Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.06.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 28.06.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. júní 2007 Abyssiniu köttur týndist á kosningadag í Fjóluhvammi, rauðbrúnn yrjóttur feldur með svartri rák eftir rófu. Hann gæti verið í skúrnum þínum. Fundarlaun í boði. Sími: 862 9555. Silky terrier-tíkin Rósa strauk að heiman frá Sléttahrauninu á sunnudagskvöld. Grá á baki með ljósbrúnan haus og lappir og svart skott. Hún lætur ekki ná sér. Þeir sem hafa séð til hennar vin - samlegast látið vita í s. 696 8310. Lítill gulbröndóttur fress með rauðri ómerktri ól fannst í Setberginu sl. mánudag. Eigandi hafi samband í s. 899 2616. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Tapað-fundið Eldsneytisverð 27. júní 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 122,8 122,3 Atlantsolía, Suðurhö. 122,8 122,3 Orkan, Óseyrarbraut 122,7 122,2 ÓB, Fjarðarkaup 120,8 120,3 ÓB, Melabraut 122,8 122,3 Skeljungur, Rvk.vegi 122,8 122,3 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Gerður Hannesdóttir dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 ghmg@simnet.is Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilar Mér dettur í hug auglýsinga - brella tryggingafélags sem aug - lýsti „Þú tryggir ekki eftirá“ þegar maður fylgist með veik - burða tilraunum bæj - ar stjórans í Hafnarfirði og félaga til að bæta fyr ir mistökin sem gerð voru með svo - nefndri íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík. Fram - koma bæjarstjórnar- meiri hlu tans í garð Ís - als er ekkert annað en rak inn dónaskapur og af skipti ráðamanna í Samfylk - ingunni af þessari kosningu er sið laust brot á almennu velsæmi í samskiptum fólks í lýð ræð - islegu samfélagi sem við þykj - umst þó vera. Meirihluti Sam - fylk ingarinnar í bæjarstjórn Hafn arfjarðar skorti pólitískt hug rekki til að afgreiða málið í bæjarstjórn vegna klofnings í eigin röðum og afskipta topp - anna í Samfylkingunni. Sól í Straumi var látin komast upp með að bera rangar upplýsingar á borð fyrir kjósendur sem margir létu blekkjast af, nógu margir til að fella tillögu bæjarstjórans og félaga. Hverskonar lýðræði er það að helmingur bæjarbúa fái vilja sínum framgengt en hinn helmingurinn ekki? Tillaga um stækkun á uppfyllingu út í sjó er ekki sérlega skynsamleg. Sam - kvæmt upplýsingum valin - kunnra vísindamanna mun land - sig á þessum slóðum ásamt hækkandi sjáv - ar borði á næstu ára - tugum færa þetta land í kaf innan hundrað ára eða svo og vænt - anlega einnig Norður - bakkann og Herjólfs - götuna ásamt „Sjá - landinu“ í Garða bæn - um. Því miður er ál - málið tapað fyrir Hafnarfjörð. Álverið fer hvort sem það verð ur innan nokkurr ára eða ára tuga. Íbúar á Völlum sitja uppi með stálturnanna og spenni stöðina í Hamranesi sem eru bæði sjónmengun og heilsu - spillandi. Það verður spennandi að fylgjast með byggingu álvera í Vogum eða í Þorlákshöfn, ef af verður, því ráðgert er að byggja skammt frá núverandi byggð á þessum stöðum. Fyrr eða síðar, sennilega fyrr, mun byggðin færast upp að álverinu þeirra og hvað ætlar þá sólskinfólkið að taka til bragðs? Samfylkingin ber ábyrgð á þessu klúðri og vonandi hafa Hafnfirðingar vit á að kjósa sér aðra stjórnendur í næstu kosningum. Höfundur er íbúi á Völlum. Álfár kratanna Hermann Þórðarson Í júní 2004 var undirritaður kosinn forseti bæjarstjórnar og hefur gengt þeim störfum síðan, eftir árlegt endurkjör. Það hefur jafnan verið sátt í Hafnarfirði um störf forseta bæjar - stjórn ar hverju sinni og gæfa fyrir okkur að það hafi gengið eftir með þeim hætti í áratugi. Sökum breytinga á starfs háttum mínum ósk aði ég ekki eftir end - urkjöri á fundi bæjar - stjórnar 26. júní sl. Vegna þessa vil ég nota tækifæri og þakka fyrir ánægjulegan starfs tíma og fara um leið yfir verkefni forseta bæjar - stjórnar öðrum til upplýsingar. Eitt meginverkefni forseta bæj - ar stjórnar er að stýra fundum henn ar. Forseti setur fund, kannar lögmæti hans, stjórnar umræðum og afgreiðslu mála og slítur fundi þegar dagskrá er tæmd. Jafnframt sér forseti um að fundargerðir séu skipulega færðar í gerðabók bæjar stjórnar og að allar ályktanir og samþykktir séu rétt og ná - kvæmlega bókaðar í samvinnu við fundarritara. Forseti úrskurðar um skilning á fundarsköpum og sér um að allt fari skipulega og löglega fram á bæjarstjórnarfundum. Bæjar full - trúum er skylt að lúta valdi hans að því er varðar fundarsköp og góða reglu. Raski áheyrandi á bæjar - stjórnarfundum fundarfriði getur forseti vísað honum úr fundarsal. Bæjarfulltrúi sem taka vill til máls skal óska heimildar forseta, en hafi tveir eða fleiri bæjar - fulltrúar kvatt sér hljóðs samtímis ákveður forseti í hvaða röð þeir skuli tala. Bæjarfulltrúum er gert skylt á fundum að beina máli sínu til forseta eða fundarins. Forseta er jafnframt heimilt að stytta ræðu - tíma hvers ræðumanns í umræðum um andsvör. Brigsl og ávítur – Óregla á fundi Beri bæjarfulltrúi aðra menn brigslum skal forseti víta hann. For seti getur lagt til við bæjarstjórn að bæjarfulltrúi sem víttur hefur ver ið tvisvar á sama fundi verði sviptur málfrelsi á þeim fundi. Skal slík tillaga afgreidd umræðulaust. Hlýðnist bæjarfulltrúi ekki úr - skurði forseta eða ef óregla kemur upp á fundi skal forseti gera fund - ar hlé, fresta fundi eða slíta fundi ef nauðsyn krefur. Telji forseti umræður dragast úr hófi fram getur hann lagt fram dag skrár tillögu um að ræðutími hvers bæjar - fulltrúa verði tak mark - að ur og umræðum verði lokið á tilteknum tíma. Forseti ákveður í hvaða röð og með hvaða hætti slíkar til - lögur eru teknar til af greiðslu og skal þá styðjast við viðurkennd fundarsköp. Eitt tímafrekasta verkefni forseta er að stýra atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi sem að jafnaði fara fram með handauppréttingu. Atkvæðagreiðsla getur þó einnig farið fram skv. nafnakalli eða á skriflegan hátt, heimili bæjarstjórn slíkt. Að lokum má geta þess að sá sem verið hefur forseti eitt kjör - tímabil eða lengur á sama tímabil getur skorast undan kosningu jafn - langan tíma og hann hefur haft starfið á hendi, hvaða varðar önnur störf á vegum bæjarstjórnar. Eng - inn forseti allt frá 1. júní 1908 hef - ur óskað eftir slíku. Þátttaka í umræðum Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að í bæjarstjórn eru einnig tveir varaforsetar. Hlutverk þeirra er að sinna störfum forseta m.a. þegar forseti tekur þátt í umræðum eða hann forfallast. Hef ég nýtt mér það að taka þátt í umræðum á ríkan hátt. Forseti bæjarstjórnar verður að hafa þetta tækifæri, að öðrum kosti tel ég að hlutverk hans sem bæjarfulltrúa og þátttakanda í skoðanaskiptum bæjarstjórnar lít - ils metið. Það er því bæjar stjórnar að virða þennan rétt for seta til þátttöku í umræðum. Að lokum þakka ég bæjar - fulltrúum, bæjarbúum og fjöl - miðla fólki, allt það umburðarlyndi og samstarfsvilja, þann tíma sem ég hef gengt störfum sem forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Óska ég nýjum forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar velfarnaðar í störf - um sínum. Höfundur er fv. forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Um störf forseta bæjarstjórnar Flutt á bæjarstjórnarfundi 26. júní sl. Gunnar Svavarsson Strax skemmt Mönin við nýja hverfið ofan Kaldárselsvegar hefur ekki fengið frið skemmdarvarga. Nýbúið er að sá í mönina en strax má sjá för eftir mótorhjól og bíla. Frá bæjarstjórnarfundi. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Grafið fyrir útrásinni Vel miðar með dælu- og hreinsistöðina austan Straumsvíkur og hér má sjá Gretti grafa fyrir útrásinni í vikunni. L j ó s m . : K r i s t j á n S t e f á n s s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.