FÁ-blaðið - 01.02.1961, Qupperneq 1
BLAÐIÐ
35 mm
Eftir JOHN WOLBORST
Æfmtýri í kornalandi:
Eða, það se?n þú heldur þig sjá, getur reynzt vera allt
annað.
í fljótu bragði getur það virzt fráleitt að fullyrða, að
þér getið dregið úr fyrirsjáanlegri korna-áferð á stækk-
unum yðar, með því að veita athygli eftirfarandi for-
skrift, sem vissulega er einföld.
Notið myndavél með afbragðs linsu, fremur en
sæmilegri. Gætið þess vel að fá fyrirmyndina nákvæm-
lega í brennipunkt, hvort sem þér notið mæli, stillið
inn eftir auganu eða á annan hátt, og haldið mynda-
vélinni hreyfingarlausri.
Yður finnst þetta broslegt? Því skal ekki mótmælt.
En það er eins og þar stendur, þetta er - ótrúlegt en
satt
Áður en lengra er haldið langar mig til að skýra
nokkur hugtök. Korna-áferð eru sjónhrif framkölluð í
huga áhorfanda af gerð myndarinnar á blaði, eða
myndar, sem sýnd er á tjaldi. Ef til vill sýnist myndin
slétt, þægileg fyrir augað, samræmd. En ef til vill verð-
ur myndin með hinni alkunnu „pipar og salt“ áferð,
sem einkennir svo mörg 35 mm verk. Auðsjáanlega
verður „negativið" að innihalda eitthvað það, sem
veldur þeim sjónhrifum, er við nefnum ,,korna-áferð“.
Eðlis-einkenni þau í „negativinu", sem valda korna-
áferð á blaði, er hinn mismunandi þéttleiki, sem or-
Z---------------------------------------------
AÐ ALFUNDUR F.Á.
verður haldinn mánudaginn 20. febrúar 1961 í
Breiðfirðingabúð (niðri) kl. 8,30 e. h.
FUNDAREFNI:
1. Aðalfundarstörf samkv. félagslögum.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
4. Kvikmynd.
L.__________________________________________y
sakast af tilviljanakenndri dreyfingu framkallaðra
silfur-korna.
Grófleiki (Granularity) er það orð, sem notað er í
sambandi við eðlis-rannsóknir á þessum breytilega
þéttleika. Með „densitometer" (þéttleikamæli) og öðr-
um tækjum er hægt að sjá og rannsaka grófleikann.
Dæmi um óvísindalega rannsókn: Maður, sem skoð-
ar „negative" með 20X stækkunargleri og segir: „Það
er kornótt“. Hann sér aðeins korna-áferð negativu-
myndarinnar.
Grófleiki er huglœgur (subjective).
Þótt ég eigi á hættu að valda honum vonbrigðum, og
mörgum öðrum, sem nota stækkunargler við rannsókn-
ir sínar, þá vil ég benda á það, að það sem stækkunar-
glerið sýnir um grófleika „negativsins“ (myndarinnar
á negativinu) getur verið hrein blekking, gjörólíkt því
FÁ-BLAÐIÐ
I