Fréttablaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 16
3. janúar 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gagnrýndi stjórnarskrárfrumvarpið harðlega í nýársávarpi sínu. Forsetinn steig þar fram sem eindreginn talsmaður núverandi stjórnarskrár, sem hann sagði hafa dugað vel. Forsetinn benti réttilega á að þrátt fyrir ýmsar góðar hug- myndir í tillögum stjórnlagaráðs væri umræðan um nýja stjórnarskrá komin í öngstræti. „Í stað samstöðu um sáttmálann geisa djúpstæðar deilur og virtir fræðimenn við háskóla landsins hafa áréttað að margt sé óskýrt og flókið í tillögunum,“ sagði hann. Ólafur Ragnar hefur rétt fyrir sér í því að of litlar umræður hafa farið fram um hið nýja stjórnkerfi sem til- lögurnar fela í sér; hvernig samspili Alþingis, ríkisstjórnar og forsetans verði háttað. Þetta er hið margumtalaða álagspróf, sem margir fræðimenn hafa hvatt til að verði gert en lítill áhugi virðist á hjá ríkisstjórninni og meirihluta Alþingis. Það er líka rétt hjá forsetanum að í frumvarpinu felst allt annað stjórnkerfi en Ísland hefur búið við. Það er „tilraun um stjórnkerfi sem ætti sér engan líka á Vesturlöndum“. Það er fráleitt af stjórnlagaráðsmönnum að segja athuga- semdir forsetans koma of seint. Á meðan Alþingi hefur málið til umfjöllunar hlýtur það að taka til skoðunar alla rökstudda gagn- rýni. Segja má að forsetinn ræki með ábendingum sínum það hlutverk sem margir telja að hann eigi að gegna; að vera nokkurs konar öryggisventill sem getur tekið í taumana þegar stefnir í algjört óefni í þjóðmálunum. Samþykkt stjórnarskrárdraganna óbreyttra væri slíkt óefni. Þar væri tekið stökk út í óvissuna sem yrði landi og þjóð ekki til góðs. Vandamálið við gagnrýni forsetans er frekar að hún gæti vegið svo miklu þyngra en hún gerir. Þótt hann taki sér nú stöðu sem vörður núverandi stjórnskipunar hefur hann á stundum ekki vílað fyrir sér að teygja og toga hlutverk forsetaembættisins þannig að margir hafa talið að það rúmaðist ekki innan ákvæða núverandi stjórnarskrár. Ólafur Ragnar Grímsson hefur þá ekki gert mikið með álit virtra fræðimanna í háskólum landsins, sem telja að hann hafi farið á svig við bókstaf, hefðir eða venjur í stjórnskipaninni. Ef Ólafur Ragnar væri forseti sem hefði rækt hlutverk sitt sem sameiningartákn og sparað stóru orðin og dramatíkina fyrir hinar raunverulegu ögurstundir í lífi þjóðarinnar hefðu orð hans nú meira vægi og gera má ráð fyrir að hlustað væri af meiri athygli. Með framkomu sinni gagnvart bæði þingi og ríkisstjórn hefur hann ekki aukið líkurnar á að tekið sé mark á gagnrýni hans. Sem er slæmt, því að nú ríður á að ekki sé gerð stór vitleysa í stjórnskipunarmálum. Þingmenn gerðu samt rétt í því að gleyma um stund gömlum væringum og hlusta á innihaldið í málflutningi forsetans: „Við megum ekki festa stjórnarskrármálið í fjötrum átaka og afl- rauna á Alþingi. Slíkt sæmir hvorki hinni upphaflegu heitstreng- ingu um nýjan sáttmála Íslendinga né heldur virðingu fyrir þeirri samstöðu sem mótaði gildistöku núverandi stjórnar skrár.“ FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörg- um stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasam- félaginu hefur kynnt viðhorf sín til til- lagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðs- liða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögn- inni „úrtölufólkið og spýjan“. Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölu- fólk“, „gungur“ og „heimskingjar“. Gagn- rýnin er borin saman við „spýju“ úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólk- ið verðskulda fyrir að segja „förum var- lega, skoðum þetta betur“. Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk“ og segir þær varða leið- ina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags“. Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið“ á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlaga- ráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi saman- burður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Saman- burður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjöl- in. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagn- rýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir rétt- mætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota. Rökþrota prestur NÝ STJÓRNAR- SKRÁ Reimar Pétursson hæstaréttarlög- maður Viðvaranir forsetans vegna stjórnarskrárfrumvarps: Orð sem ættu að vega þyngra Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Við flytjum þér góðar fréttir Einstein sagði það … Í Fréttablaðinu í gær birtist grein eftir Hall Hallsson, blaðamann og rithöfund, þar sem hann ræðir meðal annars um Váfugl, bók sína um Evrópusambandið, og raunar ótalmargt annað. Boðskapurinn í greininni er góður. Hún gengur öll út á að við eigum að beisla jákvæðu orkuna í líkama okkar og þannig verði heimurinn betri. Líklega er það rétt hjá Halli. Greinin heitir „Af Einstein og spunarokkum“ og við upphaf hennar segir meðal annars þetta, sem greinin byggir svo öll á: „Albert Einstein spáði því að lækningar fram- tíðar snerust um að leiðrétta orkusvið frumunnar.“ Og Einstein er jú mestur allra vísindamanna, ekki satt? …reyndar ekki Þótt við skyldum öll eftir fremsta megni leitast við að leiðrétta orkusvið frumna okkar er einn galli á grein Halls. Einstein sagði þetta aldrei. Hall- ur er líklega að vísa til tilvitnunar sem upp á ensku hljóðar svona: „Future medicine will be based on controlling energy in the body.“ Hún er eignuð William Tiller, stórkostlega umdeildum prófessor í svokallaðri orkusál- fræði við Stanford-háskóla. Þessa tilvitnun er að finna víða á netinu við hlið annarrar eftir Einstein, þannig að það er svo sem auðvelt að ruglast. Stærðfræði Einkennilegar umræður áttu sér stað í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon gátu ekki komið sér saman um skilgreiningu á minnihlutastjórn. Að þessu sinni hafði Sigmundur Davíð rétt fyrir sér: Minnihlutastjórn er sú stjórn sem þarf liðsmenn annarra flokka til að verja sig vantrausti. Ríkisstjórn Stein- gríms og Jóhönnu Sigurðar- dóttur er því minnihluta- stjórn, þótt vantrauststillaga hafi enn ekki verið lögð fram. Og þótt forystumenn ríkisstjórnarflokkanna vilji telja sjálfum sér og öðrum trú um annað. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.