FÁ-blaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 1

FÁ-blaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 1
-BLAÐIÐ 7. TÖLUBLAÐ . JANÚAR 1962 . 6. ÁRGANGUR Væntanlegar framfarir: Eínjaldari aðferðir uíð litmyndagerð Ejtir Al Frnncekevich Ljósmyndagerðin er í þann veginn að brjóta af sér eina fjötra enn. Við lifum í dögun þeirrar aldar, sem býður öllum þeim, er kunna að framkalla myndir, mögu- leika til að framkalla einnig litmyndir án hins sér-út- búna myrkraklefa, sem hingað til hefur þurft við lit- myndagerð. Þessi fullyrðing mín getur virzt fljótfærnisleg. En hún er byggð á tilraunum mínum með þau tæki og út- búnað, sem verða í „FR Color Kit“ (FR litmynda pakk- anum), sem brátt verður sendur á markaðinn. (Athugasemd ritstjórans: Fyrri skýrslur og frásagnir af FR Color Kit og þeim möguleikum, sem Jressi útbún- aður gefur, voru byggðar á tilraunum og prófunum, sem gerðar voru af FR sérfræðingum. Popular Photography aflaði sér sýnishorna af prufu-tækjunum og fól A1 Francekvich ritstjóra greinanna „In tbe Darkroom“ að fullreyna þau, við önnur skilyrði en þau, sem talin voru nauðsynleg í rannsóknarstofum FR. Þessar skýrslur eru ])ví byggðar á tilraunum í venjulegri heima-myrkva- stofu. Við munurn svo fullreyna þessi tæki á ný, ])egar þau koma á markaðinn og birta árangur vorn). Möguleikinn á þriggja bakka litmyndaframköllun befur verið óskadraumur myndasmiða síðan litmyndun hófst. Þegar fram kom litanegativ var það talið valda byltingu, vegna þess, að þá varð litmyndagerð á valdi „myrkvastofu sérfræðinga“. En sú aðferð, sem brátt verður send á markaðinn af FR, færir litmyndagerðina /■----------------------------------------------\ FUNDUR F.Á. verður lialdinn mánudaginn 29. janúar kl. 8.30 e. h. í BreiÖfirðingalníS, niðri. FUNDAREFNI : 1. Venjuleg fundarsturf. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Kristján Jóhannesson: Rahb um grafiskar myndir með aðstoð nokkurra félaga fótóklúhbsins IRIS. 4. Myndasamkeppnin. Frjálst val. 5. Önnur mál. ------------------------------------------------y inn í venjulegar heimamyrkvastofur og gerir áhugaljós- myndaranum kleift að vinna sjálfur að framköllun, sem hann hefur hingað til orðið að senda á hinar sérstöku vinnustofur litmyndaframköllunar. FR segir okkur, að leit þeirra að litmyndaframköll- unaraðferð hafi verið byggð á þremur forsendum: Að- ferðin varð að vera einföld og framkvæmanleg í venju- legum myrkvastofum myndasmiða. Hún varð að sýna það góðan árangur, að lærðir myndasmiðir gætu sætt sig við hann. Og í þriðja lagi varð að gera mönnutn kleift að kaupa útbúnaðinn við vægu verði. Eg vil halda því fram, að FR hafi náð undraverðum árangri á öllum þessum sviðum. I fyrsta lagi hefur FR tekizt að takmarka framköllun litmynda við þrjár aðalefnablöndur: Framkallara, fixer og bleiki. Þegar myndin hefur verið tekin upp úr bleik- inum og skoluð í nokkrar mínútur, má sjá myndina í réttum litum, mjög svipaða því, sem hún verður full- þurrkuð. Þótt undarlegt sé, er nákvæmt hitastig ekki nauðsyn- legt. Enda þótt mælt sé með 70° F á framkallaranum, FA-BLAÐIÐ 1

x

FÁ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FÁ-blaðið
https://timarit.is/publication/947

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.