefði verið ein-
hver stærsti landsbyggðarskattur
sögunnar). Í stað almennrar niður-
fellingar hefur ríkisstjórnin stað-
ið fyrir aðgerðum sem beinast sér-
staklega að þeim sem virkilega
þurfa á hjálp að halda (110% leið-
in, greiðsluaðlögun, skuldaaðlögun,
beina brautin, breytingar á gjald-
þrotalögum). Það er súrt að sjá rík-
isstjórnina gjalda fyrir það að taka
jafn skynsama afstöðu í jafn mik-
ilvægu máli. Og sérstaklega súrt
að sjá sjálfskipaða postula eignar-
réttar og ábyrgrar efnahagsstefnu
kasta klæðunum og herja á ríkis-
tjórnina í þessu máli.
6. Skattkerfið: Hún hefur gert
grundvallarbreytingar á skatt-
kerfinu sem miða að því að skattar
leggist frekar á þá sem eru betur
í stakk búnir til þess að greiða þá,
þ.e. hátekju- og stóreignafólk. Á
árunum fyrir hrun voru skattar
á háar tekjur og fjármagnstekjur
lækkaðir á meðan hækkun pers-
ónuafsláttarins hélt ekki í við laun.
Fyrir vikið hækkuðu skatthlutföll
lág- og millitekjufólks á meðan
skatthlutföll hátekjufólks lækk-
uðu verulega. Á síðustu árum fyrir
hrun var skattkerfið orðið þannig
að þeir sem mestar tekjur höfðu
greiddu lægra hlutfall tekna sinna
í skatt en meðaljóninn. Þessu hefur
núverandi ríkisstjórn breytt. Fyrir
vikið hafa skatthlutföll lækkað hjá
stærstum hluta þjóðarinnar.
7. Veiðigjald: Hún hefur lagt á
veiðigjald sem loksins tryggir að
þjóðin njóti sanngjarns hluta þess
auðlindaarðs sem verður til í sjáv-
arútvegi. Fram að þessu hefur
útgerðin fengið verðmætum afla-
heimildum úthlutað frá hinu opin-
bera nánast án endurgjalds. Þessi
ráðstöfun hefur fært eigendum
útgerðarfyrirtækja ævintýraleg-
an auð umfram eðlilegan arð af
því fé sem þeir hafa lagt til rekstr-
arins. Á árunum frá hruni hefur
þessi umframarður líklega numið
um 45 ma.kr. árlega. Markmið rík-
isstjórnarinnar er að veiðigjaldið
leggist einungis á þennan umfram-
arð. Þetta er framkvæmt með því
að reikna fyrst framlegð útgerðar-
innar í heild og draga síðan frá eðli-
legan arð af því fé sem eigendur
útgerðarinnar hafa lagt til rekstr-
arins (skip, frystihús o.s.frv.).
Veiðigjaldið leggst einungis á þá
upphæð sem eftir stendur. Vita-
skuld er erfitt að meta nákvæmlega
hver umframarðurinn í sjávarút-
vegi er. En þessi aðferð ríkisstjórn-
arinnar er snjöll og ætti að komast
nálægt því að leggja gjald einungis
á umframarðinn. Af þessum sökum
mun veiðigjaldið tryggja hvort
tveggja, að útgerðin búi við blóm-
leg rekstrarskilyrði til frambúðar
og að þjóðin fá sanngjarnan hluta
auðlindaarðsins.
8. Breytingar á stjórnarráðinu:
Hún hefur fækkað ráðuneytum úr
tólf í átta. Stærsta breytingin er til-
koma atvinnuvegaráðuneytisins.
Sú ráðstöfun að hafa sérstök ráðu-
neyti tileinkuð málefnum landbún-
aðar, sjávarútvegs og iðnaðar ork-
aði tvímælis. Hættan var vitaskuld
sú að ráðherrar í þessum ráðuneyt-
um ynnu að hagsmunum „sinna“
atvinnugreina jafnvel þegar þeir
sköruðust við almannahagsmuni
eða hagsmuni annarra atvinnu-
greina. Stofnun atvinnuvegaráðu-
neytis ætti að draga verulega úr
þessari hættu.
Vitaskuld er ekki allt gott sem
þessi ríkisstjórn hefur gert og
hún hefur langt frá því leyst öll
erfið vandamál sem við stöndum
frammi fyrir. Þar ber hæst gjald-
eyrismálin. Lítið hefur miðað í
þeim málum. Meðhöndlun Icesave
og seinagangur varðandi fram-
kvæmdir (t.d. stækkun vega út úr
borginni) eru ámælisverð að mínu
mati. Og svo er ég sjálfur ekki sér-
staklega áhugasamur um inngöngu
í Evrópusambandið, sérstaklega í
ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um
framtíð þess sambands.
En þegar það jákvæða er borið
saman við það neikvæða vegur
það jákvæða mun þyngra í mínum
huga. Ísland er í ótrúlega góðri
stöðu í dag aðeins þremur árum
eftir að hafa verið í ótrúlega
vondri stöðu. Erfiðar ákvarðanir
sem þessi ríkisstjórn tók eiga mik-
inn þátt í þessum viðsnúningi. Ég
vona að hún njóti sannmælis hvað
það varðar.
Ísland er í ótrúlega góðri stöðu í dag
aðeins þremur árum eftir að hafa verið í
ótrúlega vondri stöðu.
Nýtur ríkisstjórnin sannmælis?
Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferða-
þjónustu fatlaðra. En er þetta ekki
þjónusta sem á heima undir hatti
Strætó?
Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu hafa undanfar-
ið aukið samstarf sem er af hinu
góða. Í þessu skyni hafa samtökin
sett á fót ýmsar samstarfsnefndir
og ein þeirra skilaði nýverið tillög-
um til sveitarfélaganna á svæðinu
um ferðaþjónustu fatlaða. Tillag-
an gengur út á það að ferðaþjón-
usta fyrir fatlaða verði boðin út á
starfssvæði samtakanna – en um
er að ræða Reykjavík, Kópavog,
Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes,
Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjós-
arhrepp.
Nú vill svo til að Samtök sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu reka einnig byggðasamlagið
Strætó. Meginhlutverk þess er að
veita þjónustu á sviði almennings-
samgangna. „Undir þetta hlutverk
fellur rekstur almenningsvagna
(strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og
ferðaþjónusta eldri borgara“ eins
og segir á heimasíðu samlagsins.
Byggðasamlag ofantalinna sveitar-
félaga skilgreinir sem sagt ferða-
þjónustu fatlaðra og eldri borgara
sem hluta af almenningssamgöng-
um. Í þessu felst væntanlega sú
hugsun að almenningssamgöngur
séu grunnþjónusta fyrir alla, án
tillits til uppruna, þjóðernis, litar-
háttar, trúarbragða, stjórnmála-
skoðana, kynferðis, kynhneigðar,
efnahags, ætternis, heilsufars, fötl-
unar eða aldurs.
Borgarráð hefur óskað eftir
umsögn velferðarráðs Reykjavík-
ur um tillöguna og meirihluti þess
hefur lagt til að fram fari útboð á
ferðaþjónustu fatlaðra. Undirrit-
aður er ósammála og bókaði það
álit að ferðaþjónusta fatlaðra eigi
að tilheyra almenningssamgöng-
um. Þessi þjónusta á að vera fyrir
fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins
jafn sjálfsagður kostur og almenn-
ingssamgöngur fyrir aðra. Það
liggur í augum uppi að ef Strætó
bs. annast þessa þjónustu þá hljóti
það að skapa meiri hagræðingu en
aðrir kostir gætu gert, þar sem um
stærsta almenningsvagnafyrirtæki
landsins er að ræða. Strætó bs. er
sameign íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins og fulltrúar almennings í stjórn
byggðasamlagsins gætu tryggt að
hagsmuna fatlaðra yrði vel gætt í
rekstri þess. Sinni Strætó bs. þjón-
ustu við fatlaða mun hvatinn til að
gera almennu vagnana aðgengi-
lega jafnframt verða meiri og von-
andi leiða til þess að minna þurfi að
bregðast við sérþörfum.
Undirritaður hvetur kjörna full-
trúa, samtök fatlaðra og mannrétt-
indasinna vítt og breitt til að beita
sér gegn þessum frjálshyggjuhug-
myndum um útvistun á grunnþjón-
ustu. Við segjum nei við samfélagi
aðskilnaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Er Strætó bs
ekki fyrir fatlaða?
Í makríldeilunni svokölluðu er tekist á um skiptingu afla úr
þessum stóra fiskistofni. Margt
bendir til þess að stærð hans sé
stórlega vanmetin, sagði Guð-
mundur Óskarsson fiskifræð-
ingur í viðtali í Morgunblaðinu
nýlega og magn þeirrar fæðu
sem þessi ránfiskur tekur til sín
þá einnig. Kannski er hann að éta
árlega tugi milljóna tonna úr líf-
massa Norður-Atlantshafsins,
aðallega ljósátu, rauðátu, svif-
dýr, sandsíli, trönusíli og jafnvel
smáloðnu, síldarseyði og annað
fisksmæli. Margir sjómenn líkja
þessum fiski við engisprettufár.
Sumir rekja hrun sandsílis-
stofnsins til stækkunar makríl-
stofnsins með tilheyrandi keðju-
verkun á fugla- og fiskistofnum.
Og nú eru menn í óða önn að
reyna að byggja alla stofna upp
samtímis óháð því hverjir éta
hvern! Á t.d. að friða svartfugl-
inn og kríuna á landi og þorskinn,
ýsuna og lúðuna í sjó til þess eins
að drepast úr hungri vegna upp-
byggingar á makrílstofninum?
Hvenær skyldi koma að því að
raunveruleg náttúrufræði verði
tekin með í reikninginn þegar
sest er við samningaborð um
veiðar, nýtingu einstakra stofna
og skiptingu þeirra á milli ein-
stakra þjóða? Væri ekki skyn-
samlegast í stöðunni að veiða eins
mikið af makríl og markaður er
fyrir áður en hann étur aðra mik-
ilvægari fiskistofna, fuglastofna
og jafnvel þjóðina út á gaddinn?
Áhrif slíkra makrílveiða á lífrík-
ið yrðu síðan verðugt rannsókn-
arefni fyrir fiski- og fuglafræð-
inga.
Uppbyggingarhrun
Samgöngur
Þorleifur
Gunnlaugsson
varaborgarfulltrúi, situr
í velferðarráði
Sjávarútvegsmál
Magnús
Jónsson
veðurfræðingur
Efnahagsmál
Jón
Steinsson
dósent í hagfræði við
Columbia-háskóla í
New York
Íhaldsstrákarnir óttast Hönnu Birnu
Strákagengið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins óttast
greinilega Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem gæti ef
hún vildi rúllað upp prófkjöri í Reykjavík og tekið fyrsta
sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi
alþingiskosningar. Það er hin rökrétta skýring á því að
þingflokkurinn kasti duglegri konu sem þingflokksfor-
manni og geri umdeildan fyrrum bankastrák og hrunliða
að formanni þingflokks.
Það virðist reyndar vera að myndast óttabandalag innan
þingflokks Sjálfstæðisflokksins leitt af Bjarna Benedikts-
syni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Óttabandalag sem
hangir saman á óttanum við Hönnu Birnu og sameinar
strákana sem fyrrum áttu í átökum.
Það er nefnilega pólitískt lífsspursmál fyrir strákagengið
að halda Hönnu Birnu frá leiðtogasætinu í Reykjavík.
Ekki síst er það pólitískt lífsspursmál fyrir Bjarna Bene-
diktsson því það er ljóst að Hanna Birna í leiðtogasæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun verða
dagleg ógn við leiðtogahlutverk Bjarna Benediktssonar.
Hlutverk sem hann leikur reyndar frekar ósannfærandi
þessi annars ágæti og geðþekki drengur.
http://blog.pressan.is
Hallur Magnússon
Makríldeilan
Þegar makríldeilan er skoðuð síðustu mánuðina er auð-
vitað ekki von á góðu, frá viðsemjendum okkar. Þar hefur
gengið á með stöðugum viðskiptahótunum, óskamm-
feilni og röngum fullyrðingu um vísindalegrar staðreyndir
af hálfu amk. sumra viðsemjenda okkar.
En við hljótum að standa á rétti okkar, ábyrg fiskveiði-
þjóð sem hefur í áranna rás verið boðberi ábyrgra veiða.
Tilraun viðsemjenda okkar til þess að ófrægja okkur með
ósönnum staðhæfingum um annað mun ekki takast.
http://www.ekg.is/
Einar K. Guðfi nnsson
AF NETINU