Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.11.2001, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 15.11.2001, Blaðsíða 1
31. tbl. 19. árg. 2001 Fimmtudagur 15. nóvember Upplag 6.600 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði. Rammafjárhagsáœtlun Hafnarfjarðarbœjar 2001 - 2005 Rekstrarútgjöld og vextir um 90% af skatttekjum í ár Svokölluð rammaíjárhagsáætl- un Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2001 til 2005 hefur verið sam- þykkt og hún kynnt bæjarbúum í sérstöku riti sem dreift hefúr verið í hvert hús í bænum. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur bæjarins í ár eru áætlaðar 4.359 mkr. en rekstrartekjur og vaxta- gjöld 3.906 mkr. eða um 90% af skatttekjum sem er langt um- frarn viðmiðunarmörk félags- málaráðuneytis. Aðeins um 10% fara því í afborganir lána og fjárfestingar, en vaxtagjöld eru inni í rekstrartekjum. Segja má að þessar tölur fyrir árið sem er að líða endurspegli erfiðan fjárhag bæjarins. í rammaáætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur vaxi á tíma- bilinu úr 4.350 mkr. í ár í 5.496 mkr. árið 2005. Rekstrargjöld og vextir eru 3.906 mkr. í ár en- veru áætluð 4.669 mkr. árið 2005. Áætlunin er sett fram á áætluðu meðalverðlagi ársins 2001. Gert er ráð fyrir um 1,5% árlegum hagvexti að meðaltali og að íbú- um Hafnarfjarðar fjölgi um 4% á ári sem m.a. tekur mið af út- hlutun lóoða í bæjarlandinu. Áætlun fyrir árið 2001 tekur mið af endurskoðaðri fjárrhags- áætlun bæjarsjóðs sem sam- þykkt var í bæjarstjórrn þann 5. júní sl. Þá hafa erlendar lána- skuldir bæjarsjóðs verið færðar upp og áætluð vaxtagjöld af er- lendum lánum bæjarsjóðs á tímabilinu verið leiðrétt til sam- ræmis við breytingar á gengi ís- lensku krónunnar. Áætlunin gerir ráð fyrir að bæj- arsjóður verði rekinn með tekju- afgangi á árunum 2002 -2004 upp á 1.240 mkr. eða rúmlega 6% af árlegum skatttekjum. Skatttekjur bæjarins hækka samkvæmt áætlun um 1.140 mkr. milli áranna 2001 og 2005 eða rúm 26%, en uppistaða teknanna er sem fyrr útsvar og fasteignafjöld. Auk fjölgunar íbúa og hagvaxtar skýrast aukn- ar tekjur af heimild til að nýta heimild í lögum á útsvarspró- sentu úr 12,70% í 13.03% frá árrsbyrjun. Er þessi heimild lið- ur í samkomulagi ríkis og sveit- arfélags um að bæta sveitarfé- lögum kostnaðarauka og tekju- tap vegna setninga ýmissa laga og reglugerða á síðustu árum. Síðari leikur Hauka og Barcelona á laugardag Síðari leikur Hauka og Barcelona í Evrópukeppni félagsliða fer fram á Ásvöllum á laugardag, 17. nóvember. Fyrirfram verður að telja að það verði á brattann að sækja fyrir Hauka sem töpuðu fyrri leiknum úti í Barcelona með tíu marka mun. Það er þó þekkt að íslensk lið hafa tapað með miklum mun úti en sigrað með meiri mun hér heima, svo allt er opið í þeim efnum. Heimavellir vega oft ótrúlega þungt í evrópu- mótum og Qölmenni stuðn- ingsmenn Hauka á leikinn á laugardag til að styðja sína menn getur það haft ótrúlega mikið að segja. Leikur Hauka og Barcelona hefstkl. 16.30. Hafnarfjarðarbíó rifið Einn af fostu punktunum í miðbæ Hafnarfjarðar urn margra áratuga skeið, Hafnarljarðarbíó, hefur nú verið rifið. Myndin hér til hliðar var tekin við hálfnað verk eða svo í gærdag. Byggingin var orðin illa farin og léleg að flestu leyti.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.