Fjarðarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Hafa verslunarhættir brevst? Á stormsömum vettvangi lands- málanna hafa umræður um kjara- skerðingu og minnkandi kaupmátt launa, tekið meira rúm og tíma í fjölmiðlum en flest önnur málefni líðandi stundar. Vafalaust er erfiðara nú en áður að láta launin endast og flest heimili þurfa eflaust að spara við sig ýmislegt sem áður þótti sjálfsagður hlutur. Fáir verða jafn áþreifanlega varir við breytingar á kaupmætti fólks og þeir sem reka verslanir. Fjarðarpósturinn heimsótti því nokkrar verslanir hér í bæ og spurði forsvarsmenn þeirra spurn- ingarinnar: Verður þú var við breytingar á verslunarháttum fólks vegna minni kaupmáttar? Jón Sveinsson, verslunarstjóri málningar- og byggingarvöru- verslunarinnar Lœkjarkot Það er alveg greinilegt, að fólk hefur minni pening milli handanna nú en áður. Það getur ekki gert það sem það langar til og þarf að velta vöruverðinu mikið fyrir sér. Þessu man ég ekki eftir frá því að ég hóf verslunarrekstur. Þá eru margir orðnir hræddir við að fá lánað, vilja heldur reyna að staðgreiða vöruna. Fólk virðist sem sagt farið að gera sér grein fyrir því að það þarf að borga skuldirnar — þótt síðar verði. Þetta skýtur nokkuð skökku við, þegar haft er í huga að nú eru bankarnir farnir að taka bréf með mun betri kjörum en áður tíðkaðist. í framhaldi af þessu má geta þess að lánstími heildsala til smásala hefur styst verulega, þannig að verslunin þarf að hafa mun meira eigið fjármagn bundið í vöru en áður tíðkaðist. Guðbjartur Vilhelmsson í vöru- markaði Kaupfélags Hafnfirðinga, Miðvangi: Það bendir margt til þess að fólk reyni að halda í við sig. Það velur nú frekar ódýrari vörur en áður. Þannig hefur salan minnkað á dýrari tegundum og vörumerkjum, en aukist í ódýrari gerð vörunnar. Annars hlýtur þetta breytta ástand að bitna einna síst á mat- vöruversluninni, a.m.k. gengur reksturinn ágætlega hjá okkur. Miðvangur hefur verið í sókn síðan við opnuðum stórmarkaðinn hér. Nú á allra siðustu vikum finnst mér hafa dregið verulega úr verð- hækkunum, og svona gegnum- sneitt er um stöðnun að ræða, því að sumar vörutegundir hafa lækkað í verði. En þrátt fyrir allt hef ég enn ekki áttað mig á því hvernig sumir hafa efni á því að vera til. í Perlunni við Strandgötu 9 tókum við tali Elínu Guðjónsdótt- ur sem þar vinnur við afgreiðslu. Elín sagði að undanfarin ár hefði október ávallt verið erfiður mán- uður. Þá væru fatakaup á nem- endur skólanna afstaðin og fólk legði peningana fremur í slátur- kaup en fatnað. Hins vegar brygði nú svo við að október væri óvenju góður mánuður miðað við undan- farin ár. Daníel Björnsson í matvöruversl- uninni Arnarhraun: Mér finnst fólk velta hlutunum meira fyrir sér en áður, velur það ódýrasta og fínni vörur seljast lítið. Þá er mikil ásókn í að fá skrifað. Annars finnst mér verðlag fara heldur lækkandi og ég trúi því að bráðlega fari að rofa til hjá okkur. Ég held því, að þessar aðgerðir i efnahagsmálum þjóðarinnar séu réttlætanlegar, ef þær bera þann árangur sem að er stefnt — hefðu reyndar mátt koma löngu fyrr — og þótt við þurfum öll að herða sultar- ólina um tíma, þá sjáum við ekki í öðru tölublaði ykkar — sem um flest er hið ágætasta — rakst ég á tvær útgáfur hvimleiðrar málvillu, sem mér sýnist verða sífellt út- breiddari meðal landsmanna. Á bls. 2 segir bæjarstjórinn að rætt hafi verið ,,við Landleiði" og á bls. 14 er sagt frá ungum mönnum, sem hafa „útbúið matarpakka fyrir Flugleiði“. Seinni hluti orðanna beggja er í nefnifalli leiðir og Kjartan heitinn Ólafsson kenndi mér að beygja það svona: leiðir - um leiðir - frá leiðum - til leiða. Þess vegna tala ég um Landleiðir og útbý kannski einhverntíma matarpakka fyrir Flugleiðir. Þegar orðin eru beygð eins og þið gerið ætti seinnipartur þeirra að vera hvorugkynsorðið leiði, en venjulegasta merking þess er gröf eftir því, ef við komumst yfir efna- hagsvandann á þennan hátt. eða dys. Flugleiði væri þá dys flugs- ins, matarpakkarnir væntanlega fórnir og bæjarstjórinn miðill. Ég hygg að orðið í þessari útgáfu hafi breiðst út eftir að Flugleiðir lentu í rekstrarerfiðleikum fyrir fáeinum árum, en nú hefur sem betur fer ræst úr hjá félaginu - og því óþarfi að hæðast að því áfram með þessum hætti. Með bestu kveðju, Ólafur Þ. Harðarson Við sem stöndum að útgáfu Fjarðarpóstsins þökkum Ólafi bréfið og birtum athugasemdir hans hér óstyttar, enda eiga þær vafalaust erindi við fleiri en okkur. Um leið biðjum við iesendur afsökunar á þessum og öðrum villum, sem alltof oft slæðast inn á síður blaðsins. Hafnfiröingar! Enn er hægt að bæta við börnum á skóladag- heimilið að Kirkjuvegi 7 í Hafnarfirði. Umsóknum um vistun á heimilið veitir dagvistar- fulltrúi móttöku áfélagsmálastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, þar sem eyðublöð liggja frammi. Félagsmálastjóri V______________________________________/ — PÓSTHÓLF 57 — Bréf til Fjardarpóstsins: Er flugið dautt og grafið?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.