Fréttablaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 38
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30
Madonna þénaði mest allra með
tónleikaferðalagi sínu árið 2012.
Söngkonan halaði inn 37.864 millj-
ónum króna fyrir tónleikahald
sitt í fyrra. Í öðru sæti eru sam-
landar hennar, Bruce Springsteen
and the E Street Band, sem þénuðu
26.863 milljónir króna samkvæmt
Pollstar.
Roger Waters, fyrrum for-
sprakki Pink Floyd, var í þriðja
sæti og í því fjórða var breska
hljómsveitin Coldplay. Aðrir sem
komust á listann eru Lady Gaga,
Metallica, Red Hot Chili Peppers,
Jennifer Lopez, Drake og Radio-
head. Ungstirnið Justin Bieber var
í 23. sæti og þénaði aðeins 5.116
milljónir með tónleikahaldi sínu.
Þénaði meira
en Bieber
ÞÉNAÐI MEST Madonna var sá
tónlistar maður sem þénaði hvað mest
með tónleikahaldi. NORDICPHOTOS/GETTY
Twilight-myndirnar eru verstu
kvikmyndir sem gerðar hafa verið
að mati lesenda vefsíðunnar Riff-
trax.com. Blaðamaður hjá Riff trax
lýsir myndunum á eftirfarandi
hátt: „Tautað á engi, tautað, tautað,
tautað.“
Kvikmyndin Batman and Robin
var valin næstversta kvikmynd
allra tíma og Catwoman, með
Halle Berry í aðalhlutverki, sú
þriðja versta. Spider-Man 3 og The
Last Airbender voru í fjórða og
fimmta sæti. Lesendur Rifftrax
völdu einnig verstu kvikmyndir
ársins 2012 og kemur það líklega
fáum á óvart að Breaking Dawn
– Part 2 þótti versta mynd ársins.
Battleship og Ghost Rider: Spirit
of Vengeance fylgdu fast á hæla
hennar.
Twilight þykir
versta myndin
VERSTU MYNDIRNAR Twilight-
myndaröðin þykir ein sú versta frá
upphafi að mati lesenda Rifftrax.
NORDICPHOTOS/GETTY
– SJÁLFVIRKIR AFSLÆTTIR BEINT Í VASA ÁSKRIFENDA – SKRÁÐU ÞIG INN Á STOD2.IS
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
SVEPPI TVEIR + SEXJOHNNY ENGLISH REBORN FÓSTBRÆÐUR
FJÓRAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR
FRÍTT MEÐ ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2
OG STÓRAUKIÐ NETFRELSI
Í LEIFTRANDI HÁSKERPU
MANNSHVÖRF, HEFST Í JANÚAR ÚRSLITAKEPPNI Í MASTERCHEF ÍSLAND
STÓRAUKIÐ NETFRELSI
STÖÐ 2 HD | VODAFONE Á RÁS 502
STÖÐ 2 HD | SÍMANUM Á RÁS 203
STÖÐ 2 HD | HD ÖRBYLGJUMYNDLYKILL Á RÁS 15
ÞAÐ ÞARF AÐ UPPFÆRA OG ENDURRÆSA ADSL- OG ÖRBYLGJUMYNDLYKLA
FJÖLSKYLDAN Á SKILIÐ ÞAÐ BESTA
– SKEMMTUN FYRIR ALLA Á NÝJU ÁRI
TÝNDA KYNSLÓÐIN HEIMSÓKNKALLI BERNDSEN UM LAND ALLT
SJÁLSTÆTT FÓLK SPAUGSTOFAN SPURNINGABOMBAN
Rapparinn Kanye West hélt tón-
leika í Atlantic City 30. desem-
ber og þótti tilvalið að tilkynna
aðdáendum sínum að hann ætti
von á barni með Kim Kardashi-
an. „Stöðvið tónlistina og fagnið
barnsmóður minni,“ sagði rappar-
inn á tónleikunum, en Kardashian
var á meðal áhorfenda.
Raunveruleikastjarnan er
gengin þrjá mánuði og telur TMZ.
com að barnið hafi verið getið í
Róm. West bauð sinni Kardashi-
an til Rómar í haust þar sem þau
héldu upp á afmæli hennar. Þetta
er fyrsta barn parsins sem hefur
verið saman í átta mánuði.
Eiga von á sínu
fyrsta barni
ÓLÉTT Kim Kardashian á von á sínu
fyrsta barni með Kanye West.
NORDICPHOTOS/GETTY
Noel Gallagher, sem ásamt Liam
bróður sínum fór fyrir Oasis við
gífurlegar vinsældir víða um
heim áður en Manchester-sveit-
in lagði upp laupana árið 2009,
lét nýlega hafa eftir sér að allar
líkur væru á því að sjálfur guð á
himnum væri Oasis-aðdáandi.
Í viðtali við slúðurblaðið
The Sun var Gallagher, sem
sendi frá sér sína fyrstu sóló-
plötu árið 2011, beðinn um að
útskýra hvernig hann ætlaði
sér að komast inn í himnaríki.
„Ég myndi segja: „Hefurðu
heyrt lagið Don‘t Look Back in
Anger?“, og þeir myndu svara:
„Auð vitað.“ Þá myndi ég segja:
„Ég samdi það, hleypið mér inn.
Ég skal spila lag fyrir ykkur. Ég
stal hlutum og ég neytti margra
eiturlyfja, en ég er ágætur.“
Gítarleikarinn, sem segir engar
líkur á því að Oasis komi saman
aftur í bráð, kvíðir einnig því
þegar börnin hans þrjú, sem eru
tveggja, fimm og tólf ára gömul,
komast á unglingsár ef marka
má annað nýlegt viðtal við hann.
Sjálfur hefur Gallagher neytt
ótæpilega af brenndum drykkjum
og fíkniefnum í gegnum tíðina og
segist því ekki í nokkurri aðstöðu
til að vara afkomendur sína við
hættunum sem af því stafa. Hann
myndi því láta nægja að segja:
„Allt er best í hófi. Og munið bara
að þið verðið aldrei jafn svöl og
pabbi ykkar. Munið það.“
Segir guð vera Oasis-aðdáanda
Fyrrverandi höfuðpaur Manchester-sveitarinnar kvíðir ekki næsta tilverustigi.
PABBI Noel Gallagher hlakkar ekki
til þess þegar börnin hans komast á
unglingsár. NORDICPHOTOS/GETTY