Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 1
FJflRDflB mí pósturtnn 1. TBL. — 1. ARG. 29. SEPT. 1983 Gamall og nýr tími Hér birtast tvær myndir teknar með áratugamillibili. Er gaman að sjá hvernig svipmótið hefur breyst í tirnans rás. Sú eldri, birstist í Sögu Hafnarfjarðar 1908-1983 en fyrsta bindi hennar er væntanlegt um mánaðarmótin sept./okt. Með ritun sögunnar hefur höfundurinn, Ásgeir Guðmundsson, skráð sögu bæjarins frá fyrstu tíð til vorra tíma. Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 hefur að geyma óhemjumikinn fróðleik um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga í fortíð og nútíð. Nýtt blað á gömlum grunni Fjarðarpósturinn, sem nú kemur í fyrsta sinn fyrir augu Hafn- firðinga, er vissulega nýtt blað, en byggist á gömlum grunni eigi að síður. Útgefendur Fjarðarfrétta hafa lengi velt fyrir sér þeim mögu- leika að gefa út blað sem kemur reglulega út, og með Fjarðarpóst- inum verður sú hugmynd vonandi að veruleika. Fjarðarpósturinn mun koma út hálfsmánaðarlega, annan hvern fimmtudag. Blaðið verður fréttablað með svipuðu sniði og Fjarðar- fréttir hafa verið, að því undanskildu, að brotið er minna og meira er lagt upp úr stuttum fréttum og myndefni. Nokkrir fastir þættir verða í blaðinu, flestir þekktir úr Fjarðarfréttum, svo sem ,,Bæjarmálapunktar“, „Bæjarbúar spyrja“, o.fl. Fjarðarpósturinn mun, eins og Fjarðarfréttir, verða óháður stjórnmálaöflunum í bænum. Markmið blaðsins er fyrst og fremst að fjalla um hafnfirsk málefni og taka þátt í því að styrkja stöðu Hafnarfjarðar sem sjálfstæðs bæjarfélags. Jafnframt er blaðið opinn vettvangur fyrir þá sem vilja leggja orð í belg um bæjarmál- efnin. Þá máekki gleyma hlutverki blaðsins sem miðils fyrir þá sem vilja auglýsa vöru og þjónustu í bænum. Þátttaka þeirra sem sjá sér hag í því að auglýsa í blaðinu, gerir okkur jafnframt kleift að dreifa því ókeypis til bæjarbúa. Eins og fram kom hér að ofan eru útgefendur Fjarðarpóstsins þeir sömu og Fjarðarfrétta: Guðmundur Sveinsson, Ellert Borgar Þorvaldsson og Rúnar Brynjólfsson. Það er von okkar, sem gefum nú út þetta nýja blað, að það fái ekki síðri viðtökur meðal Hafnfirð- inga en Fjarðarfréttir. Fari svo, verður Fjarðarpósturinn sönnun þess að útgáfa á óháðu fréttablaði með reglulega útgáfutíðni, á fullan rétt á sér í Hafnarfirði. Fjarðarfréttir Þótt útgefendur Fjarðarfrétta hefji nú útgáfu á nýju blaði, munu Fjarðarfréttir samt sem áður koma áfram út öðru hverju. Næsta tölublað þeirra er jólablaðið, sem reiknað er með að komi út í byrjun desember. Undirbúningur efnis í það er þegar hafinn, og eru þeir sem vilja koma á frainfæri efni eða ábendingum um efni vinsamlega beðnir um að hafa samband við útgefendur. Sýning á málverkagjöf Eins og bæjarbúum er í fersku minni, gáfu hjónin lngibjörg Sigurjónsdóttir og Sverrir Magnús- sson Hafnarfjarðarbæ stórgjöf á 75 ára afmæli bæjarins þ. 4. júní sl. Var þar um að ræða gjöf á fast- eigninni nr. 34 við Strandgötu, málverkasafn og bækur. Gjöfinni skal varið til stofnunar og starf- rækslu listar- og menningarmið- stöðvar, er beri heitið „HAFNAR- BORG“. Bæjarstjórn hefur í samræmi við eitt ákvæði gjafabréfsins skipað í stjórn „HAFNARBORGAR". Auk Sverris Magnússonar, sem til- nefndureraf gefendum í stjórnina, bæjastjóra, Einars I. Halldórsson- ar, eru í stjórninni bæjarfulltrú- arnir Ellert Borgar Þorvaldssson og Rannveig Traustadóttir. Bæjarstjórn hefur nú ákveðið, að standa fyrir sýningu á málverka- gjöf þeirra hjóna. Sýning þessi verður í Háholti og verður hún formlega opnuð laugardaginn 15. október nk. Sýningin mun standa til 23. október. Nánari upplýsingar um sýning- una verða í næsta blaði. A umferðarári Með lækkandi sól og skóla- byrjun eykst hætta á umferðar- slysum. í skólanum fer fram umferöarkennsla og áhersla er lögð á að yngstu nemendurnir, þeir sem eru að hefja sína skóla- göngu, fái leiðsögn um þar sem varast verður í umferðinni. Lögreglan hefur komið í skól- ana og farið verður með börn- unum í gönguferðir um ná- grennið og bréf eru send til for- eldra þar sem minnt er á að brýna fyrir börnunum varúð í umferðinni. Þessi mál varða hvern einasta mann og aldrei verður lögð nógu rík áhersla á tillitssemi og varúð þeirra sem stjórna öku- tækjum, hverju nafni sem þau nefnast. Setjum okkur það markmið á umferðarári að hver og einn verði þátttakandi í því að auka umferðarmenningu okkar, og tillitsseini og varkárni sitji ávallt í fyrirrúmi hjá gang- andi og akandi vegfarendum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.