Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 28

Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 28
28 6. september 2012 FIMMTUDAGUR Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar ferming- ar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingar- aldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að ferm- ast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrj- aði að hringja og hefur ekki stopp- að síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævi- starfi. Fimmtán aðrar fjölskyld- ur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipu- lag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Tilgangur borgaralegrar ferm- ingar er að efla heilbrigð og far- sæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal ann- ars með sér jákvæðni og ábyrgð- arkennd gagnvart sjálfum sér og samborgurum sínum. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit, þá sem ekki trúa á æðri mátt, eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri ferm- ingu. Fjallað er meðal annars um sið- fræði, gagnrýna hugsun, að taka erfiðar ákvarðanir, mannleg sam- skipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og sam- skipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjöl- menningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífsferlið, sorg og áföll. Þátttakendur fá mörg tæki- færi til þess að mynda sér skoð- anir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rökræðum. Að nám- skeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau ferm- ingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tón- listarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttakendur viðurkenningarskjal til staðfestingar því að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tutt- ugasta og fimmta skiptið. Frá upp- hafi hafa um 1.800 íslensk börn verið fermd borgaralega og um 23.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftarathafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgar- námskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nýtt met var slegið sl. vetur með þátttöku 214 fermingarbarna. Þá var Siðmennt með sjö námskeiðs- hópa, sex í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austurlandi. Einnig erum við alltaf með nokkur ferm- ingarbörn í fjarnámi sem búa erlendis. Fermingarathafnir voru haldnar í Reykjavík og Kópavogi, og á Selfossi, Akureyri og Fljóts- dalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir til- heyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álit- inn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera mann- eskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming“ er dreg- ið af latneska orðinu „confirm- are“ sem þýðir meðal annars „að styðja“ eða „að styrkjast“. Ung- menni sem fermast borgaralega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýð- ræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunar- félagið Siðmennt stofnað í kring- um borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjöl- skyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húman- ískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins. Það er mikilvægt að eiga val: fermingarfrelsi í aldarfjórðung! Í Fréttablaðinu 4. september er fróðleg grein um höfund Njálu, sem Einar Kárason rithöfundur fjallar um í bók, sem er að koma út eftir hann. Færir hann þar sem fleiri gild rök fyrir því, að Sturla Þórðarson hafi skrifað Njálu. Ég hef áður efast um þá staðhæfingu, og einkum bent á tvö atriði, sem mæla gegn því áliti. Hef ég ritað grein um það í bók minni Þjóð- minjaþættir, sem kom út 2010 og er til sölu í Þjóðminjasafninu. Þar bendi ég á tvö atriði, sem mæla gegn því að Sturla Þórðarson sé höfundurinn. Í fyrsta lagi tek ég það fram, að til sé vísa í Eddu Snorra Sturlu- sonar, sem er eftir Brennu-Njál. Nú var Sturla vel kunnugur öllum skrifum frænda síns Snorra, og má furðu sæta, að hann hefði ekki gert sér mat úr þessu efni í bók sinni Njálu. Hefði hann þá fjallað um æsku Njáls, sjóferðir hans og skáld- skapargáfu, eins og kemur fram í þessari vísu Njáls í Snorra Eddu. Í öðru lagi segir í Njálu frá svæði sem Hrútur Herjólfsson leggur í bú sitt. Er þar talið upp stórt land- svæði í Dölum og fjallað um það af ókunnugleik. Nú var Sturla Þórð- arson Dalamaður og hefði honum aldrei orðið þetta á í messunni að rita svona um svæði í sveit sinni. Það verður fróðlegt að lesa þessa bók Einars, því hann færir mörg góð rök fyrir sínum málstað. Sturla Friðriksson náttúrufræðingur Leitin að höfundi Njálu F í t o n / S Í A Á Íslandi þurfa nokkur börn að takast á við ólæknandi sjúkdóma og erfiðleika sem mörgum hinna fullorðinna væri um megn. Öll fjölskyldan berst og þjáist með og enginn veit hvar illvíga sjúkdóma ber næst niður. En við getum hjálpað þessum ungu hetjum í baráttunni og með því að kaupa Á allra vörum gloss frá Dior leggur þú þitt lóð á vogarskálarnar! www.aallravorum.is Eftirtaldir staðir selja Á allra vörum gloss Fríhöfnin, Flugstöð Leifs Eiríkssonar Snyrtivöruverslanir Hagkaups um land allt Lyf og heilsa um land allt Lyfja um land allt Hygea, Kringlunni og Smáralind // Sigurboginn // Snyrtivöruverslunin Glæsibæ // Ólöf snyrtistofa, Selfossi // Jara, Akureyri Einnig er hægt að kaupa gloss á www.aallravorum.is Eitt, tvö, þrjú og það varst þú... Samfélagsmál Hope Knútsson formaður Siðmenntar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.