Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.03.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.03.2009, Blaðsíða 4
Langflest okkar eru annars hugar, upptekin af fortíðinni og bíðum eftir framtíð inni. Við erum varla mætt á einn stað þegar við byrjum að flýta okkur á þann næsta. Kann ast ekki flestir við að vilja fram kvæma margt á sömu stundu, til dæmis þegar við erum í heilsu rækt þá finnst við þurfa að vera heima og þrífa eða í vinn - unni? Sem sagt, hugurinn er á allt öðr um stað en líkaminn. Við hrein lega týnum okkur. Flestir þekkja það að eiga erfitt með að lesa bækur og þá sérstaklega skólabækurnar, þar sem við lesum og erum annars hugar og höfum ekki hugmynd um hvað við vorum að lesa. Sumir eru það týndir að þeir geta ekki einu sinni lesið stutta grein í morgunblaðinu án þess að byrja að hugsa um eitthvað annað. Hugleiðsla Hugleiðsla er að vera til staðar í augna blikinu, að njóta sín bæði líkam lega og andlega. Hugleiðsla er einfald lega að leiða hugann að því sem við erum að gera, er mjög ein föld en mörgum reynist samt sem áð ur erfitt að vera með sjálf - um sér. Með hugleiðslu aukum við ein beitinguna og hún hjálpar okk - ur að slaka á innra með okkur og við lærum að skilja betur okk ur sjálf og aðra. Hugleiðsla hjálp ar okkur að vinna úr daglegri rösk un eða truflun í lífinu á hljóð legan og friðsælan hátt. Hug leiðsla hjálpar okkur einnig að skapa kyrrð, frið og ró innra með okk ur og endur - heimta orkuna okkar aftur. Hvernig á að hugleiða? Hugleiðslu er hægt að stunda sitjandi, liggjandi, í líkams stöð - um eða jafnvel á göngu. Fyrir marga er krefjandi að stunda hug leiðslu en þá er mjög gott að byrja á hugleiðslu á hreyfingu. Aðalatriðið er að okkur líði vel og við verðum ekki fyrir truflun. Gott er að skapa sér það umhverfi þar sem við getum auðveldlega ver ið með okkur sjálfum. Rope yoga og hugleiðsla Í Rope Yoga stundum við hug - leiðslu á hreyfingu. Þegar við förum í gegnum æfingarnar beit - um við fullri athygli og tökum eftir upplifun okkar og reynslu eins og öndun, hvernig líkaminn snertir gólfið eða dýnuna og tök um eftir þeim líkamshlutum sem dragast saman og víkka með æf ing unum. Einnig fylgjumst við með hugs un - um okkar og öllu því sem kemur upp í hugann án þess að láta það trufla okkur. Ef hugs anir okkar byrja að trufla okkur þá leitum við aftur til miðjunnar sem getur verið andardráttur okk ar, kviðurinn eða tala fjölda æfing anna. Rope Yoga eru mjög öflugar líkam legar æfingar en æfingarnar eru bara helmingurinn af kerfinu þar sem hugmyndafræði og hug - leiðsla skipa stóran sess eða 50% af æfingakerfinu. Tilgangur Rope Yoga er að vera til staðar í augna - blikinu gagnvart öllu því sem að heim urinn hefur upp á að bjóða og að stunda æfingarnar, njóta stund arinnar og láta sér líða vel. Þetta snýst ekki um ákveðin mark mið eða eitthvað sem þarf að takast. Við tökum eftir öllu því sem kemur upp á meðan á æfing - unum stendur, hvort sem um er að ræða sársauka eða gleði. Allt sem gerist hjá okkur á meðan við iðkum Rope yoga er rétt og til að geta slakað á verðum við fyrst að taka eftir því sem er fyrir okkur, t.d. spennu eða sársauka. Andleg þjáning Allir líkamlegir verkir og eymsli byrja í huga okkar þó að það geti birts við líkamlega vinnu eða æfingar eða jafnvel árekstra eða föll. Það er gott fyrir okkur að kunna að slaka á og anda meira og þá erum við fær í hvaða líkamlega vinnu sem er. Tökum sem dæmi þegar við erum stíf í herðunum, okkur dettur fyrst í hug að það komi frá vinnu okkar t.d. við tölvur. Í stað þess að kenna vinn - unni um, skoðum frekar hvers vegna við erum að fá í herðarnar núna. Ástæðan getur verið allt önnur þó svo að hún birtist þegar við sitjum allan daginn við tölv - una. Það sem að birtist í herðum okkar og hálsi er höfnun og tjáningarskortur. Við erum oft svo hrædd við höfnun að við höfnum okkur sjálf og hún getur birtst á ótal vegu, t.d. gætum við verið hrædd við að einhver fari frá okkur, reki okkur úr vinnunni, líki ekki við okkur eða að við séum ekki nógu góð eða stöndum okkur ekki nógu vel. Byrjaðu núna! Á sama hátt og við æfum vöðvana okkar þá æfum við einnig hugleiðslu og því oftar sem við komum inn í augnablikið því auðveldara verður að vera þar. Við hvetjum ykkur því til að leggja frá ykkur blaðið núna, loka augunum og koma inn í augnablikið. Tengist önduninni, finnið hvernig þið andið inn og út. Skoðið hvað þið finnið, upplifið og heyrið án þess þó að dæma það. Augnablikið er núna. Höfundarnir eru rope yoga kennarar hjá elin.is 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. mars 2009 Elín Sigurðardóttir Margrét Ýr Einarsdóttir Heilsuþáttur í boði Fjarðarpóstsins og Elin.is Hvað er hugleiðsla Húsmæðraorlof Hafnarfjarðar Kynningarfundur verður haldinn í Vonarhöfn, fimmtudaginn 26. mars kl. 20. Kynntar verða Orlofsferðir árið 2009 Rétt til þess að sækja um orlofsferð, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf. Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar: Unnur Harpa Hreinsdóttir sími 555 1596 Guðlaug Sigurðardóttir sími 555 2783 Kristín Gunnbjörnsdóttir sími 555 3129 Bjarney Georgsdóttir sími 565 0663 Anna Björk Guðbjörnsdóttir sími 555 2098 Sigríður K. Skarphéðinsdóttir sími 555 2721 Orlofsnefndin DEIGLAN Í Deiglunni næstu viku: F A B R I K A N Nánari upplýsingar á www.hafnarfjordur.is Deiglan er opin kl. 09.00 – 12.00 alla virka daga. Láttu sjá þig! Atvinnu- og þróunarsetur Hafnarfjarðarbæjar Menntasetrinu við Lækinn FÖSTUDAGUR 20. MARS / FRIDAY MARCH 20TH 09.00- 12.00 Hlíf verkalýðsfélag Upplýsingar um þjónustu og réttindi. Hlíf Labor Union Unemployment benefits and rights. MÁNUDAGUR 23. MARS / MONDAY MARCH 23TH 9:00- 12:00 Nýsköpunarmiðstöð – Fyrir fólk með hugmyndir til atvinnusköpunar. *** Innovation Center Iceland – For people with business ideas. *** ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS / TUESDAY MARCH 24TH 9:00- 12:00 Ganga með tilgangi – Létt ganga um bæinn – takið með ykkur mynda- vél! Heimsókn í hafnfirskt fyrirtæki í lok göngu. Walk with a purpose Easy walk around town. Bring your camera! The walk ends with a visit to one of Hafnarfjordur ‘s companies. 14:00- 16:00 Líkams- og heilsurækt Íþróttamiðstöðinni Ásvöllum. Physical training – Gym Ásvellir Sport Center. MIÐVIKUDAGUR 25. MARS / WEDNESDAY MARCH 25TH 9:00- 12:00 Prjónakennsla og leiðsögn Knitting Instruction 9:00- 12:00 Klippimyndagerð Collage making FIMMTUDAGUR 26. MARS / THURSDAY MARCH 26TH 9:00- 12:00 Vinnumálastofnun*** Upplýsingar um þjónustu og réttindi. Directorate of Labour *** Unemployment benefits and rights. 10:00- 12:00 Áhugasviðsgreining*** Career Guidance*** 10:00- 12:00 Aðstoð við heimilistölvuna Assistance vith your home computer 09:00- 12:00 Myndlist– Listsköpun Visual art– Art creation 14:00- 16:00 Líkams- og heilsurækt Íþróttamiðstöðinni Ásvöllum. Physical training – Gym Ásvellir Sport Center. *** Vinsamlega bókið tíma fyrirfram eða tilkynnið þáttöku Please register or book appointment in advance Sími / Tel. 517 7878

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.