Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2012, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 06.09.2012, Qupperneq 42
KYNNING − AUGLÝSINGBólstrun FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 20124 Fyrir stuttu áskotnaðist Jó-hönnu tveir fimmtíu ára gamlir rókokkó-stólar frá ömmu sinni en hún hafði þá ný- lega látið bólstra þá upp á nýtt. „Amma ákvað að láta bólstra stólana en þeir voru með göml- um útsaumsmyndum sem voru barns síns tíma. Stólarnir voru fjórir og hún leitaði tilboða hjá bólstrurum. Hún valdi síðan fallegt, hvítt leðuráklæði á stól- ana og lét pússa grindina upp og lakka. Stólarnir urðu sem nýir eftir þessa meðhöndlun,“ grein- ir Jóhanna frá. Þar sem amma hennar hafði einungis pláss fyrir tvo stóla lét hún barnabarnið njóta hinna. „Amma féll fyrir hvíta leðrinu en stólarnir eru í sérstöku upp- áhaldi, enda einstaklega falleg- ir. Sjálfri finnst mér gaman að blanda saman gömlum húsgögn- um og nýjum, það myndar hlý- lega og skemmtilega stemningu.“ Jóhanna segist hafa orðið vör við mikinn áhuga á gömlum hús- gögnum hjá ungu fólki. „Áhugi á gömlum húsgögnum og sígildri hönnun hefur aukist undanfar- in ár og það hefur jafnframt auk- ist að ungt fólk máli gömul hús- gögn í fallegum litum,“ segir Jóhanna og v iðurkennir að heimilið sé sérstakt áhugamál. „Ég skoða tímarit og hönnunar- síður á netinu. Sérstaklega leita ég eftir sniðugum hugmyndum sem maður getur nýtt sér á ódýr- an hátt. Ég hef fundið ýmislegt, meðal annars hvernig hægt er að gefa gömlum hlutum nýtt nota- gildi án þess að það kosti mikið,“ segir Jóhanna sem er stjórnmála- fræðingur en stundar um þessar mundir meistaranám í markaðs- fræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Útsaumurinn fauk fyrir hvítu leðri Jóhanna Hreiðarsdóttir hefur einstaklega gaman af því að gera heimilið fallegt og fylgist með nýjustu straumum í innanhússhönnun í tímaritum og á netinu. Jóhanna með gömlu rókokkó-stólana sem nú hafa fengið nýtt útlit. MYND/STEFÁN SANNKÖLLUÐ HEIMILISPRÝÐI Hrein og vel meðfarin húsgögn gefa heimilinu ferskan blæ. Áklæði bólstraðra húsgagna þarf að þrífa eins og annað svo þau líti vel út. Hér eru nokkur dugandi ráð til hreinsunar. ● Ryksugaðu og strjúktu yfir áklæðið einu sinni í viku og oftar ef hús- gagnið er í mikilli notkun. Notaðu ryksuguburstann til að fjarlægja ryk úr hornum og fellingum og strjúktu létt yfir fætur og aðra yfirborðs- fleti. ● Notaðu ávallt ráðlögð hreinsiefni og fylgdu leiðbeiningum um þrif fyrir ólík áklæði. ● Setjið hreinsiefni aldrei umhugsunarlaust á áberandi stað húsgagnsins. Prófið fyrst lítinn blett á svæði sem er ekki auðséð til að forðast litaskil eða skemmdir á áklæðinu. ● Bannið neyslu matar og drykkjar á viðkvæmu áklæði. Ef slíkt sullast niður er mikilvægt að ráðast strax á vandann, þekja blettinn með hreinu og rakadrægu eldhúsbréfi og gæta þess að nudda ekki blettinn til að forðast víðara smit. ● Færið reglulega til sessur og púða svo að slit á áklæðinu verði jafnt. Fyrirtækið GÁ Húsgögn var stofnað árið 1975 og hefur verið með stærri bólstur- verkstæðum landsins í mörg ár. „Bólstrun er víðtækara hugtak en fólk gerir sér grein fyrir. Bólstr- un er alls staðar, skrifborðsstóll- inn sem fólk situr í er bólstraður, sófinn sem það horfir á sjónvarp- ið í, sætin í strætó eru bólstruð. Bólstrarinn býr í raun og veru til þægindin,“ segir Grétar Árna- son, einn eigenda GÁ Húsgagna. Meginstarfsemi fyrirtækisins er bólstrun, framleiðsla húsgagna, endurbólstrun og viðgerðir. „Fólk getur komið hér inn með mál af til dæmis sófa og við sérsmíðum hann að þeirra ósk. Við notum ákveðin grunn en viðskiptavin- urinn velur stærð sófans, mýkt púðanna, áklæði og fætur. Við búum sófann til og hann smell- ur inn í rýmið. Stór hluti fram- leiðslu okkar er fyrir veitinga- staði, kaffihús og hótel. Við gerð- um til dæmis flest öll húsgögnin á hinu nýja Hóteli Marina fyrir utan rúmin, einnig húsgögn fyrir Hótel Natura, Hótel Akureyri og fleiri hótel. Við gerðum líka hús- gögn fyrir veitingastaðina La- undromat, Lebowski og svona mætti lengi telja.“ GÁ Húsgögn hafa undanfarna mánuði endur- smíðað Sindra-stólinn svokallaða sem var fyrst smíðaður árið 1962. „Stóllinn er sígild, íslensk hönn- un sem er að slá í gegn á ný. Við sýndum stólinn á HönnunarMars í mars síðastliðnum og höfum haft nóg að gera við að framleiða hann síðan. Stóllinn er hannaður af Ás- geiri Einarssyni og hann er í dag framleiddur í samvinnu við Sóló- húsgögn.“ Bólstrun er í öllu Bólstrun er víðara hugtak en fólk gerir sér almennt grein fyrir. GÁ Húsgögn hafa gert húsgögn fyrir mörg hótel og veitingahús í gegnum tíðina. Starfsmenn GÁ Húsgagna hafa áralanga reynslu í bólstrun húsgagna. MYND/GVA Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is ÖLL KOMUM VIÐ Í MISMUNANDI LENGDUM OG BREIDDUM Það gera sófarnir frá okkur líka Sérsmíðum eftir þínum óskum, fyrir heimili og fyrirtæki Geitir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.