Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.09.2009, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 24.09.2009, Blaðsíða 7
Þann 15. okt. nk. verður Fim - leika félag Hafnarfjarðar, FH, 80 ára og munu FH ingar halda upp á afmælið með pomp og pragt. Þrátt fyrir krepputal og ýmsar hremmingar í þjóðfélaginu verður þriggja daga gleði í Kaplakrika. Á sjálfan afmælis - daginn verður aðalstjórn FH með kaffi og meðlæti í Kapla - krika. Þann 16. okt. munu FH ingar helga yngri kynslóðinni þar sem m.a. verður boðið upp á diskótek. Laugardaginn 17. okt. verður síðan stóraf mæl - isveisla með borðhaldi og öllu tilheyrandi, sem lýkur með því að hljómsveitin Buff mun leika fyrir dansi fram eftir nóttu. E k k i m u n árangur FH á árinu skemma fyrir afmælisgleðinni, því sama er hvar litið er, alls staðar er FH á toppnum í öllum þeim íþróttagreinum sem félag ið tekur þátt í. Allir flokkar karla og kvenna eru í efstu deild. En árangur yngra fólks ins er þó ánægjulegastur, því þar eru FH ingar alls staðar fremst ir í fylk - ingu. Ótrúlegur fjöldi barna og unglinga tekur þátt í starfi FH og er for eldrastarfið innan félagsins öðrum íþróttafélögum til fyrir - myndar. Í tilefni afmælisins óskar af - mælis nefnd FH eftir því að þeir sem eiga gamla búninga, muni, myndir o.fl. í þeim dúr hafi samband og láni eða af hendi félaginu til eignar svo nýt ast megi í tilefni afmælisins og til varðveislu í nýjum húsa kynn um félagsins í framtíðinni. Nefndin hlakkar til að sjá, heyra og samfagna með sem allra flestum. Með fyrirfram þakklæti og FH kveðju, 80 ára afmælisnefnd FH. Ingvar Viktorsson s. 8963929 viktorsson@simnet.is FH 80 ára 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. september 2009 Í haust ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar að bjóða ungling - um í Hafnarfirði upp á nám - skeiðið Næsta kynslóð, í sam - vinnu við Dale Carnegie. Haustið 2007 var gerð rann - sókn á unglingum sem fóru á nám skeið í Garðabæ og töldu 97% þátttakenda að námskeiðið hafa bætt sjálfstraust og lífs - viðhorf til muna og 94% þátt - takenda mátu það svo að nám - skeiðið hefði haft mjög góð áhrif á frumkvæði þeirra sem og þátt töku í félagsstarfi. Þá voru 80% sammála fullyrðingu þess efnis að námsárangur sinn hefði batnað við námskeiðið sem og þeirri staðhæfingu að þeir væru meiri leiðtogar. Hvað varðar þá niðurstöðu rannsóknarinnar að samskiptahæfni ungmennanna jókst þá hefur hún verulegt gildi vegna þeirra fræðilegu rann - sókna sem staðfesta að sam - skiptahæfni sé lykilhæfni í vel - gengni bæði í einkalífi, námi og starfi. (Ragný Þóra Guðjohnsen og Rósa Guðrún Bergþórsdóttir, 2007) Síðan í mars 2004 hafa yfir 1700 unglingar útskrifast af nám skeiðinu. Námskeiðið er sett upp með það að markmiði að undirbúa ungt fólk fyrir lífið. Á tíu vikum er unnið út frá sex þáttum en þeir eru að efla sjálfstraustið, bæta hæfni í mann legum samskiptum, bæta tján ingu, bæta lífsviðhorf, efla leið togahæfileika og þjálfa mark miðssetningu. Mikið er lagt upp úr virkri þátttöku og ungl ingarnir gera æfingar í hverj um tíma til að víkka þæg - indahringinn. Það sem unglingarnir höfðu að segja um námskeiðið: „Þetta námskeið fór langt fram úr öllum mínum vænt - ingum. Mér finnst ég vera sjálfs - öruggari og hæfari í mannlegum samskiptum. Ég er farinn að geta svarað fyrir mig og finn vana lega alltaf eitthvað til að spjalla um. Ég er kominn með alveg nýja sýn á lífið og ætla mér að grípa öll tækifæri sem mér gefast. Ég er farinn að temja mér sumar af reglunum sem ég lærði í daglegu lífi og er farinn að taka því sem áskorun á sjálfan mig að fara fyrir utan þægindahringinn.“ – Eysteinn „Ég fékk meiri eldmóð og þori að skella mér í hlutina. Ég er mun jákvæðari og ég er byrjuð að líta á málin frá sjónar - horni annarra. Ég er komin með miklu meira sjálfstraust og skipulegg mig betur þannig að ég náði betri árangri í skólanum :) Ég kynntist líka miklu meira af skemmtilegu fólki.“ - Auður Sif Námskeið fyrir unglinga Hafnarfjarðar hefst miðviku - daginn 30. september og skrán - ing er hafin. Nánari upplýsingar má fá á www.naestakynslod.is Meira sjálfstraust í 97% tilfella Dale Carnegie fyrir ungt fólk í Hafnarfirði Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.