Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1989, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 29.06.1989, Blaðsíða 3
ElflRMR pósturtnn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRroA PROPPÉ AUGLÝSINGASTJÓRI: ANNA ÓLAFSDÓTTIR ÍÞRÓTTIR: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON. DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN PRENTVINNSLA: BORGARPRENT SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN). Ríkið, það er ég Það var merkilegt að heyra niðurstöður máls Hagvirkis og fjármálaráðherra í fyrradag. Það var loks þegar hver einasti Alþýðubandalagsmaður í kjördæminu hafði legið á ráðherran- um í fjölda klukkustunda, að gaf hann sig. Niðurstaðan var sú, að ráðherrann ætlar „að bíða niðurstöðu dómstólanna til 14. júli n.k.“ Ríkissstjórnin nýtur ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar. 300 fjölskyldur starfsmanna Hagvirkis og aðrar 300, hafa lífs- viðurværi af starfsemi fyrirtækisins. Þetta eru fjölskyldur sem hafa nú kynnst því af eigin raun, hvernig unnt er að misbeita valdi. Þegarekki erhægtlenguraðskiptaumflokka, þáerbara að misnota aðstöðuna - sýna valdið og traðka á öllu því sem einstaklingnum er heilagt. - „Ríkið. Það er ég.“ Bærinn, það er ég Eittgotterviðþessarathafnirfjármálaráðherra í Hafnarfirði. Bæjarbúum kemur þá ekki á óvart, þegar þeir uppgötva hvern- ig bæjarstjórinn hefur misnotað vald sitt í tvöföldu hlutverki bæjarstjóra og leiðtoga kratanna. Hvað Fjarðarpóstinn varðar, þá hefur verið reynt að gefa bæjarbúum rétta mynd af stöðu bæjarmála. Stöðug skulda- söfnun bæjarsjóðs hefur að vonum verið áhyggjuefni Fjarð- arpóstsins sem og annarra sem láta sig bæjarmálin varða. Bæjarstjóri, sem leiðtogi meirihlutans, þolir ekki að frá því sé sagt og það hefur verið látið bitna á Fjarðarpóstinum, lokað hefur verið algjörlega á auglýsingar. Blaðið mun þó fremur hætta að koma út, en láta eftir ritskoðun bæjarstjóra. - Ólafur Ragnar fjármálaráðherra virtist skynja í fyrradag, að „sá er vinur sem til vamms segir“, en bæjarstjóri ekki. Gæti ekki einhver góður krati látið bæjarstjóra í té haldgóðar upplýs- ingar um almenn fjármál. -Það mætti allavega leiðbeina hon- um um að láta af þeim „afspyrnu sterka" hroka sem hann beitir dagsdaglega gagnvart bæjarbúum. Á sama hátt og Ólafur Ragnar lítur á ríkið sem sitt, þá telur bæjarstjóri Hafnarfjarðar- bæ sinn. Þreyttir læknar Hvaða íslendingur kannast ekki við það að hafa unnið of mikið, að hafa tekið of margar vaktir, að hafa sofið of lítið, vak- að of mikið? Nú virðast fjölmiðlar hafa uppgötvað, að ein stétt manna hafi unnið of mikið, þ.e. læknar. Kannski að mistök hafi of oft orðið hjá þeirri stétt síðustu vikurnar. Merkilegt, að þessi „vinnuþrælkun" skyldi ekki vera megin- málið, þegar tvær þotur rákust næstum því saman við land- steinana. Merkilegt reyndar, að ekki skuli hafa verið leitað skýringa í þessari staðreynd í flestu því sem aflagafer í þessu þjóðfélagi. Óstjórnin í þjóðfélaginu kallar á síaukna vinnuþrælkun þegnanna. - Það hlýtur að koma niður á einhverjum. 0®D C08756744 \ „HAPP“- vikunnar Gunnar Valdimarsson. Guðlaug Kristmundsdóttir. Gunnar Valdimarsson sigraði enn í síðasta leiknum okkar. Ásthild- ur Ragnarsdóttir gerði því stuttan stanz, aðeins einn leik. Hún tók því með jafnaðargeði og benti á nágranna sinn og vinkonu, Guðlaugu Kristmundsdóttur, sem eftirmann. Við þökkum Ásthildi fyrir þátttökuna. Þá var að hafa samband við Guðlaugu. Hún var til í að vera með og kom með tölur, sem byggðar eru á afmælisdögum fjölskyldunnar. Þær eru: 2-5-11-13-18-26-29. Gunnar fann sér nýtt talnakerfi til að byggja á. Tölurnar nú eru 3 og 13, en talnaröðin: 3-6-9-12-13-15-26. Þá er bara að sjá hvað setur, þegar Lotta tekur skeiðið n.k. laugardagskvöld. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Finnur Sigurðar- son. Fæðingardagur? 29. október 1939. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskyldurhagir? Kvæntur, á þrjú börn, tengdadóttur og eina afastelpu. Bifreið? Peugeot 405 1988. Starf? Sölumaður hjá Gler- borg hf. Fyrri störf? Sjómennska. Helsti veikleiki? Mikið fyrir góðan mat. Helsti kostur? Skapgóður. Uppáhaldsmatur? Heitt hangikjöt, uppstúf og grænar baunir. Versti matur sem þú færð? Súr blóðmör. Uppáhaldstónlist? Öll góð tónlist. Uppáhaldsíþróttamaður? Kristján Arason Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Davíð Odds- syni. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir og fræðslu- þættir um landið. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Dallas. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Stcfán Jón Haf- stein og Rósa Ingólfsdóttir. Uppáhaldsleikari? Sigurður Sigurjónsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Nafn Rósarinnar. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ferðast, veiði og er í Lions. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Arnarstapi á Snæfells- nesi. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Mont og hroki. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Davíð Oddsson borgarstjóra og komast að því hvernig hann fer að því að vera svona skemmti- lega þrautseigur. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Mannkyns- sögu. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti, hvernig myndir þú eyða þeim? Ég myndi ferðast fyrir þær. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Vikudvöl á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Á Bæjarráðsfundi í Hafnarfirði. Ef þú værir í spurningakeppni, hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Landafræði íslands. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Að vera við fallegt vatn eða að veiða. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Koma af stað innanbæjarstrætis- vögnum. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Uppáhalds Hafnarfjarðarbrandarinn minn er þegar Guðmundur Árni bæjarstjóri og Gunnar Rafn bæjarritari voru á gangi við suðurhöfnina að skoða nýju framkvæmdirnar. Þá sagði Gunnar Rafn: „Sjáðu Guð- mundur, dauður fugl.“ „Hvar?“ sagði Guðmundur og leit upp í loftið. HRAUNHAMARhf FASTEIQnA- OQ SKIPASALA Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Vantar allar gerðir eigna á skrá. Lækjargata. 2-6 herb. íbuð sem skilast tilb. u. trév. Frábær staðs. í hjarta bæjarins. Mögul. að lána 50% til 15 ára. Suðurvangur. 3ja, 4raogein6herb. íb. í 7 íb. húsi. Eldh. stofa og svalir snúa í suður með útsýni yfir bæinn. Afh. í febrúar. Suðurvangur. 3ja herb. íb. á 1. hæð til afh. í næsta mán. Aðeins 2 íb. eftir í þessu húsi. Dofraberg. Mjög skemmtil. 2ja-6 herb. íb. með góðu útsýni yfir bæinn. Vandaðar íb. sem þurfa lítið viðhald. Verð frá 4,4 millj. Fagrihvammur. 6herb. 166fm íb hæð og ris. Gott útsýni yfir Fjörðinn. Til afh. í ágúst. Verð 6,7 millj. Traðarberg. Aðeins eftir ein 6 herb. íb. Stuðlaberg. 150 fm parhús á tveim hæð- um til afh. strax. Verð 6,2 millj. Stuðlaberg. 131 fm raðhús á 2 hæðum auk bílsk. Ath. fokh. í sept. Verð 5,6 millj. Fæst einnig tilb. u. trév. Hringbraut. 146 fm neðri hæð ásamt bílsk. til afh. strax. Verð 5,8 millj. Suðurvangur. 135 fm parhús á tveim hæðum til afh. tilb. u. trév. Verð 6,7 millj. Einbýlishús-raðhús Ljósaberg. Glæsilegt 220 fm einb.hús ásamt bílsk. 5 svefnherb. Skipti mögul. áraðh. Verð 14 millj. Hraunhólar. Mjðg faileg 203 fm parhús á 2 hæðum. 45 fm bílsk. Skipti mögul. Verð 11,5 millj. Sævangur. Mjög fallegt 145 fm einbhús auk 30 fm bílsk. 4 svefnherb. Skjólgóður og skemmtil. garður. Verð 13,6 millj. Smyrlahraun. 150 fm raðhús á 2 hæðum. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. Verð 9 millj. Suðurgata. Óvenju glæsil. 160 fm sérh. og bílsk. Verð 10,4 millj. Einnig 160 fm sérhæð. Verð 9,3 millj. Breiðvangur. Mjög talleg 152 lm neðri sérhæð. 4 svefnherb. Aukapláss í kjallara. 40 fm bílsk. Verð 8,7 millj. Hjallabraut. Björtogskemmtileg 139,6fm nettó endaíb. á 3. hæð. 4 svefnherb. Ákv sala. Verð 7,5 millj. 4ra herb. Klettagata. Skemmtileg 95 fm nettó 4ra herb. efri hæð. Allt sér m.a. sérinng. Verð 5,8 millj. Hjallabraut. 4-5 herb. íb. á 2. hæð. Verð 5,8 millj. Herjólfsgata. Góð 112 fm efri hæð, innb. bílsk. Hraunlóð. Suðursvalir. Verð 6,8 millj. 3ja herb. Hverfisgata. 70 fm nettó 3ja herb. aðal- hæð. Áhv. allt að 2 millj. Verð 4 millj. Merkurgata. Mjög falleg 3ja herb. risíb. Verð 3,2 millj. Hellisgata. Algjörl. endurnýjuð 3ja-4ra herb. neðri hæð. Verð 4 millj. Brattakinn. 70 fm risíb. í góðu standi. Verð 3,3 millj. 2ja herb. Smárabarð sérbýli. 56-62 fm2jahert>. íb. Skilast tilb. u. trév. í sumar. Verð frá 4,3 millj. Öldutun. 2ja herb. 70 fm nettó jaróhæð. Sérinng. og -þvottahús. Verð 4,3 millj. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274 Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., J§m Hlöðver Kjartansson, hdl. II HAFNFIRÐINGAR, NÆRSVEITAMENN HAGVIRKI HF. BÝÐUR YKKUR AÐ KOMA AÐ SKÚTAHRAUNI 2, HAFNARFIRÐI OG KYNNA YKKUR oii cnzoi o o/Ln itnLn HfíFnnRFJHFiÐfífí Dalshrauni 1, Hafnarfirði DODGE RAMCHARGER '75, ekinn 20 þús. km á vél. Verð 470 þús. MERCEDES BENZ 190 E ’83, GRÁR. Ekinn 100 þús. km, verð 900 þús. CHEVROLET CAMARO ’81, VÍNRAUÐUR/SVARTUR. Ekinn 72 þús. mílur, verð 600 þús. TOYOTA COROLLA GT 16V LIFTBACK ’88, SVARTUR. Ekinn 34 þús. km. Verð 980 þús. Skipti á ódýrari. DAIHATSU CHARADE CX ’86, 5 DYRA, GRÁR. Ekinn 55 þús. km. Verð 380 þús. FJÖLBÝLISHÚS VID SUÐURHVAMM Við kynnum og seljum notalegar íbúðir á góðu verði við Suðurhvamm í Hafnarfirði. Húsið er í fögru umhverfi með útsýni til allra átta. BMW 318E ’82, RAUÐUR. Ekinn 103 þús. km. Verð 380 þús. MAZDA 626 GLX ’86, DÖKKBLÁR. Ekinn 42 þús. km. Verð 650 þús. Skipti á ódýrari. CHEVROLET BLAZER ’71, BLÁR. 400 pontiac vél. Verð 650 þús. Skipti á ódýrari. íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja og afhendast nú í haust tilbúnar undir tréverk. Hús, sameign, lóð og bílastæði afhendast fullfrágengið. Mjög góð sameign. Stórir bílskúrar fylgja sex íbúðum. LITTU INNOG SKOÐAÐUSKRÁNA, YFIR 450 BÍLAR Á SKRÁ 652930 © 652931 HfíFfífífíFJfífíÐfífí Opið virka daga frá kl. 13 til 20 og um næstu helgi frá ki. 13 til 18. Kaffi á könnunni. Verið velkomin! HAGVIRKI SKÚTAHRAUNI 2 - SÍMI 652864 Athugið! Opið alla virka daga frá kl. 8—18 föstudaga frá kl. 8—19. Lokað á laugardögum í sumar frá og með 1. júlí. Hárgreiöslu- og Snyrtistofan Reykjavíkurvegi 64 Sími: 51938 Öll almenn hár- og snyrtiþjónusta auk fótaaögerSa. GAFLARAFERÐ 27. sept. — 7. okt. Qist á EL PARAISO, glænýju loftkæidu íbúðahóteli. Líf og fjörallt í kring, stutt í gamla bæinn. Erum þegar farin að taka niður pantanir. Aðeins til sölu í Hafnarfirði. Hagsýn hf. umboð Samvinnuferða-Landsýn Reykjavíkurvegi 72, sími 51155 Sækið ekki vatnið yfir lækinn, þvívið önnumsthér íHafnaríirði allar viðgerðir á kæliskápum, frysti- kistum og skápum. dlœlitœtyaþiónustan Reykjavíkurvegi 62, sími 54860 TILKYNNING FRÁ AFGREBSLU EIMSKIPS HAFNARFIRÐI NÝTT SÍMANÚMER SKRIFSTOFU ... 652888 VÖRUSKEMMU ... 51710 ÓSEYRARSVÆÐI (BÍLAGEYMSLA) . 652166 Frá og með 01.06.1989 mun afgreiðsla Eim- skips í Hafnarfirði, veita þjónustu vegna frágangs útflutnings- skjala og tollskýrslu- gerðar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.