Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 52
6. september 2012 FIMMTUDAGUR36 36 menning@frettabladid.is HEFST Á MORGUN KL. 19.45 TÝNDA KYNSLÓÐIN SKEMMTIÞÁTTURINN TÝNDA KYNSLÓÐIN SNÝR AFTUR EFTIR SUMARFRÍ OG FRAMUNDAN ERU FRÁBÆR FÖSTUDAGSKVÖLD Á STÖÐ 2 Rætt verður um matarhönn- un og samstarf sem getur skap- ast á milli ólíkra starfsgreina næsta sunnudag í Hönnunarsafni Íslands klukkan tvö. Harpa Þórs- dóttir, forstöðumaður safnsins, mun stýra samræðum en þátttak- endur auk hennar eru hönnuðirn- ir Brynhildur Pálsdóttir og Auður Ösp Guðmundsdóttir auk súkku- laðimeistarans Hafliða Ragnars- sonar. Spjallið tengist yfirstand- andi sýningu, sem ber heitið Saga til næsta bæjar en þau Brynhild- ur og Hafliði unnu saman við gerð súkkulaðifjalla og Auður vann að búbótarís ásamt fleirum. Spjallið mun eflaust fá fólk til að fá vatn í munninn, en þau mat- arverkefni sem hafa verið unnin á síðustu árum að frumkvæði hönn- uða hafa þótt forvitnileg og áhuga- verð og orðið til þess að fleiri tækifæri hafa opnast á þessum vettvangi. Matgæðingar eru hvatt- ir til að mæta og taka þátt. - sbt Matarhönnun í Hönnunarsafninu MATARHÖNNUN Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Hafliði Ragnarsson súkku- laðimeistari unnu saman að gerð fjalla úr súkkulaði. Danstegundirnar fjórar sem kynntar eru á dansnámskeiði UN Women, afródans, Bollywood, samba og magadans, eiga að mörgu leyti sameiginlegar rætur. Álfheiður segir að bent verði á þær rætur í tímunum en fyrst og fremst verði áherslan á skemmti- lega tíma. Hún bætir við að íslenskar konur rétt eins og konur á Vesturlöndum njóti þess í auknum mæli hve dansmenning úr öllum heimsins hornum sé farin að breiðast út. Á sama tíma búi fjöldi kvenna um heim allan við bág kjör, misrétti og ofbeldi. Þessu vilji UN Women breyta og danshátíðin sé kjörið tækifæri til að styðja við baráttuna gegn bágum kjörum kvenna víða um heim um leið og menningar- legri fjölbreytni er fagnað. Námskeiðið hefst næsta þriðju- dag en kennt verður þriðju- og fimmtudaga klukkan 19.45. Námsskeiðsgjald rennur óskipt til góðgerðarstarfa en verð á námskeiðið eru 18.900 krónur fyrir aðra en námsmenn sem fá 20% afslátt eins og viðskiptavinir Baðhússins. Byrjað verður á afródansi, þá verður Bollywood tekið fyrir, svo sambadans og loks magadans. SAMEIGINLEGAR RÆTUR DANSSTÍLA ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM KLASSÍK Í VATNSMÝRINNI Næsta laugardagskvöld fara fram þriðju tónleikarnir á þessu starfsári í Klassík í Vatnsmýrinni, tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna í samvinnu við Norræna húsið. Á tónleikunum flytja færeysku fiðluleikararnir og bræðurnir Rúni og Øssur Bæk fjölbreytta efnisskrá með verkum eftir Béla Bartók, Georg Friedrich Telemann, Sergei Prokofíev, Trónd Bogason og frænda þeirra bræðra, Kára Bæk. Tónleikarnir hefjast klukkan átta. Dansmenning úr fjór- um áttum verður kynnt á óvenjulegan hátt á Dans- hátíð UN Women. „Ég hef lengi verið að kenna dans en er nú að vinna fyrir UN Women og datt í hug að það gæti verið gaman að sameina þetta tvennt,“ segir Álfheiður Anna Pétursdótt- ir afrókennari og verkefnastýra UN Women. Álfheiður er einn fjögurra danskennara sem kenna munu á fjögurra vikna dansnám- skeiði sem UN Women standa fyrir. Í hverri viku námskeiðsins verður nýr dansstíll kynntur til sögunnar. „Við kennum dansa sem hægt er að tengja við verkefni og lönd sem UN Women styrkja um heim allan, afró, Bollywood, samba og maga- dans. Hugmyndin var sú að vekja athygli á þörfu málefni, bágri stöðu kvenna víða um heim, með jákvæð- um hætti.“ Álfheiður kennir sjálf afródans en auk hennar eru kennarar á nám- skeiðinu þær Margrét Erla Maack sem kennir Bollywood-dans, Krist- ín Bergsdóttir sem kennir samba- dans og Þórdís Nadia Semichat sem kennir magadans en allar hafa þær kennt dans til margra ára. „Við gefum allar vinnu okkar og þá hefur Baðhúsið veitt okkur aðgang að húsnæði sínu endurgjaldslaust.“ Dansnámskeiðið er hryggjar- stykki Danshátíðar UN Women sem hefst á sunnudag með kynn- ingarkvöldi á Café Haiti þar sem fjallað verður um dansstílana fjóra og skoðuð verkefni sem UN Women hefur styrkt í þeim lönd- um og svæðum sem dansarnir eru frá. „Afró er afrískur dans, Bolly- wood er upprunninn á Indlandi, magadans í Mið-Austurlöndum og samba í Brasílíu. Á öllum þessum slóðum hefur UN Women stutt við bakið á konum,” segir Álfheiður og bætir við að þegar námskeiðinu ljúki verði haldin heljarinnar dans- veisla. „Ég hvet áhugasama til að hafa samband við UN Women og skrá sig, svo við vitum hvað við eigum von á mörgum,” segir hún að lokum. sigridur@frettabladid.is DANSNÁMSKEIÐ Í ÞÁGU GÓÐS MÁLEFNIS DANSA FYRIR UN WOMEN Þær Álfheiður Anna Pétursdóttir, Kristín Bergsdóttir og Margrét Erla Maack kenna á námskeiðinu auk Þórdísar Nadiu Semichat sem átti ekki heimangengt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.