Fréttablaðið - 06.09.2012, Qupperneq 58
6. september 2012 FIMMTUDAGUR42
Endurmenntun Háskóla Íslands
býður í haust upp á námskeið um
búddisma í Tíbet undir stjórn
Önnu Töru G. Edwards, sem er
mannfræðingur með meistara-
gráðu í búddískum djáknafræð-
um. Á námskeiðinu verður ein-
blínt á búddisma frá Tíbet og
helstu einkenni hans.
Í gegnum aldirnar hafa meist-
arar, m.a. frá Tíbet, þróað hinar
ýmsu hugleiðslu- og kennsluað-
ferðir í því skyni að skilja betur
okkar innsta eðli. Farið verður
yfir ævisögu Búddha og fyrstu
kennslu Búddha um hin fjögur
sannindi. Megináherslan verður
lögð á Lamrim-kennsluna sem
þýðir hinn stigvaxandi vegur til
uppljómunar. Í Lamrim-kennslu
er kennt stig frá stigi hvernig
maður getur öðlast uppljómun
sem er hið æðsta markmið búdd-
ista.
Kennt verður þrjá fimmtudaga
í september og er fyrsti tíminn
þann 13. september í húsi Endur-
menntunar við Dunhaga. Nánari
upplýsingar á heimasíðunni End-
urmenntun.is. - fsb
Námskeið um
búddisma frá Tíbet
BÚDDA Námskeið um búddisma frá
Tíbet verður haldið hjá Endurmenntun
HÍ í september.
STUNDUÐU DOKTORSNÁM í íslenskum háskólum
árið 2011, 170 karlar og 282 konur. Heimild: Hagstofa Íslands.452
Um 100 nemendur nýta sér fjarnám
420 nemendur eru í Landbúnaðarháskóla Íslands þetta skólaár. Í háskóladeildum eru 230 nemendur, þar af 40 í meistaranámi.
Innan veggja LbhÍ er einnig tveggja ára nám á framhaldsskólastigi
(starfsmenntanám). Í bændadeild á Hvanneyri eru 120 nemendur og í
garðyrkjudeildum á Reykjum í Ölfusi 70 nemendur. Um 100 nemend-
ur við LbhÍ nýta sér fjarnám. Í vetur er áætlað að um 2.500 manns
verði á námskeiðum á vegum LbhÍ.
Kristján Sigurður Þórsson er tvítugur
Tálknfirðingur. Hann innritaðist á umhverf-
isskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla
Íslands í vor. Hvers vegna valdi hann það?
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á arkitekt-
úr og skipulagsfræðum. Það kom því ekk-
ert annað til greina. Ég vissi raunar lítið um
námið á Hvanneyri þar til ég heyrði um það
í Menntaskólanum í Kópavogi,“ svarar hann.
„Þetta er því fyrsta önnin mín.
Venjulegur dagur? Í dag (miðvikudag) er
Helena Guttormsdóttir aðjúnkt með tíma
sem er kallaður Sjónmenntir. Þar erum við
að læra að lesa í umhverfið og náttúruna og
hvernig hægt er að tengja saman nýtingu og
fagurfræði.“
Spurður hvort hann geri sér væntingar
um gott félagslíf í skólanum svarar Kristján
Sigurður: „Já, ég treysti krökkunum sem
standa fyrir því. Um daginn var nýnema-
dagur, þá voru nýnemar settir í tólf mismunandi hópa sem fóru um
svæðið og leystu þrautir og gátur. Ég var ekki í sigurliðinu en það fékk
vegleg verðlaun.“
Kristján Sigurður býr á nemendagörðum og finnst aðstaðan vera til
sóma. „Ég bý í fimmtán fermetra herbergi. Við erum sex með sama
eldhús og sameiginlega stofu. Þetta fúnkerar alveg! Hér hefur maður
allt til alls og það tekur ekki langan tíma að kynnast þeim sem eru
með manni í námi.“ -gun
Að lesa í umhverfið
KRISTJÁN SIGURÐUR „Hér
hefur maður allt til alls,“
segir hann um aðbúnaðinn
á Hvanneyri.
MYND/ÁSKELL ÞÓRISSON Rithöfundurinn Gerður
Kristný ætlar að veita 5.
bekkingum í Melaskóla til-
sögn í að skrifa sögur næstu
tvo mánuðina. Hún heitir
skemmtilegum tímum.
„Ég hef verið fengin til að bjóða
börnum upp á kennslu í ritlist og
kalla námskeiðið skáldatíma, enda
fá þau þarna tíma til að vera skáld,“
segir Gerður Kristný rithöfund-
ur glaðlega og útskýrir tildrög
þess nánar. „Í vor hafði bókasafns-
fræðingurinn í Melaskóla, Særún
Albertsdóttir, samband við mig og
bað mig um að koma í 5. bekkina og
kenna börnunum ritlist á haustönn.
Fyrirmyndin er dönsk. Þar í landi
kom rithöfundur í skóla og var með
krökkunum í þrjá mánuði, las fyrir
þá sögur, ræddi þær við þá og loks
tóku krakkarnir til við að skrifa
sjálfir sögur. Mér fannst þetta
hljóma afar vel,“ segir Gerður og
bætir við: „Mér buðust ýmis verk-
efni nú í haust og fannst þetta lang-
áhugaverðast og ákvað því að slá
til. Við sóttum um styrk til Reykja-
víkur, bókmenntaborgar UNESCO,
fengum jákvætt svar en Melaskóli
leggur líka til fé á móti framlagi
bókmenntaborgarinnar. Mér finnst
frábært að Særúnu skuli hafa tekist
að ná þessu í gegn. Á niðurskurðar-
tímum sem þessum dettur fáum í
hug að hafa frumkvæði að nýjung-
um sem þessum í kennslu.“
Gerður Kristný ætlar að byrja
kennsluna um miðjan þennan
mánuð. Tíu ára bekkirnir í Mela-
skóla eru þrír og hún býst við að
SKÁLDATÍMI Í MELASKÓLA
„Fyrir utan þjóðsögur og ævintýri finnst
mér ákaflega líklegt að bækur
Kristjönu Friðbjörnsdóttur um
Ólafíu Arndísi komi við sögu
og Benjamín Dúfa eftir Friðrik
Erlingsson. Svo auðvitað Astrid
Lindgren. Ég held að hún dugi
í flest. Þó verður lögð áhersla á
íslenskar bækur því það er svo
mikilvægt fyrir íslenska krakka að
rekast á Dalvík, slyddu og soðna
ýsu í bókum.“
VAL Á BÓKUM
fara í hvern þeirra tvisvar í viku.
„Ég ætla að velja góðar sögur, jafn-
vel þjóðsögur og ævintýri, til að
lesa með börnunum og ræða síðan
til dæmis hvernig maður byggir
upp sögu og af hverju maður held-
ur með sumum persónum og ekki
öðrum. Síðan hlakka ég mikið til
að lesa sögurnar sem krakkarnir
semja sjálfir.“ Helst vill hún líka
æfa börnin í að flytja textann sinn
en umfram allt eiga kennslustund-
irnar að vera skemmtilegar. „Nóg
er nú samt lagt á börn,“ segir hún
„Jahá,“ svarar Gerður Kristný
ákveðin spurð hvort hún hefði þegið
að fá tilsögn í skáldskap þegar hún
var í barnaskóla. „Ég bjó í Háaleitis-
hverfinu og sá stundum Sigurði A.
Magnússyni bregða fyrir á leið sinni
út í Víði. Annars sá ég ekki rithöf-
und fyrr en ég var komin í mennta-
skóla. Þá mætti Svava Jakobsdóttir
í smásagnaáfanga sem ég valdi mér
í MH. Maður lærir helst að skrifa
með því að lesa góða höfunda og
þessa tvo las ég.“ Gerður Kristný
segir rithöfunda nú orðna sýnilega
í grunnskólum eftir að verkefnið
Skáld í skólum komst á en þar fara
rithöfundar í skóla, segja frá sér
og verkum sínum og lesa upp. Hún
hefur sjálf tekið þátt í því verkefni
og haft feikigaman af. Gerður hefur
líka áður kennt ritlist því bókasafn-
ið í Gerðubergi fékk hana til að
kenna á ritlistarnámskeiði í fyrra-
sumar. Þar beindi hún börnunum
ekki aðeins að góðum barnabók-
menntum, heldur líka til dæmis ljóð-
um fyrir fullorðna. „Ég las dular-
fulla ljóðið Sýn að hausti eftir Gyrði
Elíasson fyrir krakkana. Þar birtist
hvorki meira né minna en vængjað-
ur skóladrengur. Ein yngsta stúlk-
an á námskeiðinu hreifst svo af því
að ég varð að endurtaka lesturinn í
næsta tíma. Það er ekkert hægt að
veðja á hvað heillar börn mest.“
Margir rithöfundar sækja í
bernsku sína hvort sem þeir skrifa
fyrir börn eða fullorðna að mati
Gerðar Kristnýjar. „Mig langar til
að börnin í Melaskóla átti sig á töfr-
um þess að vera tíu ára og skrifi um
þá.“ gun@frettabladid.is
GERÐUR KRISTNÝ
„Það er ekkert
hægt að veðja á
hvað heillar börn
mest,“ segir hún.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
menntun@frettabladid.is