FÁ-blaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 2

FÁ-blaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 2
Myndin hér aS o/an kom jram á fundi hjá klúbbnum IKIS nýlega. getur hitastigið á hinum efnunum og skolvatninu verið háð ýmsum breytingum. Við komumst að þeirri niður- stöðu, að nauðsynlegt er að mæla hitastig framkallar- ans þegar prufan er gerð og aftur, þegar sjálf myndin er gerð og síðan við hverja mynd. Það á alltaf að vera sama hitastig, ef hægt á að vera að fylgjast með litun- um. Ekki skiptir miklu, hvort hann er 68°F eða 72°F, ef hitastigið aðeins helzt óbreytt. Pappírinn er sterkur og þolir snöggar hitabreytingar og liltölulega harkalega meðferð, og þurrkun með þerripappír. Fyrsta formið, sem þessi pappír og kemisku efni verða send í á markað í Bandaríkjunum, verður þetta FR Color Print Kit. Þetta „Kit“ (pakki), sem væntan- lega verður selt á 10 dali, inniheldur allt sem þér þurfið á að halda, auk hins venjulega framköllunarútbúnaðar yðar, og þér getið þegar farið að framkalla litmyndir. I pakkanum verður: Dálítill pappírspaki, kemisk efni, filter-haldari, basic filter, þrír aðrir filterar, „exposure cacu!ator“ (spjald, sem lýst er í gegnum til að finna réttan lýsingartíma gagnvart litum), sem er nefndur FR Theilgaard, og „Safelight filter“. 011 Iitamegativ má framkalla á þennan pappír. Við tilraunir mínar notaði ég mest Kodacolor-negativ og eitt eða tvö Agfacolor. Þessi „exposure calculator11 verður nýlunda fyrir þá, sem aldrei hafa snert á litmynda-framköllun fyrr, og þó gætu einhverjir lesenda, sem framkallað hafa litmyndir, kosið að nota hvít-ljósa-aðferðina, en þá er filter settur í stækkarann í vissri hæð ofan við negativið. En þetta krefst þess auðvitað, að viðkomandi eigi sett af frádrátt- arfilterum og kunni með þá að fara. Leiöbeiningarnar, sem fylgja eiga þessu kit, gefa skýringu á því, hvernig nota skuli þrí-lita filterkerfið, (annars má líka nota þessa aðferð við Ektacolor og Agfacolor engu síöur en við hvít-ljósa aðferöina) og FR Theilgaard exposure calculator er notaður í sam- bandi við þrílita lýsinguna. (Theilgaard er nafn upp- finningamannsins). Framh. í nœsta blaði. Ljósmyndabókin Seint á síðasta ári gerðist sá merkisatburður, að út var gefin á íslenzku bók um ljósmyndun. Nefnist hún Ljósmyndabókin og er eftir Svíann Gösta Skoglund, en Hjálmar R. Bárðarson þýddi bókina á íslenzku og færði til íslenzkra staðhátta. Utgefandi er Setberg s.f. Það mun varla þurfa að lýsa því, hversu kærkomin þessi bók er íslenzkum áhugamönnum um ljósmyndun. Þetta mun vera fyrsti brunnurinn, sem þeir geta sótt vizku í á sínu móðurmáli, og svo lengi hafa þeir saknað þess, að nú er ástæða til að fagna. Bókin er byggð á fenginni reynslu við 15 ára kennslu á námskeiðum fyrir áhugaljósmyndara og er sögð vera lestrarefni fyrir byrjendur og þá, sem eitthvað hafa áður fengizt við ljósmyndun. Helztu Jrættir bókarinnar eru um kassamyndavélina, brennivídd og ljósstyrkleika, filmuna, skarpleika, aukalinsur, lýsingu, framköllun, kopíeringu, stækkun ,myndaverkefni, leifturljós og lit- ljósmyndir. Á þessu sést að víða er komiÖ við og margt ber á góma, svo að bæði Jteir, sem rétt eru að byrja og þeir, sem telja sig lengra komna, kynnast í bókinni einhverju nýju og áður ókunnu. í Ljósmyndabókinni felast fróð- leikskorn fyrir alla áhugaljósmyndara, byrjendur og aðra. Þess skal getið að í bókinni eru 265 myndir til skýringar efninu. í bókinni er einnig vísir að orðasafni yfir ljósmynda- hugtök og -heiti, en þýÖandinn hefur lagt í það stórvirki 2 FÁ-BLAÐIÐ

x

FÁ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FÁ-blaðið
https://timarit.is/publication/947

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.