FÁ-blaðið - 01.10.1962, Síða 1

FÁ-blaðið - 01.10.1962, Síða 1
-BLABID 5. TOLUBLAÐ . OKTOBER 1962 . 7. ARGANGUR Eru statív úrelfí Hér áður fyrr var ljósmyndaranum statív algjör nauð- syn. Að jafnaði gat hann ekki án þess verið. Á þeirn tímum (á fyrsta fjórðungi þessarar aldar) var ljósnæmi venjulegrar „hraðrar“ ljósmyndaplötu 14—16° Schein- er eða 5—6 DIN, og linsur dýrustu og fullkomnustu myndavélanna höfðu Ijósop f:4,5. Nú er ljósnæmi filma og ljósop linsanna margfalt meira, og það hefur valdið því, í flestum tilfellum, að hægt er að taka myndir á það miklum hraða að óþarft er að hafa myndavélina á sta- tívi, en statív er í hezta tilfelli fremur fyrirferðarmikið og þungt, og er því oftast skilið eftir heima, þar sem enn er notazt við það við andlitsmyndatöku og þess háttar. I rauninni hafa margir Ijósmyndarar aldrei eignazt statív. En er það viturlegt að afsala sér algjörlega þessu hjálpartæki? Hættan á hristingi, þegar haldið er á vél- inni við myndatöku, er miklu meiri en flestir halda. Það getur auðveldlega komið fyrir, að mynd, sem tekin er á 1/100 sek., verði hreyfð. Þessi hreyfing er sjaldan svo mikil að greina megi hana sem tvöfaldur eða lítt af- markaðar útlínur. Yfirleitt greinir maður ekki með ber- um augum áhrif hristingsins á negatívinu. En þegar stækkað er, t. d. 6—7 sinnum á hvern veg, kemur í Ijós, að myndin er ekki alveg skörp. Oft hafa menn kennt linsu myndavélarinnar um, þó að mistökin væru sjálf- um ljósmyndaranum að kenna, þar sem hann gat ekki haldið myndavélinni algjörlega kyrri um leið og hann smellti af. Nú eru ekki allar myndavélar jafnslæmar í þessu til- felli. Því þyngri sem vélin er, því betra er að halda henni kyrri. Eitt gamalt bragð er að útvega sér skrúfu, sem passar í skrúfuganginn neðan á myndavélinni. Við þessa /--------------------------------------------N FUNDUR F.Á. verður haldinn mánudaginn 29. október í BreiðfirS- ingabúð, niðri, og hefst kl. 8,30 e. b. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg fundarstörf. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Myndasamkeppnin. Frjálst val. 4. íslenzk kvikmynd. Gestur Þorgrímsson lýsir töku hennar og ræðir um hana. STJÓRNIN V____________________________________________y skrúfu er bundin snúra, en hinn endinn bundinn við stein eða eitthvað annað, sem fyrir hendi er, til að þyngja myndavélina, eða stigið er einfaldlega á snúru- endann og strengt á henni upp á við. Auðveldara er að halda myndavélinni kyrri, er henni er haldið upp við augun, og gikkur, sem Ijósmyndarinn þrýstir á að sér, veldur síður hristingi en væri hann stað- settur ofan á myndavélinni og þrýst niður. Við þorunt að fullyrða, að mjög fáir ljósmyndarar, sem halda á myndavélinni við myndatöku, geti tekið myndir á 1/30 sek. án þess að hristingur verði nokkru sinni greindur á negatívinu. Þú heldur ef til vill að öðru máli gegni unt þig. Prófaðu þá að taka nokkrar myndir á 1/30 sek., haldandi á myndavélinni, og jafnframt nokkrar með vélina á statívi, helzt af sama mótívi. Stækkaðu síðan báðar myndaseríurnar 6 sinnum á hvern veg og berðu þær saman. Enn eru til mótív, sem krefjast langrar lýsingar: við þurfum aðeins að nefna myndatökur að næturlagi. Einn- FÁ-BLAÐIÐ 1

x

FÁ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FÁ-blaðið
https://timarit.is/publication/947

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.