Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 68
6. september 2012 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is 52 Spennumyndin The Bourne Legacy verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Þetta er fjórða mynd- in í kvikmyndaröðinni sem byggð er á skáldsögum Roberts Ludlum. The Bourne Legacy segir frá Aaron Cross sem er meðlimur í Operation Outcome, leynilegu verkefni sem stýrt er af varnar- málaráði Bandaríkjanna. Cross tekur þátt í æfingu á vegum Opera- tion Outcome sem krefst þess að hann ferðist í gegnum óbyggðir Alaska og er áfangastaðurinn lít- ill kofi í óbyggðunum miðjum. Þar er fyrir fyrrum meðlimur Opera- tion Outcome sem gerður hefur verið útlægur. Á sama tíma hefur Jason Bourne flett ofan af verkefn- um hersins og sæta yfirmenn hans nú rannsókn. Topparnir óttast nú um stöðu sína og í tilraun til þess að hylja slóð sína ákveða þeir að útrýma öllu og öllum sem koma að Operation Outcome, þar á meðal Cross. Hann kemst þó undan og Verðugur arftaki Damons ■ Universal Pictures hafði ekki ætlað sér að framleiða fleiri myndir um sér- sveitarmanninn Bourne eftir kvikmyndina The Bourne Ultimatum. Árið 2008 var þó hafist handa við gerð fjórðu kvikmyndarinnar og var George Nolfi fenginn til að semja handritið að myndinni. Sú mynd er jafnframt sú eina sem ekki er byggð á skáldsögum Robert Ludlum. ■ Jake Gyllenhaal, Tobey Maguire, Garrett Hedlund og Michael Fassbender voru á meðal þeirra fjölmörgu leikara er komu til greina í hlutverk Aarons Cross. ■ Jeremy Renner lék Fred McBride árið 2005 í kvikmyndinni A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hann sló í gegn nokkrum árum síðar fyrir leik sinn í The Hurt Locker. MYNDIN SEM ÁTTI EKKI AÐ VERÐA STENDUR SIG VEL Jeremy Renner þykir verðugur arftaki Matts Damon í fjórðu Bourne-myndinni. The Bourne Legacy þykir góð skemmtun og full af hasar. ERFIÐ REYNSLA Jamie Foxx segir það hafa verið erfiða reynslu að leika í Django Unchained, nýjustu mynd Quentin Tarantino. „Við tölum lítið um þá hrottafengnu meðferð sem þrælar upplifuðu því það er sársaukafullt. Það var enn verra að upplifa þetta sjálfur við tökurnar,“ sagði leikarinn. Michael Fassbender mun fara með titilhlutverkið í gaman- myndinni Frank. Fassbender leikur sérvitran rokktónlistar- mann í myndinni og fer Domn- hall Gleeson með hlutverk mis- lukkaðs tónlistarmanns sem óvart gengur í raðir rokksveitar Franks. Handrit myndarinnar er eftir rithöfundinn Jon Ron- son og handritshöfundinn Peter Staughan, sem unnu áður að gerð handrits myndarinnar The Men Who Stare at Goats. Írinn Lenny Abrahamson leikstýrir mynd- inni. Fassbender er ekki þekktur fyrir gamanhlutverk og hefur hingað til tekið að sér hlutverk í þungum dramatískum kvik- myndum á borð við Prometheus, Shame og Inglourious Basterds. Hann lék nýverið í myndinni Twelve Years A Slave sem segir frá manni sem rænt er frá New York á 19. öld og hann seldur í þrældóm. Með önnur hlutverk fara Brad Pitt, Benedict Cumber- batch og Paul Dano. Ný hlið á Fassbender Í GAMANHLUTVERK Michael Fassbender tekur loks að sér gamanhlutverk í kvikmyndinni Frank. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Isla Fisher fer með hlutverk í gamanmyndinni Bach- elorette sem segir frá vinkonu- hópi sem sameinast að nýju fyrir brúðkaup einnar úr hópnum. „Atriðið þar sem við rótum í ruslapokum stendur upp úr sem það eftirminnilegasta. Ég man að ég hugsaði: „Ja hérna, hvernig stendur á því að ég er hér á fjórum fótum með höfuðið á kafi í svörtum ruslapoka fyrir framan skemmtistað í New York klukkan fjögur að nóttu til?“ Það var gaman að leika skemmtana- glöðu stúlkuna því sjálf eyði ég helgunum með börnum mínum,“ sagði leikkonan um hlutverk sitt í myndinni. Rótaði í rusli SKRÍTIÐ HLUTVERK Isla Fisher segir það hafa verið gaman að leika í Bachelorette. NORDICPHOTOS/GETTY Tvær kvikmyndir eru frumsýndar í bíóhúsum um helgina auk mynd- arinnar The Bourne Legacy sem er fjallað um hér fyrir ofan. Íslenska hasarmyndin Frost kemur á hvíta tjaldið annað kvöld og er hennar víða beðið af mik- illi eftirvæntingu. Reynir Lyng- dal leikstýrir myndinni og Björn Thors, Anna Gunndís Guðmunds- dóttir, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru meðal leik- ara. Frost fjallar um parið Öglu og Gunnar. Agla er jöklafræðingur og Gunnar er kvikmyndagerðamaður og þau lenda í háskalegu ævintýri á ferð sinni um hálendi Íslands þar sem þau eiga við óþekkt, en að því er virðist, banvænt afl að etja. Mynd- in var að stórum hluta tekin upp við erfiðar aðstæður á Langjökli. Nýjasta mynd þreföldu Óskars- verðlaunaleikkonunnar Meryl Streep, Hope Springs, kemur einn- ig í bíóhúsin annað kvöld. Myndin er sannarlega stjörnum prýdd því mótleikarar hennar eru þeir Tommy Lee Jones og Steve Carell. Streep og Jones leika hjón sem hafa verið gift í 31 ár. Henni finnst allur neisti vera farinn úr sambandinu og skráir þau því í vikulanga hjónabandsráðgjöf og fer Carell með hlutverk sálfræð- ings sem leiðir þau í gegnum vik- una og leggur fyrir þau hin ýmsu verkefni. Meðan sum þeirra eru jafn auðveld og að haldast í hendur á almannafæri þá kafar hann einn- ig í samlíf hjónanna og tekur kynlíf þeirra fyrir. - trs Hálendi og kynlífsráðgjöf í bíó LAPPA UPP Á SAMBANDIÐ Tommy Lee Jones og Meryl Streep fara með hlutverk hjóna sem hressa upp á 31 árs langt hjónabandið með því að fara í hjónabandsráð- gjöf í myndinni Hope Springs. upphefst æsispennandi eltingaleik- ur í anda fyrri Bourne-myndanna. Með aðalhlutverk fara Jeremy Renner, Rachel Weisz, Edward Norton, Joan Allen og Albert Fin- ney og um leikstjórn sér Tony Gilroy. Gilroy þessi er sá sami og skrifaði handritin að fyrri Bourne-myndunum sem skörtuðu Matt Damon í aðahlutverki. The Bourne Legacy er þriðja myndin sem Gilroy leikstýrir, áður hefur hann leikstýrt myndunum Michael Clayton og Duplicity. Gagnrýnandi The Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm og segir Renner vera tölu- vert harðsnúnari sérsveitarmann en Matt Damon. Á vefsíðunni Metacritic.com þykir myndin rétt yfir meðallagi, hún fær 61 prósent af hundrað. Flestir eru sammála um að Renner standi sig prýðilega í hlutverki Aarons Cross og að hann sé verðugur arftaki Damons. Myndin er spennuþrungin og nóg er af hasaratriðum fyrir þá sem þyrstir í slíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.