Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 78
6. september 2012 FIMMTUDAGUR62
hver tónleikagesta fái aðsvif eða
annað slíkt á tónleikunum er ljóst
að hann gæti ekki valið betri stað
til þess.
Helgi Júlíus gaf á síðasta ári
út reggíplötuna Kominn heim og
hafa tvö lög af henni með söngv-
aranum Valdimar Guðmundssyni
náð miklum vinsældum, sérstak-
lega Stöndum saman. Hann er
með nýja plötu tilbúna sem kemur
út eftir áramót. Lögin verða í
blússtíl og margir frægir söngv-
arar verða í gestahlutverkum,
sem Helgi vill ekki nefna á nafn
að svo stöddu. freyr@frettabladid.is
DRYKKURINN
„White Russian með kókómjólk.
Þessi drykkur tekur heiminn á
annað „level“ og hausinn líka.“
Rapparinn Emmsjé Gauti.
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
ÍT
S
ÍA
/
SS
/
3
22
0
4
3
2
0
4
3
F
I0
4
I
FF
5
99999
5
9
5
9
5
| borgarleikhus.is
Sigríð
ur Th
orlac
ius,
söng
kona
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
mitt
„Ég verð með tónleika á þekkt-
um klúbbi sem heitir Voyage
voyage. Þar eru haldin reglu-
leg klúbbakvöld þar sem kynnt-
ir eru skandinavískir listamenn
sem þeim þykir hvað mest spenn-
andi þá stundina,“ segir íslenska
poppstjarnan Daníel Óliver, sem
er búsettur í Svíþjóð en heldur
tónleika í London nú 27. septem-
ber.
Daníel Óliver gefur út nýtt lag,
DJ Blow My Speaker, í lok mán-
aðarins. Brot úr því hefur verið
sett á internetið og hafa bloggar-
ar um gjörvalla Evrópu gefið því
jákvæða dóma. Hann fer einnig
í viðtal á bresku tónlistastöðv-
arnar Chart Show TV og Dance
Nation TV og fetar þar með í fót-
spor listamanna á borð við Lady
Gaga, Jennifer Lopez og hljóm-
sveitina One Direction.
„Lagið hefur verið að fá mjög
góða umfjöllun í Bretlandi og
þegar þeir fréttu að ég væri að
koma og halda tónleika vildu þeir
endilega fá mig í viðtal,“ segir
Daníel spenntur. - trs
London næst á dagskrá
JÁKVÆÐIR DÓMAR Nýtt lag Daníels
Ólivers hefur verið að fá góða dóma í
bloggheimum.
„Ég er eiginlega með víðáttubrjálæði núna,
það eru svo margir staðir til,“ segir Brynja
Sóley Plaggenborg, sem hreppti heimsreisu
frá ferðaskrifstofunni KILROY með því að
leggja á sig fjögurra sólarhringa setu utan
við skrifstofuna í síðustu viku. „Ávísunin sem
ég fékk er upp á 400 þúsund og ég ætla að fá
ferðaskrifstofuna til að hjálpa mér að setja
saman ferð,“ bætir hún við.
Brynja Sóley, sem býr í Skaftholti í Gnúp-
verjahreppi, varð stúdent síðasta vor og er
ekki í skóla í vetur enda var á dagskrá hjá
henni að ferðast um heiminn á næstunni.
Þegar hún sá auglýsinguna frá KILROY um
ferðavinninga fékk sú þrá byr undir báða
vængi.
„Ég vildi verða fyrst í röðinni, fékk frí í
vinnunni, fór með strætó í bæinn og kom mér
fyrir utan við KILROY á Skólavörðustígnum.
Um sex tímum seinna komu tveir strákar,
þeir biðu líka allan tímann því fleiri vinn-
ingar voru í boði. Strákarnir voru fínn félags-
skapur. Við spiluðum mikið, bæði á 52 spil og
líka Alias, sem þeir voru með.“
Brynja Sóley segir móður sína hafa sinnt
sér virkilega vel meðan á setunni stóð. Hún
hafi komið með mat, kraftgalla og vindsæng
meðal annars.
„Sunneva systir mín var líka mjög dug-
leg að færa mér eitthvað. Henni fannst alveg
gaman að hanga þarna,“ segir Brynja, sem
nýtti sér snyrtingu ferðaskristofunnar á dag-
inn, sofnaði seint og vaknaði snemma þessa
fjóra sólarhringa. -gun
Svaf og spilaði Alias með setuliðinu
ÁNÆGÐ Brynja Sóley að biðinni löngu lokinni.
MYND/KOLBRÚN KARLSDÓTTIR
Fréttablaðið hefur í gegnum tíðina sagt margar fréttir af tónelskum læknum
sem gefa út plötur. Aðspurður segist Helgi Júlíus ekki kunna neinar skýringar
á þessum mikla tónlistaráhuga lækna. „Það er svolítið algengt að læknar
hafi mjög gaman af tónlist. Það er fullt af læknum sem lifa og hrærast í
tónlist þótt þeir spili ekki sjálfir.“
Helgi Júlíus Óskars-
son, Haukur Heiðar
Hauksson, Jón Steinar
Jónsson og Michael
Clausen spila á
læknatónleikunum á
mánudaginn.
ENGAR SKÝRINGAR Á ÁHUGANUM
„Við köllum þessa uppákomu
Tónelskir læknar taka lagið,“
segir hjartalæknirinn Helgi Júlí-
us Óskarsson.
Vaskur hópur lækna tekur sér
frí frá krefjandi læknastörfum
sínum og stígur á svið á Café
Rosenberg á mánudagskvöld kl.
20.30. Þar verða haldnir fyrstu
ókeypis tónleikarnir í nýrri tón-
leikaröð sem vonast er til að verði
haldin nokkrum sinnum á ári, ein-
ungis með læknum í fararbroddi.
„Við komum eiginlega ekki
fleirum að. Það voru menn sem
komust ekki að núna sem geta
fyllt annað kvöld,“ segir Helgi
Júlíus. Hann er einn þeirra sem
stíga á svið og syngja frumsamin
lög. Sjö önnur atriði eru á efnis-
skránni. Oktettinn Einn tvöfald-
ur, sem er átta manna karlakór,
mætir á svæðið, Gleðisveit Guð-
laugar spilar djasskennda lækna-
tónlist, doktor Haukur Heiðar
Hauksson úr Diktu spilar eigin
lög og læknirinn Jón Steinar Jóns-
son kemur með tríóið sitt Triceps,
sem er einnig skipað Helga Júlíusi
og Þórði Þorkelssyni. Sá síðast-
nefndi hefur jafnframt upp raust
sína einn á sviðinu, rétt eins og
hjartalæknirinn Ragnar Dani-
elssen. Hann var í Frummönnum
með þeim Valgeiri Guðjónssyni
og Jakobi Frímanni en sú sveit
breytti síðar um nafn og varð að
Stuðmönnum. Loks mætir barna-
læknirinn Michael Clausen til
leiks með hljómsveit með í för.
Ef svo óheppilega vill til að ein-
HELGI JÚLÍUS ÓSKARSSON: VIÐ KOMUM EIGINLEGA EKKI FLEIRUM AÐ
Tónelskir læknar stíga á
svið í nýrri tónleikaröð
Hjartalæknir Helgi Júlíus sendir frá sér nýja plötu eftir áramótin og verður sú plata blúsuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI