Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 16
„Um leið og nýja húsið okkar er tilbúið bjóðum við ykkur í heimsókn í Sædýrasafnið. Við hlökkum til að sjá ykkur.“ FJflRDflR pösturmn Sædýrasafnid opnar á ný - stórkostleg uppbygging hef ur átt sér stað Undanfarna mánuði hefur fjöldi manns unnið að miklum endurbót- um í Sædýrasafninu. Nýjar bygg- ingar hafa risið eða eru i smíðum, eldri byggingar mikið endurbættar og umhverfi allt verið gert hið snyrtilegasta. Stefnt er að því að opna í október enda þá öllum skil- yrðum fullnægt sem sett voru til leyfisveitingar. Margt verður að sjá í Sædýra- safninu. Máþarnefnaísbirni, Ijón, refi, apa, sæljón, kindur og geitur, gæsir, hrafna, uglur, auk ótal fisk- tegunda. Ljóna- og apahúsið hefur nánast verið byggt frá grunni og aðstaða þar öll hin skemmtilegasta. Þar verður einnig komið fyrir „fiski- þró“ sem örugglega á eftir að vekja mikla athygli. Þá er hvalalaugin mikið mannvirki, en þar verður fyrst um sinn heimkynni sæljón- anna. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera umhverfið sem snyrtilegast. Leiktækjum verður komið fyrir á svæðinu fyrir yngstu sýningargest- ina. Þegar fram líða stundir verður hægt að njóta veitinga innan húss í skemmtilegu umhverfi en þangað til verða veitingar seldar úr sölu- skála á svæðinu. Ekki er að efa að opnun Sædýra- safnsinser fagnaðarefni langflestra þeirra sem kost eiga á því að heim- sækja safnið. Fjöldi sýningargesta er sótti safnið á sínum tíma sannar að þörf er fyrir dýragarð sem þennan. Aðgangséyrir nægði þá vel fyrir daglegum rekstri en uppbygg- ingin var afar kostnaðarsöm og styrkir til safnsins í lámarki. Eng- um var betur ljóst en forráða- mönnum safnsins að betur varð að gera en fjármagn ræður öllum framkvæmdum. Sædýrasafnið er sjálfseignarstofnun og uppbygging öll og rekstur fer að sjálfsögðu eftir því hvaða tekjur safnið hefur. Nú hafa sveitarfélög á svæðinu flest lýst yfir vilja til að styrkja safnið og sýnt mikinn áhuga á að það taki til starfa á ný. Menntamálaráðherra hefur verið mjög jákvæður til þess- arar starfsemi og því hafa aðstand- endur safnsins lagt í þær fram- kvæmdir sem áður eru nefndar. Nú þegar er að finna í Sædýra- safninu ýmsa aðstöðu sem erlendir dýragarðar hafa ekki komið upp enn. Stefnt er að því að þarna geti sýningargestir, ungir og aldnir, fundið ýmsa skemmtan við sitt hæfi, bæði við skoðun dýranna og ýmsa afþreyingu aðra. Þarna verða sýningar af ýmsum toga, innlendar og erlendar og stórt svæði þar sem menn geta verið innan dyra. Þó mikið hafi verið unnið þá eru ýmsar hugmyndir enn í vinnslu, hugmyndir sem vonandi verða að veruleika. Eitt er þó víst, þeir eru margir sem eiga eftir að njóta góðra stunda í Sædýrasafninu i Hafnarfirði. BÆJARMÁLA- Apunktar □ Lagðir hafa verið fram árs- reikningar Júní Stá. fyrir árið 1982. Samkvæmt þeim var halii á rekstri fyrirtækisins kr. 19.086.216,66. Skuldir umfram eign samkv. efnahagsreikningi pr. 31/12 1982 nema kr. 47.436.383,29. □ Lagðir hafa verið fram árs- reikningar Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir árið 1982. Samkvæmt þeim var tap á rekstri fyrirtækisins kr. 13.132.246,78. Hrein eign nam pr. 31/12 1982 kr. 60.443.823,19. □ Bæjarráð hefur lýst ánægju sinni yfir framtaki lögreglu við umferðarstjórn við gangbrautir við Hjaliabraut, er börn fara til skóla, og væntir þess, að framhald verði á slíkri þjónustu þar og víðar í bænum. □ Fræðsluráð, skólastjóri og kennarar Lækjarskóla hafa gert svohljóðandi samþykkt: „Þar sem kunnugt er, að söluturn að Hverfisgötu 57 er rekinn án tilskylinna leyfa, mælist fræðsluráð til þess við bæjarráð að söluturninum verði lokað nú þegar. Þá er það skoðun fræðslu- ráðs að söluturnar i nágrenni skóla séu til mikillar óþurftar, þegar til þess er tekið að nem- endur leita þangað í stunda- hléum en það veldur margs- konar erfiðleikum í skólahald- inu.“ □ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að úthluta Eim- skipafélagi íslands h.f. þremur lóðum upp af Suðurbakka, alls um 42.500m!. □ Bæjarráð hefursamþykkt að sótt verði um lán hjá Byggingar- sjóði verkamanna til byggingar 14 íbúða á lóð við Þúfubarð/ Kelduhvamm til viðbótar við lánsumsókn, sem þegar hefur verið send sjóðnum varðandi byggingu 17 íbúða við Móabarð 34-36. Miðað verði við að lán frá sjóðnum nægi til greiðsiu á hlutdeild hans við að Ijúka byggingum þessum. Bæjarráð hefur vakið athygli stjórnar Húsnæðisstofnunar á því, að Hafnarfjarðarbær hefur verið mjög afskiptur á undan- förnum árum í lánveitingum úr Byggingasjóði verkamanna og lagt áherslu á að breyting verði þar á til batnaðar. □ Kynnt hafa verið í bæjarráði frumdrög að skipulagi 2ja nýrra iðnaðarsvæða sunnan Hval- eyrarholts. Bráðlega verður tekin afstaða til þess hvort svæðið verði fyrir valinu til skipulagningar. Bæjarverkfræðingi hefur verið falið að láta gera grófa kostnaðaráætlun um stofn- kostnað svæðanna. Jafnframt að safna saman fyrirliggjandi upplýsingum um sjávarstrauma meðfram ströndinni. i f3, '‘‘Lr j ' > -iT. .r c^r .f i" - •f -**n . Bæjarstjórn hefur samþykkt að láta vinna deiliskipulag af reitnum, sem afmarkast af Lœkjargötu, Brekkugötu, rótum Hamarsins og Öldugötu. Valkostir skipulags á þessu svœði verða kynntir bœjar- búum, áður en bœjarstjórn tekur endanlega ákvörðun um skipulag svœðisins. □ Skipulagsstjórn ríkisins hefur fyrir sitt leyti samþykkt fyrirliggjandi tillögur að mið- bæjarskipulagi Hafnarfjarðar og afgreitt hana til félagsmála- ráðherra til staðfestingar. Tillagan er staðfest eins og hún liggur fyrir, en skipulags- stjórn fer þess á leit, að leitað verði umsagnar hennar, þegar fjallað verður um útfærslu á Lækjargötu. Skipulagsstjórn telur, að allur undirbúningur og máls- meðferð aðalskipulags Hafnar- fjarðar og deiliskipulags mið- bæjar liefur verið til mikillar fyrirmyndir öðrum sveitarfél- ögum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.