Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.06.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 25.06.2009, Blaðsíða 6
Nýgengi ristilkrabbameins hefur aukist mikið hérlendis á undanförnum áratugum. Þrefalt fleiri tilfelli greinast hjá körlum og tvöfalt fleiri hjá kon um en fyrir 50 árum. Að jafnaði greinast 134 ein staklingar á ári með krabba mein í ristli og enda - þarmi. Þetta er önnur algengasta dán ar orsök af völdum krabba - meins og ein ungis 55-60% sjúkl inganna lifa í fimm ár eftir að að hafa greinst með sjúk - dóminn. Um 900 manns eru nú á lífi hérlendis eftir að hafa greinst með krabba mein í ristli eða endaþarmi. Þriðjudaginn 30. júní kl. 20 verða stofn uð samtök þeirra sem greinst hafa með krabbamein í ristli og endaþarmi. Sjúklingar, að standendur og aðrir áhuga - samir um þennan sjúkdóm eru hvattir til að mæta á stofn - fundinn í húsi Krabba meins - félagsins við Skógarhlíð. Markmið samtakanna er að stuðla að velferð fólks sem greinst hefur og hyggst félagið ná markmiðunum með því að • vinna að hagsmun um þeirra sem greinst hafa með sjúk - dóminn og kynningu á mál - efnum þeirra. • stuðla að fræðslustarfsemi og miðlun upplýsinga til sjúkl inga, aðstandenda, ann - arra velunnara og almenn - ings í samstarfi við krabba - meins félögin og aðra. • efla samstarf við heilbrigðis - starfsfólk, heilbrigðis stofn - anir, sem og önnur félaga - samtök sem láta sig varða heilbrigði og velferð þeirra er greinast með sjúkdóminn. • hvetja til rannsókna á sjúk - dómnum og orsökum hans. • stofna til samskipta við sambærileg samtök erlendis. • beita sér fyrir því að hafin verði leit að ristil- og enda - þarms krabbameini á byrjunar stigi. Á Íslandi hefur mjög lengi verið rætt um það hvort hefja eigi skimun fyrir krabbameini í ristli og enda þarmi. Á árunum 1986-1988 var gerð forkönnun á fýsileika þess að skima með því að leita eftir blóði í hægðum. Landlæknir gaf svo út klínískar leiðbeiningar um skimun árið 2002. Þar er ráð lögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri og einnig hjá öllum sem eru í aukinni áhættu vegna ættarsögu og annarra sjúkdóma svo sem ristilbólga. Þessar leið - beiningar landlæknis eru enn í gildi en þrátt fyrir það hefur ekki verið sköpuð formleg umgjörð um skimun hér á landi. Íslendingar hafa náð einna best um árangri sem um getur í veröldinni við meðferð brjósta - krabbameina og lífslíkur þeirra sem greinast með sjúkdóminn hafa aukist stórlega á undan - förnum áratugum. Þannig má nú ætla að 86% sjúklinga lifi í 5 ár eftir að brjósta krabba mein grein - ist. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjósta - krabbameinum, sterkra sjúkl - ingasamtaka, upp lýstrar umræðu í samfélaginu um sjúk dóminn og öflugrar heilbrigðis þjón ustu yfir - leitt. Þeir sem standa að stofnun nýju sam tak anna telja að með skim un megi ná sambærilegum árangri gegn krabba meini í ristli og endaþarmi. Nú þegar ríkisstjórnin er að skerða kjör landsmanna til að rétta skútuna við eftir yfirgang útrásarvíkinga sem komu henni á hvolf, er ef til vill rétt að staldra við og velta fyrir sér hvar breiðu bökin í landinu eru. Eru það eldri borg - arar og öryrkjar sem komu þjóðinni á þann stall sem hún er í dag ? Hvar eru greifarnir og snillingarnir í fjár - málunum sem jusu fjár magni út um allar trissur? Ekki síst undir sinn eigin rass. Hvað hefur verið gert til að hneppa þessa snillinga í varðhald og stoppa þeirra fram gang ? Þó ekki sé allt fagurt í Banda ríkjun - um, þá eru svipaðir fjármála - snillingar ekki teknir neinum vettl ingatökum þar. Eru þeir ekki frjálsir menn enn þann dag í dag og lifa í vel lyst - ingum út um allan heim? Ég get ekki betur séð en þeir hafi ekkert breytt mikið sínum lífsvenjum. Þeir og eiginkonur þeirra virðast lifa sama lúxuslífinu, þær ný - komn ar úr lúxus og sældarferð til Arabaríkjanna, eins og fréttir hafa hermt. Á sama tíma eru fólkið í landinu að bugast undan þessum „snillingum“ sem ýmsir háttsettir lutu í duftið yfir hversu miklir fjármálasnillingar þeir væru. Ja sveiattan. Eldri borgara verða að vera vakandi í sínum réttinda - málum og láta eitthvað raunhæft í sér heyra. Hvað með skatta af eftirlaunum sem eru tvískattaðir. Hvað með virðisaukaskatt af lyfjum sem er sá hæsti sem hægt er hafa hér á landi ? Á landsfundi Lands - sambands eldri borg - ara er hald inn var í Hvera gerði um miðjan maí voru sam þykktar ýmsar ályktanir. T.d. að skattar af eftir launum verði 10% eða sá sami og af fjár - máls tekjum. Að lífeyrissjóðirnir verði ekki misnotaðir á þann hátt að tilkomi skerð ing á lífeyris greiðslum til þerra er eiga sjóðina, en vissulega eru það við eldri borg arar er greitt höfum í þessa sjóði á umliðnum áratugum. Að skattleysismörk verði færð til samræmis við það sem ákveð - ið var 1988, skattleysis mörk yrðu þá kr. 165 þúsund miðað við stöð - una í dag og fylgi eftir breyt - ingum á launa vísitölu. Að framfylgt verði í reynd þeirra stefnu í bú setumálum aldr - aðra að þeir eigi kost á fjöl - breyttum val kost um, s.s. þjón - ustu íbúð um, sambýlum, hjúkr un - ar íbúðum o.fl. Þannig verði stuðlað að sjálf stæði þeirra á eigin forsendum og að þeir haldi fjárforræði sínu. Já gott og vel, hvað er frétta af bygg ingu á hjúkrunaríbúðum á Völlum 7? Að endurskoðuð verði lög Fram kvæmdasjóð aldraðra með hliðsjón af breyttum áherslum í búsetumálum aldraðra og einnig verði stjórn sjóðsins breytt í þá veru að fleiri fulltrúar aldraðra eigi þar sæti en pólitískum full - trúum fækki. Að samþætt verði með þjón - ustu samningi heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta í öllum sveitarfélögum á sama hátt og gert hefur verið í Reykjavík og á Akureyri. Að beita sér fyrir því að fram - komin þingsályktunartillaga um að koma á fót embætti umboðs - manns aldraðra verði samþykkt svo fljótt sem auðið er. Að aldrað fólk sé ekki flutt milli stofnana gegn vilja þess og/eða ættingja þess. Þessar ályktanir er nokkrar af þeim fjölmörgu ályktunum sem samþykktar voru á Landsfundi Landssambands eldri borgara í miðjum maí í Hveragerði. Við eldri borgarar verðum að láta í okkur heyra hvar og hvenær sem tækifæri er, til að réttlæti okk ar tillagna og skoðana nái fram að ganga. Eigum við ef til vill að fara að berja kastarolur og pönnur? Það kemur ef til vill að því. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 25. júní 2009 Eldsneytisverð 24. júní 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 178,3 178,2 Atlantsolía, Suðurhö. 178,3 178,2 Orkan, Óseyrarbraut 178,2 178,1 ÓB, Fjarðarkaup 178,2 178,1 ÓB, Melabraut 178,3 178,2 ÓB, Suðurhellu 178,3 178,2 Skeljungur, Rvk.vegi 179,8 179,7 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Góð 2-3ja herbergja íbúð óskast. Reyklaus. Er með hund. Öruggum greiðslum heitið. Uppl. í síma 868 8557. Óska eftir 2-3ja herb. íbúð. Greiðslugeta 90 þús. á mán. Get greitt 3 mán fyrirfram. Uppl. í s. 771 3399 Bílskúrssala. Ætla að vera með skemmtilega bílskúrssölu á laugardag 27. júní milli kl. 12-17 að Norðurtúni 14 Álftanesi. Þar kennir ýmissa grasa t.d. föt, skór, bækur og margt fleira Tveggja manna svefnsófi, 1,4x2m, fæst gefins. Uppl. í s. 846 3975. 2 fataskápar óska eftir nýjum eigendum gegn því að þeir verði sóttir sem fyrst. Skáparnir eru báðir eins, ljósir, viðarlitaðir, 1x0,5x 2,1 m. Efst er heil hilla. Annar helm. er fyrir hangandi föt en hinum megin eru 3 hillur og 3 skúffur. Uppl. Bryndis, s. 555 3880 eða 695 4687. Sony Ericsson Z530i samloku- farsími tapaðist við Lækjarskóla eða Álfaskeið 15. júní. Finnandi vinsamlega hafið samaband við Kristínu í s. 821 6710. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s 5 0 0 k r . Tapað-fundið og fæst gefins: F R Í T T A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . R e k s t r a r a ð i l a r : Fáið tilboð í rammaauglýsingar! Húsnæði óskast Tapað - fundið Ýmislegt Gefins Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Ferðabox Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.- Smáauglýsingar aðeins 500 kr. a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Eigum við eldri borgarar að þegja? Jón Kr. Óskarsson Samtök fólks með krabbamein í ristli og endaþarmi Stofnfundur á þriðjudaginn fyrir sjúklinga, aðstandendur og aðra sem vilja leggja lið

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.