Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.01.2008, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 31.01.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 31. janúar 2008 Öskudagsskemmtun á Thorsplani kl. 13-15: Kynnir: Gunnar Helgason Diskótekið Dollý og karaókí Hara-systur skemmta Söngatriði Slegið úr tunnum Öskupokakeppni: Krakkar! Saumið flotta öskupoka, setjið miða með nafninu ykkar í pokann og skilið honum á skemmtuninni. Heitt kakó og vöfflur Rauði krossinn og Hafnarfjarðarbær bjóða upp á heitt kakó og vöfflur í sal Rauða krossins við Thorsplan. Bókasafn Hafnarfjarðar Kl. 10-12 Sögustund Kl. 15-17 Barnamynd F A B R I K A N Hafðu samband og fáðu upplýsingar um Hafnarfjörð og hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is Úti í bæ á Öskudag … Síðastliðinn þriðjudag kynnti bærinn nýtt samstarfsverkefni Hafnar fjarðarbæjar og félaga - sam taka sem stuðlar að fegurri bæ. Verkefnið snýr að umhirðu og fegrun bæjarins og hefur hlotið nafnið „Umhverfis vakt - in“. Búið er að skipta bænum upp í átta svæði eins og sést á með fylgjandi mynd og býðst félaga samtökum og hópum í bæn um að taka að sér eitt svæði og hreinsa það 10 sinnum á árinu gegn fjárstyrk til starfseminnar. Þannig geta félög safnað sér inn að hámarki 750 þúsund krónur en föst greiðsla fyrir hvert svæði er 350 þúsund og hægt er að vinna sér inn allt að 400 þúsund krónur aukalega ef vel er tekið til á svæðinu. Áhersla er lögð á að hreinsa rusl og drasl meðfram aðal stíg - um og stofnbrautum, með lækj - um og tjörnum, strandlengju, á nátt úru legum hraunasvæðum og opn um svæðum. Ekki er gert ráð fyrir því að hópar séu að fara inn í allar íbúðagötur þar sem svæðin eru stór. Öllum félögum, samtökum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að sækja um þátttöku í Umhverfisvaktinni. Umsóknir óskast sendar til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, merktar „Umhverfisvaktin“ fyrir 15. febrúar 2008 og hefst verkefnið formlega í byrjun mars. Umhverfisvaktin – tekið til í bænum Samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar og félagsamtaka um tiltekt í bænum Svæðaskiptingin fyrir Umhverfisvaktina.Tekið til í Setberginu í sumar L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.