FÁ-blaðið - 01.10.1962, Page 4

FÁ-blaðið - 01.10.1962, Page 4
Eru statív úrelt Framh. aj 2. bls. unnar að miðju efri linsunnar og merkja hana á stöng- ina. Þessi ágæti lyftuútbúnaður hefur þann ókost, að statívið verður ennþá þyngra og fyrirferðarmeira. Ljósmyndaiðnaðurinn hefur komið fram með ýmsar gerðir af „hálfgerðum statívum“, sem eiga að nokkru leyti að koma í stað statíva, án þess að vera eins þung og fyrirferðarmikil og þau. Sem dæmi um slíkt má nefna „eins fótar“ statív, sem hefur, eins og nafnið bendir til, aðeins einn fót og skrúfu ofan á. Að sjálfsögðu getur það ekki staðið óstutt, en með hjálp þess má auka tals- vert stöðugleika myndavélarinnar. Ef vélinni er einnig hallað að enni eða bringu ljósmyndarans, næst talsvert meiri stöðugleiki en annars. Augljóst er, að „eins fótar“ statív kemur ekki að gagni, þegar tekið er á tíma. Skylt þessu er „brjóst-statívið". Það samanstendur af ól, sem hægt er að lengja og stytta, og liggur um háls ljósmyndarans. Á ólinni er komið fyrir lítilli en djúpri skál. I þessa skál kemur endi hins stutta fótar, sem myndavélin er skrúfuð á. Síðan eru fóturinn og ólin stillt þannig, að myndavélin verði í hæfilegri hæð, t. d. augnhæð. Þetta eykur talsvert stöðugleika myndavélar- innar, en í báðum fyrrnefndum tilfellum er mikið und- ir sjálfum ljósmyndaranum komið. Hann verður að geta staðið kyrr og haldið niðri í sér andanum á meðan hann smellir af, án þess að nokkurs skjálfta gæti, en hæfileikinn til þess er mjög misjafn hjá hinum ýmsu einstaklingum. Fyrir nokkrum árum voru „þvingu-statív“ mjög í tízku, en þau voru í rauninni ekkert annað en þvinga eða skrúfstykki með áföstum kúlulið. Þau voru skrúfuð á stólbök, grindverk, trjágreinar eða annað sem hentugt þótti. Við höfðum einu sinni slíkt tæki með okkur í ferðalagið, en verðum að viðurkenna, að í hvert skipti og við ætluðum okkur að nota það, var ekkert fyrir hendi, sem hægt var að skrúfa það á. Sem sagt mjög fáir ljósmyndarar hafa statív með, en hafið þið ekki oft saknað þess. Ef þið notið aðdráttar- linsu, munuð þið sakna þess enn oftar. Við álítum að hin aukna notkun aðdráttarlinsa eigi eftir að endur- reisa gildi statívsins. (Þýlt úr Fotomagasinet). ÞÉR FÁIÐ FILMURNAR I AMATORVERZLUNINNI LAUGAVEG 55 . SÍMI 227 1 8 REYKJAVÍK

x

FÁ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FÁ-blaðið
https://timarit.is/publication/947

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.