Fréttablaðið - 06.09.2012, Side 33
VINNA MEÐ
SKÓLANUM
„Flestir hafa unnið
í sumar og vinna
jafnvel með skól-
anum og safna
sér þannig fyrir
fatakaupum yfir
vetrar mánuðina.“
RÍK AF FÖTUM
Björk á mikið af nýtísku-
fötum, enda hefur hún
vakið athygli fyrir fal-
legan fatasmekk.
MYND/VILHELM
Björk Magnúsdóttir, 18 ára, nem-andi í Fjölbrautaskólanum í Garða-bæ segir að mikill áhugi sé á tísku
meðal stúlkna í skólanum. Þær séu yfir-
leitt vel klæddar og velti mikið fyrir sér
tísku og förðun. Björk er sjálf þekkt fyrir
að eiga safn af fallegum fötum og segist
eiga stóran fataskáp. Það sé þó enginn
metingur meðal nemendanna.
„Flestir hafa unnið í sumar og vinna
jafnvel með skólanum og safna sér
þannig fyrir fatakaupum yfir vetrarmán-
uðina,“ segir Björk sem er næstyngst
fjögurra systkina. Hún segist vera með
mestu fatadelluna á heimilinu.
Þegar Björk er spurð um verslunar-
venjur segist hún ferðast töluvert með
foreldrum sínum til útlanda og fari þá
gjarnan í búðir. „Við förum oft til Banda-
ríkjanna en einnig til Evrópu. Ég fór fyrir
stuttu til London og fannst sérstaklega
skemmtilegt að versla þar þótt verðlag-
ið sé hagstæðara í Bandaríkjunum. Top
Shop og Zara eru í miklu uppáhaldi hjá
mér og sömuleiðis H&M og River Island.
Ég skoða tískublöð og velti fyrir mér því
nýjasta. Hausttískan er mjög að mínum
smekk, dökkir litir og mikið um jakka
en ég er veik fyrir þeim. Keypti einmitt
fallegan jakka í Zöru nýlega sem ég hef
notað mikið.“
Björk segist fylgjast með fyrirsætum
á erlendum vettvangi í gegnum tísku-
blöð og á netinu. „Ég hef gaman af því
að fylgjast með flestu sem varðar tísku
og förðun. Mér sýnist að stelpur á mín-
um aldri séu vel að sér um tískustrauma
og fylgist yfirleitt vel með. Ég er alltaf að
pæla eitthvað og er líklegast fatafíkill,“
segir Björk og hlær en hún er ákveðin
í að fara í nám til útlanda í viðskiptum
eftir stúdentspróf þótt fatahönnun heilli
hana líka.
Björk segist vera hrifin af hönnun
Karls Lagerfeld hjá Chanel. „Haustlína
hans er mjög smart, litir að mínum
smekk,“ segir hún en bætir við að á
sumrin gangi hún þó meira í ljósum
fötum. „Ég nota dökku litina á haustin
og veturna,“ segir Björk. ■ elin@365.is
MIKILL TÍSKUÁHUGI
TÍSKAN OG UNGA FÓLKIÐ Framhaldsskólarnir eru nýbyrjaðir og unga fólkið
mætir vel klætt til kennslustunda. Tískuáhugi er þó misjafnlega mikill eftir
skólum. Í Fjölbraut í Garðabæ er töluverður áhugi á fallegum fötum.
GLERAUGU VICTORIU
Victoria Beckham hefur skapað sér nafn sem fatahönn-
uður á heimsvísu. Nú er hún að setja á markað gler-
augna-umgjarðir. Victoria segist þurfa að nota gleraugu
en hún finni sjaldnast umgjörð sem henni líki. Þess vegna
bjó hún hana til sjálf. Línan á að koma í búðir í október.
Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Nuddrúlla
-mýkir upp stífa vöðva
Verð: 5.470 kr.
teg Adelphi - í D,DD,E,F,FF,G,GG skálum á
kr. 9.550,- 3 tegundir á buxum fást í stíl.
GLÆSILEGUR BAÐFATNAÐUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
12 mánaða vaxtalausar greiðslur*
Gerið gæða- og verðsamanburð
*3,5% lántökugjald
Ný sending
af hágæða
sængurverasettum
i
BOAS RAFDRIFNIR
Leður hægindasófar
og stólar
i
l
NÝT
T