FÁ-blaðið - 01.02.1961, Síða 2

FÁ-blaðið - 01.02.1961, Síða 2
sem fram kemur á fullgerðri mynd. Þótt stækkunar- glerið sýni korna-áferð á negativu myndinni, þarf það ekki að vera nein vísbending um að þannig verði myndin fullgerð, og sá sem álítur sig geta sagt fyrir um grófleika, hann blekkir sjálfan sig. Auðvelt er að sannfæra sig um þetta með því að taka mynd af tveim samstæðum hlutum og hafa aðeins annan nákvæmlega í brennipunkti: Sá hluturinn, sem í brennipunkti var, virðist eftir kopieringu hafa miklu minni korna-áferð en hinn sem ekki var nákvæmlega í brennipunkti. Mismunandi korna-áferð í sömu mynd- inni getur því aðeins stafað af því, að mestu ráði um áferð á fullgerðri mynd hvort fyrirmyndin hefir verið nákvæmlega í brennipunkti eða ekki, og þá einnig hvort myndin er fullkomlega skýr eða ekki. Því skýr- ari mynd, því minni hætta á korna-áferð. Hin óverulegasta hreyfing myndavélarinnar, örlítil skekkja í innstillingu brennipunkts, linsa, sem ekki er full-skörp - allt þetta getur stuðlað að því að myndin fullgerð virðist vera með korna-áferð. Filmu-tegundin er mikilvæg. Þessi áhrif eru ekki til í mjög fínkorna filmum, nema um mjög mikla stækkun sé að ræða. Filmur eins og Agfa Isopan Record og II- ford HPS eru allmjög kcrnóttar til að byrja með og augað sér oftast korna-áferð á myndum af þessum filmum, hve skýr, sem myndin annars er. Og því óskýr- ari mynd, því meiri korna-áferð. Þau áhrif virðast greinilegust á filmum eins og Ansco Super Hypan og Kodak Tri-X Pan, og þau sjást einnig á filmum með meðalhraða, af hverju sem þetta stafar. Frá HÍL (Hinu íslenzka Liósmyndaiélagi). Alþjóðamyndamöppur FIAP Alþjóðasamtökin FIAP (Fédération Internationale de l’art Photographique), sem HlL er meðlimur í sem heildarsamtök íslenzkra ljósmyndaáhugafélaga, þar með einnig FÁ, hefur haldið ráðstefnu nú nýlega í Opatija, þann 19. til 22. sept. sl. Forseti samtakanna er áfram Dr. M. Van de Wyer í Belgíu, varaforseti er Roland Bourigeaud, Frakklandi, aðalritari er Ernest Boesiger, Sviss, gjaldkeri Dr. W. Schwanke, Þýzkalandi og stjórnandi myndamappa er H. B. J. Cramer, Danmörku. Ráðstefnur þessar eru haldnar annað hvort ár að Mynd. þessi er ein þeirra 37 mynda sem sýndar haja verið í glugg- um Morgunblaðsins undanjarið. jafnaði. Sú síðasta var haldin 1958, og var sú fimmta í röðinni. 7. ráðstefnan og 7. svart-hvíta alþjóðasýningin (7th Biennal Black/'White) verður haldin í Grikklandi apríl eða maí 1962. 2. alþjóðalitmyndasýning FIAP (The 2nd Colour Biennal) verður haldin í Múnchen í Þýzkalandi annað- hvort í ágúst eða september 1961. . Ný samkeppni er fyrirhuguð í samræmi við tillögu frá forseta FIAP, Dr. M. Van de Wyer, og nefnist hún „Fósturlandið mitt“ (“My homeland"). Þessi sam- keppni er fyrirhuguð í samvinnu við UNESCO árið 1961. Skrá yfir þátttakendur í alþjóðaljósmyndasýningum verður aftur birt í Árbók FIAP og í tímaritinu Camera (Sviss). Árbók FIAP fyrir árið 1962 verður gefin út eins og venjulega og verða í henni að minnsta kosti 8 litmynd- ir. Er áætlað að bókin komi út haustið 1961, og verður útgefandi sami og áður, C. J. Bucher SA. 2 FÁ-BLAÐIÐ

x

FÁ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FÁ-blaðið
https://timarit.is/publication/947

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.