Fréttablaðið - 05.02.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.02.2013, Blaðsíða 34
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 ÚRSLIT FÓTBOLTI Evrópska lögreglan, Europol, upplýsti í gær að ítarleg rannsókn hennar á hagræðingu úrslita í knattspyrnuleikjum hefði leitt í ljós að svindlað hefði verið í 680 leikjum. Europol óttast að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum. 380 grun- samlegir leikir sem voru rannsak- aðir fóru fram í Evrópu og hinir 300 í öðrum heimshlutum. Um 700 leikir í 30 löndum voru skoðaðir. Europol segir að einn leikur í Meistaradeildinni sé á meðal þeirra leikja þar sem svindlað hafi verið. Sá leikur fór fram á Eng- landi á síðustu þremur til fjórum árum en meira vildi Europol ekki segja í bili um þann leik. Rannsókn leiddi líka í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í leikjum á HM og EM. Í Þýskalandi veðjuðu glæpa- menn 14 milljónum punda á leiki sem þeir vissu hvernig myndu fara. Það eru rúmlega 2,7 milljarð- ar íslenskra króna. Græddu þeir á því 6,9 milljónir punda eða rúm- lega 1,3 milljarð íslenskra króna. 350 milljónum var varið í að múta réttum aðilum í þessum leikjum. Rannsókn Europol hefur staðið yfir í eitt og hálft ár. Þar kemur í ljós að þessu svindli er stýrt af skipulögðum glæpasamtökum í Asíu. Þau vinna svo með glæpa- samtökum í Evrópu. 425 einstak- lingar liggja undir grun í þessum umfangsmikla máli og þegar er búið að handtaka fimmtíu. Áttatíu húsleitir hafa einnig verið gerðar vegna málsins. „Þetta er langstærsta rannsókn á svindli í evrópskum fótbolta sem gerð hefur verið. Hún hefur leitt í ljós risastórt vandamál í boltan- um,“ sagði Rob Wainwright, yfir- maður Europol. Wainwright greindi aðeins frá nákvæmum upphæðum í Þýska- landi og sagði svo að hæsta greiðsl- an hefði farið til manns í Austur- ríki. Hún hljóðaði upp á rúmar 24 milljónir króna. Baráttan gegn svindli í fótbolt- anum er rétt að byrja. Flest mál sem hafa komið upp til þessa hafa verið í Þýskalandi. Þar er búið að handtaka fjórtán manns sem hafa samtals verið dæmdir til 39 ára fangelsisvistar. Einnig er búið að sakfella menn fyrir svindl í Finn- landi, Ungverjalandi, Slóveníu og Austurríki. henry@frettabladid.is SPORT Lykilpunktar ➜ rannsóknin hófst fyrir 18 mán- uðum. ➜ neðrideildir í Evrópu voru í brennidepli. ➜ 13 þúsund tölvupóstar voru skoðaðir. ➜ Um 700 leikir voru rannsakaðir. ➜ búið er að bera kennsl á 425 grunaða einstaklinga. ➜ 50 manns þegar handteknir. ➜ 80 húsleitarheimildir. Fótboltinn á í vanda Ítarleg rannsókn Europol leiddi í ljós að veðmálasvindl og hagræðing á úrslitum leikja er risavaxið vandamál í fótboltaheiminum. Europol er sannfært um að svindl hafi átt sér stað í 680 leikjum. Þar af er Meistaradeildarleikur á Englandi. SPILLING mútur og svindl eru risastórt vandamál í knattspyrnuheiminum. SAMSETT MYND/SYLVÍA N1 DEILD KARLA Í HANDBOLTA AKUREYRI - HAUKAR 18-20 (11-9) Akureyri - Mörk (skot): Bergvin Þór Gíslason 6 (10), Geir Guðmundsson 5 (11), Heimir Örn Árnason 2/1 (5/2), Guðmundur H. Helgason 2 (10), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Valþór Guðrúnarsson 1 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (3/1), Hörður Fannar Sigþórsson (1), Varin skot: Jovan Kukobat 18/1 (34/3, 53%), Stefán Guðnason 3 (7/1, 43%). Haukar - Mörk (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/3 (15/4), Elías Már Halldórsson 5 (12), Gylfi Gylfason 3 (7), Árni Steinn Steinþórsson 1 (2), Jón Þorbjörn Jóhannsson 1 (3), Freyr Brynjarsson 1 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (6), Sveinn Þorgeirsson (1), Varin skot: Giedrius Morkunas 14/2 (23/3, 61%), Aron Rafn Eðvarðsson 6 (15, 40%). FRAM - HK 26-22 (16-10) Fram - Mörk (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 6 (8), Jóhann Gunnar Einarsson 5/1 (12/2), Haraldur Þorvarðarson 4 (6), Róbert Aron Hostert 4 (12), Ólafur Magnússon 3 (3), Sigurður Eggertsson 3/1 (6/1), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Varin skot: Magnús Erlendsson 17 (36/2, 47%), Valtýr Már Hákonarson 1 (4/1, 25%), HK - Mörk (skot): Bjarki Már Elísson 6/3 (10/3), Eyþór Már Magnússon 4 (6), Bjarki Már Gunnarsson 3 (3), Leó Snær Pétursson 2 (4), Tandri Már Konráðsson 2 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (2), Atli Karl Bachmann 1 (4), Daníel Örn Einarsson 1 (4), Garðar Svansson 1 (4), Vladimir Djuric (1), Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 20/1 (45/3, 44%), (1, 0%). FH - AFTURELDING 28-25 (11-14) FH - Mörk (skot): Ásbjörn Friðriksson 10/3 (18/3), Ragnar Jóhannsson 7 (12), Sigurður Ágústsson 3 (3), Logi Geirsson 3 (7), Þorkell Magnússon 2 (3), Einar Rafn Eiðsson 1 (1), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Arnar Birkir Hálfdánsson (1), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 17 (42/2, 40%). Afturelding - Mörk (skot): Jóhann Jóhannsson 7/2 (13/2), Benedikt R. Kristinsson 6 (9), Elvar Ásgeirsson 3 (5), Pétur Júníusson 2 (2), Helgi Héðinsson 2 (2), Sverrir Hermannsson 2 (9), Þrándur Gíslason 1 (1), Davíð Svansson 1 (1), Hilmar Stefánsson 1 (1), Elvar Magnússon (2), Varin skot: Davíð Svansson 15 (43/3, 35%). STAÐAN Í N1 DEILD KARLA Haukar 13 12 1 0 339-279 25 FH 13 8 1 4 337-330 17 Fram 13 6 1 6 339-340 13 ÍR 13 6 1 6 348-354 13 ------------------------------------------------------------------------- Akureyri 13 5 1 7 317-322 11 HK 13 4 2 7 311-332 10 ------------------------------------------------------------------------- Afturelding 13 3 2 8 324-343 8 Valur 13 2 3 8 313-328 7 FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rússlandi í vin- áttulandsleik í Marbella á Spáni á morgun en þetta er fyrsti leikur liðsins á árinu 2013. KSÍ birti í gær svör landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með rússnesku pressunni. „Við höfðum úr nokkrum mögu- leikum að velja hvað mótherja varðaði á þessum leikdegi. Af þeim var Rússland mest spenn- andi kosturinn, með eitt af tíu til fimmtán bestu landsliðum heims að mínu mati, og með einn af þekktustu og reynslumestu þjálf- urum heims í Fabio Cappello,“ sagði Lars Lagerbäck um leikinn við Rússa. „Við viljum spila við sterkar þjóðir, þannig lærum við mest hvernig við getum spilað gegn þessum sterku liðum. Ísland er fámenn þjóð, rétt rúmlega 300 þúsund, en Rússar eru 150 millj- ónir manna. Við erum samt með marga unga leikmenn sem geta náð langt og suma sem hafa þegar náð langt og geta náð enn lengra. Við lærum mest á því að spila með þessum leikmönnum við lið eins og Rússland, mjög sterkt lið með mjög öfluga leik- menn,“ sagði Lars. Þetta er fjórði vináttuleikur Íslands á móti topp þrjátíu þjóð síðan Lars tók við fyrir ári. Liðið tapaði á móti Japan (30. sæti), Svíþjóð (17. sæti) og Frakklandi (16. sæti) en svo er að sjá hvað gerist á móti Rússum á morgun en þeir eru eins og er í 9. sæti á heimslistanum. Leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport. - óój Lars vill spila við sterk lið LAGERBÄCK Valdi Rússland yfir aðra mögulega mótherja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.