Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 12
12 FJARÐARPÓSTURINN —ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR— Góð byrjun handboltakappanna Tekst Dadú að leiða FH til sigurs í íslandsmótinu? Nú er handknattleiksvertíðin hafin og I. deildarleikmenn FH og Hauka komnir á fulla ferð. Bæði iiðin haffa búið sig vel undir Is- landsmótið og önnur verkefni vetrarins og vonandi verður upp- skera þeirra góð að þessu sinni. FH-ingar hafa farið virkilega vel af stað í haust. Tveir meistaratitlar eru þegar komir í hús og glæsileg tilþrif hafa sést til leikmanna liðsins i byrjun Islandsmótsins. Auk mótanna hér heima taka FH-ingar þátt í Evrópukeppni. Liðið komst þar í 2. umferð án keppni, en bráðlega verður dregið um hvaða lið veðrur mótherji FH næst, en 2. umferð verður leikin í byrjun nóvember. Haukar leika nú í I.deild á ný eftir tveggja ára hlé. Vafalaust verður aðalkeppikefli félagsins því að halda sæti sínu í deildinni og ætti að takast það, enda eru í liðinu margir þrautreyndir kappar. Um leið og við birtum hér skrá yfir næstu leiki Hafnarfjarðarlið- anna, hvetjum við bæjarbúa til að mæta á leikina og styðja vel við bakið á sínum mönnum. Reykjavík, 9. október: Valur — Haukar Akureyri, 14. október: KA — Haukar Hafnarfj., 15. október: FH — Víkingur Reykjavík, 1. nóvember: KR — FH Hafnarfj, 4. nóvember: Haukar — Stjarnan Hafnarfj. 5. nóvember: FH — KA Hafnarfj., 9. nóvember: FH — Valur Reykjavik, 13. nóvember: Þróttur — Haukar. Útsvör — aðstöðugjöld 3. gjalddagi álagöra útsvara og aöstöðugjalda er 1. október. Lögtök vegna gjaldfalIinna en ógreiddra útsvara og aðstöðugjalda eru hafin. Greiðið skilvíslega og forðist óþægindi og kostnað sem af vanskil- um leiða. Dráttarvextir reiknast 5% fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð. Innheimta Hafnarfjarðarbæjar. islandsmót f siglingum haldið við Hafnarfjörð íslandsmótið í siglingum minni báta var haldið hér í Hafnarfirði fyrir nokkrum vikum. Mótið þótti takast mjög vel og vera siglingaklúbb Hafn- firðinga, Þyt, til sóma. Á myndinni hér að ofan er einn hafnfirsku keppendanna, Ágúst Ágústs- son að sýna Ijósmyndara Fjarðarpóstsins hvemig á að koma skútunni á réttan kjöl, þegar óhapp hefur hent. Trésmiöja Björns Ólafssonar hefur margra ára reynslu í framleiöslu á úti- hurðum og gluggum sem þola íslenskt veöur. ÚTIHURÐIR — SVALAHURÐIR — BÍLSKÚRSHURÐIR — GLUGGAR - OREGON PINE - TEKK - FURA — IROKO — MAHOGNY Allar hurðir og gluggar frá BÓ eru með SLOTT-lista og TETU þétt- ingu. TRÉSMIÐJA OALSHRAUNI 13. HAFNARFIRÐI SlMI 54444

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.