Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 78
6. september 2012 FIMMTUDAGUR62 hver tónleikagesta fái aðsvif eða annað slíkt á tónleikunum er ljóst að hann gæti ekki valið betri stað til þess. Helgi Júlíus gaf á síðasta ári út reggíplötuna Kominn heim og hafa tvö lög af henni með söngv- aranum Valdimar Guðmundssyni náð miklum vinsældum, sérstak- lega Stöndum saman. Hann er með nýja plötu tilbúna sem kemur út eftir áramót. Lögin verða í blússtíl og margir frægir söngv- arar verða í gestahlutverkum, sem Helgi vill ekki nefna á nafn að svo stöddu. freyr@frettabladid.is DRYKKURINN „White Russian með kókómjólk. Þessi drykkur tekur heiminn á annað „level“ og hausinn líka.“ Rapparinn Emmsjé Gauti. F ÍT O N F ÍT O N ÍT S ÍA / SS / 3 22 0 4 3 2 0 4 3 F I0 4 I FF 5 99999 5 9 5 9 5 | borgarleikhus.is Sigríð ur Th orlac ius, söng kona 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið mitt „Ég verð með tónleika á þekkt- um klúbbi sem heitir Voyage voyage. Þar eru haldin reglu- leg klúbbakvöld þar sem kynnt- ir eru skandinavískir listamenn sem þeim þykir hvað mest spenn- andi þá stundina,“ segir íslenska poppstjarnan Daníel Óliver, sem er búsettur í Svíþjóð en heldur tónleika í London nú 27. septem- ber. Daníel Óliver gefur út nýtt lag, DJ Blow My Speaker, í lok mán- aðarins. Brot úr því hefur verið sett á internetið og hafa bloggar- ar um gjörvalla Evrópu gefið því jákvæða dóma. Hann fer einnig í viðtal á bresku tónlistastöðv- arnar Chart Show TV og Dance Nation TV og fetar þar með í fót- spor listamanna á borð við Lady Gaga, Jennifer Lopez og hljóm- sveitina One Direction. „Lagið hefur verið að fá mjög góða umfjöllun í Bretlandi og þegar þeir fréttu að ég væri að koma og halda tónleika vildu þeir endilega fá mig í viðtal,“ segir Daníel spenntur. - trs London næst á dagskrá JÁKVÆÐIR DÓMAR Nýtt lag Daníels Ólivers hefur verið að fá góða dóma í bloggheimum. „Ég er eiginlega með víðáttubrjálæði núna, það eru svo margir staðir til,“ segir Brynja Sóley Plaggenborg, sem hreppti heimsreisu frá ferðaskrifstofunni KILROY með því að leggja á sig fjögurra sólarhringa setu utan við skrifstofuna í síðustu viku. „Ávísunin sem ég fékk er upp á 400 þúsund og ég ætla að fá ferðaskrifstofuna til að hjálpa mér að setja saman ferð,“ bætir hún við. Brynja Sóley, sem býr í Skaftholti í Gnúp- verjahreppi, varð stúdent síðasta vor og er ekki í skóla í vetur enda var á dagskrá hjá henni að ferðast um heiminn á næstunni. Þegar hún sá auglýsinguna frá KILROY um ferðavinninga fékk sú þrá byr undir báða vængi. „Ég vildi verða fyrst í röðinni, fékk frí í vinnunni, fór með strætó í bæinn og kom mér fyrir utan við KILROY á Skólavörðustígnum. Um sex tímum seinna komu tveir strákar, þeir biðu líka allan tímann því fleiri vinn- ingar voru í boði. Strákarnir voru fínn félags- skapur. Við spiluðum mikið, bæði á 52 spil og líka Alias, sem þeir voru með.“ Brynja Sóley segir móður sína hafa sinnt sér virkilega vel meðan á setunni stóð. Hún hafi komið með mat, kraftgalla og vindsæng meðal annars. „Sunneva systir mín var líka mjög dug- leg að færa mér eitthvað. Henni fannst alveg gaman að hanga þarna,“ segir Brynja, sem nýtti sér snyrtingu ferðaskristofunnar á dag- inn, sofnaði seint og vaknaði snemma þessa fjóra sólarhringa. -gun Svaf og spilaði Alias með setuliðinu ÁNÆGÐ Brynja Sóley að biðinni löngu lokinni. MYND/KOLBRÚN KARLSDÓTTIR Fréttablaðið hefur í gegnum tíðina sagt margar fréttir af tónelskum læknum sem gefa út plötur. Aðspurður segist Helgi Júlíus ekki kunna neinar skýringar á þessum mikla tónlistaráhuga lækna. „Það er svolítið algengt að læknar hafi mjög gaman af tónlist. Það er fullt af læknum sem lifa og hrærast í tónlist þótt þeir spili ekki sjálfir.“ Helgi Júlíus Óskars- son, Haukur Heiðar Hauksson, Jón Steinar Jónsson og Michael Clausen spila á læknatónleikunum á mánudaginn. ENGAR SKÝRINGAR Á ÁHUGANUM „Við köllum þessa uppákomu Tónelskir læknar taka lagið,“ segir hjartalæknirinn Helgi Júlí- us Óskarsson. Vaskur hópur lækna tekur sér frí frá krefjandi læknastörfum sínum og stígur á svið á Café Rosenberg á mánudagskvöld kl. 20.30. Þar verða haldnir fyrstu ókeypis tónleikarnir í nýrri tón- leikaröð sem vonast er til að verði haldin nokkrum sinnum á ári, ein- ungis með læknum í fararbroddi. „Við komum eiginlega ekki fleirum að. Það voru menn sem komust ekki að núna sem geta fyllt annað kvöld,“ segir Helgi Júlíus. Hann er einn þeirra sem stíga á svið og syngja frumsamin lög. Sjö önnur atriði eru á efnis- skránni. Oktettinn Einn tvöfald- ur, sem er átta manna karlakór, mætir á svæðið, Gleðisveit Guð- laugar spilar djasskennda lækna- tónlist, doktor Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu spilar eigin lög og læknirinn Jón Steinar Jóns- son kemur með tríóið sitt Triceps, sem er einnig skipað Helga Júlíusi og Þórði Þorkelssyni. Sá síðast- nefndi hefur jafnframt upp raust sína einn á sviðinu, rétt eins og hjartalæknirinn Ragnar Dani- elssen. Hann var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Loks mætir barna- læknirinn Michael Clausen til leiks með hljómsveit með í för. Ef svo óheppilega vill til að ein- HELGI JÚLÍUS ÓSKARSSON: VIÐ KOMUM EIGINLEGA EKKI FLEIRUM AÐ Tónelskir læknar stíga á svið í nýrri tónleikaröð Hjartalæknir Helgi Júlíus sendir frá sér nýja plötu eftir áramótin og verður sú plata blúsuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.